Gríma - 24.10.1932, Side 34

Gríma - 24.10.1932, Side 34
32 DAUÐI JÓHANNESAR í HOFSTAÐASELI var á blómaaldri. Eftir nokkurra ára búskap í Hof- staðaseli, voru þau komin í góð efni og bjuggu rausn- arbúi; virtist því ekkert skorta á hamingju þeirra. Þó var það eitt atvik, sem skyggði á lífsgleði þeirra og olli þeim áhyggju og kvíða. Áður en Jóhannes kvæntist Ingu, hafði hann verið bendlaður við aðra konu; hafði henni sárnað mjög, þegar Jóhannes brá heiti við hana, svo að hún jafnvel heitaðist við hann. Kvöldið áður en hann kvæntist, náði hún fundi hans og hét honum því, að hún skyldi verða honum að bana lífs eða liðin. Skömmu eftir viðtal þeirra skar stúlkan sig á háls og fannst örend á brúðkaupsdegi þeirra Jóhannesar og Ingu. Var hún grafin á Hólum, undir kirkjugarði innanverðum. Leið ekki á löngu áður en menn urðu þess varir, að stúlka þessi lá ekki kyrr; þó ásótti hún engan annan en Jóhannes og aldrei fyrr en dagsett var. Kvað svo ramt að þessu, að honum var varnað svefns, því að hún sótti eftir því sí og æ að kyrkja hann. Stóð það á sama þótt sofið væri fyrir framan Jóhannes í rúminu, nema ef Inga gerði það; þá var öllu óhætt, og auðséð að aft- urgangan hafði beyg af henni. Inga bað Jóhannes að vera aldrei einan á ferð eftir dagsetur og lofaði hann því; einnig bað hún alla nágranna sína að fylgja Jó- hannesi heim, þegar svo stóð á að hann var seint á ferð. Lofuðu því allir of efndu vel, því að bæði voru þau hjón einkar vel látin af öllum. Um þetta leyti bjó séra Benedikt Vigfússon á Hól- um í Hjaltadal; hann var mikill vinur Jóhannesar. Eitt sinn gisti Jóhannes á Hólum; vissi prófastur um þessi vandkvæði vinar síns og bauðst til að sofa fyrir framan hann um nóttina. Hugsaði prófastur sem svo, að röm væri sú afturganga, sem dirfðist að

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.