Gríma - 24.10.1932, Side 46

Gríma - 24.10.1932, Side 46
44 SAGAN AF GRINDAVÍKUR-ODDI nám, og voru þeir allir teknir og bundnir. Síðan voru þeir fluttir á land og varpað í dýflissu; sátu þeir þar bundnir til kvölds og var hafður sterkur vörður á þeim, en er dimmt var orðið, var hurðinni hrundið upp og inn komu tveir varðmenn. Tóku þeir einn þeirra félaga og leiddu út; það sá skipstjóri út um vindauga lítið, sem á dýflyssunni var, að maður þessi var leiddur út á torg og höggvinn, en landsmenn höfðu kveikt þar bál mikið; steiktu þeir kjötið við eldinn og átu það; en á meðan stigu þeir dans og sungu með ýmiskonar fettum og brettum. Voru að- farir þessar svo ægilegar, að skipstjóra hraus hug- ur við. Þeim félögum var færður matur góður morg- uninn eftir að svo var gert alla þá daga, sem þeir dvöldu í dýflissunni. Kvöldið eftir fór á sömu leið og áður; einn þeirra félaga var tekinn, höggvinn og étínn, og svona gekk það dag frá degi, þar til er þeir voru tveir einir eftir, Oddur og skipstjóri. Kvöldið, sem síðasti félagi þeirra var tekinn, neyttu þeir allra, bragða til að losa af sér böndih og tókst þeim að síð- ustu að naga þau hvorum af öðrum. Voru þeir fyrst stirðir nokkuð, en gátu liðkað limi sína, svo að þeir gátu klifrað upp á loft, sem var yfir fangaklefanum. Rifu þeir síðan föt sín í lengjur, bundu þær saman og lásu sig niður eftir þeim frá glugga, sem var á loft- iiiu. Landsmenn voru þá að dansi og söng á torginu og höfðu allan hugann við að skemmta sér, svo að skipstjóri og Oddur gátu laumast fram hjá varð- mönnunum. Hlupu þeir hið skjótasta til skógar og földust þar. Nokkru síðar urðu þeir þess varir, að sporhundar höfðu verið sendir á eftir þeim og runnu að þeim með gapandi ginum. Kom sér þá vel, að þeir féiagar höfðu hvor sína skammbyssuha við belti sér,

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.