Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 49
SAGAN AF GRINÐAVÍKUR-ODDI
47
skipi og kom við land eftir skamma útivist. Keypti
haiin sér þegar hest og reið sem leið liggur til
Grindavíkur. Kom hann þangað skömmu eftir hátta-
tírna, gekk rakleitt til baðstofu og inn í svefnhús
það, sem hann og kona hans höfðu áður sofið í. Þar
sá hann Guðrú'nu konu sína liggja sofandi í rúminu,
en fyrir framan hana lá ungur maður, sem sneri sér
að henni. Datt Oddi þegar í hug, að nú væri Guðrún
öðrum gift, fylltist bræði mikilli, greip rýting úr belti
sér og ætlaði að vega að manhinum, en þá runnu
honum í hug orð skipstjóra og hikaði við. f sama
bili vaknaði Guðrún. Kenndi hún Odd við fyrstu sýn,
en er hún sá, að hann hélt á rýting í he'ndi og horfði
reiðulega á hinn unga mann, hljóðaði hún upp og
mælti: »Það er sonur okkar, Oddur minn!« Þá
vaknaði hinn ungi maður og var hann sonur
þeirra hjóna, fjórtán vetra gamall; hafði Guð-
rún gengið með hann, þegar Oddur hvarf. Varð þá
hinn mesti fagnaðarfundur, er Oddur var heim kom-
inn, en allir höfðu talið hann löngu dauðan. Gekk
hann til svefnhúss móður sinnar og heilsaði henni
blíðlega. Þóttu það hvervetna hin mestu tíðindi að
Oddur kom aftur lifandi heim eftir svo langa útivist
og marga manTiraun. Settist hann að búi sínu í
Grindavík og bjó þar til elli. Þótti hann jafnan hinn
mesti sæmdar- og atgervismaður, og lúkum vér hér
frá honum að segja.