Gríma - 24.10.1932, Side 82

Gríma - 24.10.1932, Side 82
80 ATGEIRSSTAFURINN 27. Atgelrsstafnrinn. (Handrit Jóh. Arnar Jónssonar í Árnesi. Sögn Margrétar Bjai-nadóttur á Þorsteinsstöðum 1916). Á síðari hluta 18. aldar bjuggu á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal hjón, er hétu Ólöf og Jón. Eitt haust vildi svo til að ólöf var ein heima, því að bóndi var við sjó, en vinnufólkið í grasaferð. Um kvöldið kom ná- grannakona ólafar og bauð að vera hjá henni um nóttiiia, henni til skemmtunar; tók ólöf fegin boði hennar. Á þeim árum var það alsiða að sitja í rökkr- um, áður en kveikt var á kvöldin. Sátu þær grann- konurnar fram eftir kvöldinu og voru að skrafa um ýmis efni og segja hver annari æfihtýri, því að báð- ar voru vel fróðar. Allt í einu heyra þær, að komið er heim að bænum og því næst sjá þær, að maður kemur upp á gluggann, en gefur þó ekkert hljóð frá sér. Urðu konurnar þá hálfsmeykar og tóku það til bragðs að fara sín í hvorn baðstofuefnda. Sagði þá önnur með hárri röddu piltunum að taka manninn, sem hún kvað á, er lægi á glugganum. Hvarf þá mað- ur þessi í skyndi af glugganum. Nokkru síðar áræddu þær að fara út og gæta að, hvort þær sæju nokkuð nýstárlegt. Fundu þær þá atgeirsstaf mikinn við bæj- ardyrnar, en við manninn urðu þær eigi framar var- ar. Atgeirsstafurinn var hafður lengi til sýnis þar á bænum; héldu menn að einhver flóttamaður eða úti- legumaður hefði átt hann.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.