Gríma - 24.10.1932, Page 74

Gríma - 24.10.1932, Page 74
72 HJALLA-ÞULA en Áskell uppi’ í hæðum ærði jötuninn; dýrust lét þá Dína duna lúður sinn; dýrust lét þá Dína djöflamaka þann brenna’ að köldum kolum í klettafjalla-rann. Brann að köldum kolum klækjadólgur sá. En kerling missti máttinn og mennsk var orðin þá; kerling missti máttinn og miskunnar sér bað, en Áskell og Dína ekki sinntu’ um það. Áskell og Dína auðinn tóku þá, gull og silfrið góða, er greinir sagan frá. Gull og silfrið góða gerði bæði rík, en drengnum gaf það Dína, drósin goðumlík; drengnum gaf það Dína, dýran hlaut hann seim. Þá var Áskell ungur. Aftur kom hann heim. Þá var Áskell ungur. — Er eldast hann fór, gekk hann oft í gilið og gæfa hans var stór; gekk hann oft í gilið og glaða Dínu fann, glatt þau stigu dansinn í glæstum hamrarann; glatt þau stigu dansinn, svo greinir söguskrá. — Kátt þá var á Hjalla krökkunum hjá. 19. Siglunes-gleiira. (Eftir handriti Margeirs Jónssonar. Sögn Jóhanns M J ónssonar). Fyrir löngu var smíðað lítið kaupfar í Kaup- mannahöfn. Var það um skeið notað til kaupferða, en síðar var það sent til íslands og átti að hafa það til fiskveiða. Svo var sagt, að á meðan verið var að smíða skip

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.