Gríma - 24.10.1932, Side 59

Gríma - 24.10.1932, Side 59
HULDUSTÚLKA KALLAR Á FERJU 57 12. Hulðnstnlka kallar á terjn. (Sögn Vilb. Friðfinnsdóttur á Gvendarstöðum í Kinn 1906. Handrit Jónasar Jónssonar í Hriflu). Svo bar við eitt haust á fyrri hluta 19. aldar, að karlmenn fóru í kaupstað af nokkrum bæjum í Bárð- ardal, svo að ekki var eftir heima nema börn og kvenfólk. Góðri stundu eftir að þeir voru farnir, kemur vinnukona, Helga að nafni, út á hlað á Hall- dórsstöðum. Heyrir hún þá, að einhver kallar ferju, en lögferja var þá, og er enn, á Litluvöllum, næsta bæ norðan við Halldórsstaði. — Eru báðir þeir bæir vestan við Skjálfandafljót, sunnarlega í dalnum. — Stúlkan gengur inn og segir húsmóður sinni frá; kveðst hún vilja ferja manninn, en á Litluvöllum sé engin sál í bænum, nema konan með ung börn og muni hann því enga hjálp fá þar. Konan leyfir henni að fara, ef hún treysti sér til. Gengur Helga nú út að Litluvöllum, og hafði kallið heyrzt þar líka. Sér Helga nú þann, sem kallaði; er það kona, sem situr á fljótsbakkanum við ferjustaðinn. Gefur hún kon- unni auga meðan hún gengur ofan að ferjunni, en þegar hún er komin ofan að fljótinu, sér hún engan. Rær Helga þó yfir um, en þá fer á sömu leið, að göngukonan er alveg horfin. Beitarhús eru þar skammt frá, og leitar Helga þar, ef vera kynni að konan biði hennar þar; en þar sást enginn. Verður Helga nú að fara heim við svo búið og þykir atburð- ur þessi kynlegur. Nóttina eftir dreymir Helgu, að til hennar komi

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.