Gríma - 24.10.1932, Page 25
ÞÁTTUR AF JÓHANNESI STERKA
23
lítill fyrir sér, en orðhákur og drykkfelldur. Hafði
séra Jón hann oft með sér í kaupstaðar- og húsvitjun-
arferðum og veitti honum þá einatt óspart vin. Esp-
aði hann þá Bjama oft upp og lét hann skamma sig
og þá feðga báða. Sagði Bjami þá stundum, að vissu
hefði hann fyrir því, að fullur þriðjungur presta
færi til helvítis, og væru þeir Saurbæjar-feðgar báð-
ir í þeim hóp. Séra Jón spanaði Bjama til að yrkja
níð um sig og var hann þó miður vel hagorður. Má
marka skáldskap hans nokkuð af vísu þeirri, er hér
fer á eftir. Hafði séra Einar eignast bleika hryssu,
sem var úrvalsgripur; hafði hún ekki átt folald eftir
það er hún kom í eigu prests og hafði hann haft orð
á því, að sér þætti það miður. Þá kvað Bjami:
Séra Einar situr heima sinnisveikur,
af því hann fær enga leiku
undan henni Strjúgsár-Bleiku.
Þannig var skáldskapur Bjarna og hafði séra Jón og
fleiri gaman af.
Það var eitt sinn í sláturtíð að hausti til, að Bjarni
var í Akureyrarkaupstað með fé sitt. Voru þá slátur
flutt á hestum og blóð látið í belgi, sem hengdir vom
á klakka. Hafði Bjarni látið blóð sitt í skinnbelg
mikinn, en vantaði umband. Hugðist hann að fá það
inni í búðinni. Var hann þá orðin svo gálaus af
drykkju, að hann reisti belginn upp við búðarþilið
og ætlaði honum að standa þar, á meðan hann
skryppi inn í búðina. Féll belgurinn þegar saman
og rann blóðið niður, en Bjarni gætti þess ekki og
fór leiðar sinnar. Þegar hann kom út aftur og sá,
hversu komið var, varð hann afarreiður og kenndi
þetta óhapp sitt Skagfirðingum nokkrum, sem stóðu