Gríma - 24.10.1932, Page 76

Gríma - 24.10.1932, Page 76
74 FISKIDRÁTTUR SANKTI-PÉTURS hann fiskidrátt. Varð það loks að samningnm með þeim, að karl hét að taka við trú, ef postulinn ynni sig í fiskidrætti. Þegar þeir voru komnir á sjó út, vann karl. Þá leysti sankti Pétur af öngulinn, og hnýtti hann utan á enda taumsins, og dró svo fiska. Karl lék það og eftir. Þá leysti Pétur öngulinn af með öllu og dró fiska sem áður. Það fékk karl ekki eftir leikið, og varð svo unninn. 21. Skatan. (Eftir handriti Gísla Konráðssonar). Sankti Pétur átti eitt sinn að segja, hvaða fiska- kyn hann áliti helgast og eðlisbezt í sæ. Bað hann þá guð að sýna sér það, varpaði síðan út öngli sínum og dró þegar skötu. Sankti Pétri þótti fiskurinn ljótur, og fleygði honum út aftur, en svo fór þrem sinnum, að hann dró skötu. Slægði hann hana þá, og fann í henni buddur þær, er Pétursbuddur eru kallaðar. 22. Lokatár. (Handrit Jónasar Rafnars. Sögn frú Þórunnar Stefáns- dóttur). Lokatár heitir vökvi sá, sem er í herðablaðsbelgn- um á skepnum. Svo stendur á nafni þessu, að þegar Þökk var beðin að gráta Baldur úr helju (sbr. Gylfa- ginning kap. 49), fól hún þar táravökva sinn.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.