Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 46

Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 46
44 SNJÓFLÓÐIN í FIVANNEYRARHREPPI [Gríma Eg gerði það, og við Guðmundur Hafliðason skrifuð- um í sameiningu í símskeyti nauðsynlegar tilkynning- ar um þessi hörmulegu slys. Var það fyrst og fremst til sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu, sem þá var Páll Einarsson; svo og til Steingríms læknis Matthíassonar, til að biðja hann að tilkynna tveimur börnum þeirra Neðri-Skútu-hjóna það, en þau lágu veik í sjúkrahúsi Akureyrar. Þegar við höfðum skrifað skeytin, fór eg með þau fyrir hreppstjórann í símastöðina. Inngangurinn var þá að austan, en rétt í því að eg var að ganga upp tröppurnar að dyrunum, var þrifið aftan frá all-harka- lega í öxlina á mér. Var það Sigfús Ólafsson í Árbakka og var kominn að niðurfalli af mæði, því að hann hafði hlaupið alla leiðina handan yfir í kafaófærðinni. Sigfús sagði við mig: „Þú verður að senda strax menn yfir um. Það er eitthvað af fólkinu í Skútu lifandi, en í guðsbænum, vertu fljótur.“ — Eg brá strax við og tók hvern þann mann, sem eg hitti á götunni og taldi lið í, og bað hann að fara yfir um tafarlaust. Var það auðsótt, en þó var einstaka maður, sem talaði um að skreppa heirn fyrst og láta vita, hvað af sér yrði. Eg sagði þeim, að það dygði ekki, og þeir fóru. Þeim, sem vantaði skóflur, vísaði eg í verzlun, sem eg vissi að hafði snjóskóflur; þeir skyldu bara taka þær og hraða sér sem rnest þeir gætu. Allir brugðust vel við, og að tíu mínútum liðnum voru tólf röskir menn komnir af stað yfir um. Eg og Gunnlaugur Þorfinnsson fórum síðastir. Eg var illa fær til göngunnar, því að eins og eg gat um áður, var eg haltur. Færðin var afskaplega slæm, og sóttist okkur því seint; svo var ekki um ann- að að gera en að ganga fram fyrir og eftir veginum, því að mýrarnar voru einn krapaelgur og ófærar. Sjáv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.