Gríma - 24.10.1932, Page 24

Gríma - 24.10.1932, Page 24
22 ÞÁTTUE AF JÓHANNESI STERKA menn vita að Jóhannes hefði þjappað svo að henni í stimpingunum, að liðabönd hefðu tognað í fætinum. 8. Jóhannes reiðir Friðrik i Kálfagerði. Friðrik hét maður ólafsson og bjó í Kálfagerði. Var hann allmikill vexti, svakalegur og blótsamur, en ekki talinn mikið karlmenni; nokkuð var hann drykkfelldur. Þeir Jóhannes og Friðrik voru ná- grannar og urðu því oft samferða í kaupstaðarferð- um. — Það var eitt sinn að þeir komu báðir úr Akur- eyrar-kaupstað ásamt fleiri mönnum úr Möðruvalla- plássi og Sölvadal. Friðrik var ölvaður mjög, og kom þar að lokum, að hann fékk ekki setið á hestinum og datt af baki; var þá skammt eftir heim að Kálfa- gerði. Ætluðu samferðamenn hans að láta hann á bak aftur og koma honum heim, en það vildi hann með engu móti og sagði að það væri bezt að helvítið, .— sem hann kallaði sjálfan sig, — lægi þar sem það væri komið. Gengu þá tveir að og vildu taka hann nauðugan, en Friðrik hélt sér við jarðfastan stein, svo að þeir fengu eigi að gert. Bar þá Jóhannes að í þessu. Stökk hann þegar af baki, þreif með annari hendi í bringuna, en hinni á milli fóta Friðriks, hóf hann á loft, eins og fis eitt væri, og snaraði honum upp í hnakkinn; hélt hann honum svo blýföstum heim í Kálfagerði. 9. Frá Bjarna í Sandhölum. Á þessum árum var séra Einar Thorlacius prestur í Saurbæ, en sonur hans, séra Jón Thorlacius, var aðstoðarprestur. Þá bjó í Sandhólum Bjami Bjarna- son. Var hann landseti séra Einars, því að þá voru Sandhólar kirkjujörð frá Saurbæ. Bjarni var heldur

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.