Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 37

Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 37
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 35 j. Missögn við nr. 7, bls. 15 hér að framan. Sumar sagnir segja, að á yngri árum séra Magnúsar, þá er hann var í Eyjafirði, hafi hann verið fjörmikill og nokkuð kerskinn, og að maður nokkur, sem Brandur hét og þá var í firðinum, en flutti síðar vestur að Kot- um í Norðurárdal, og Magnús hafi átt í glettum, en Brandur var þungur í skapi, heiftrækinn og talinn fjölkunnugur. Brandur þóttist verða undir í þeim við- skiptum og heitaðist við Magnús. Nokkru síðar, þá er Magnús vaknaði nótt eina og vildi taka næturgagn sitt, var haldið í það á móti honurn, og náði hann því ekki fyrr en liann hafði kveðið vísur þessar: Hversu sem eg ungur er, ekki verð eg hissa. Slepptu, fjandi, og fáðu mér, fyrst eg þarf að pissa. Þú hefur ekki að gjöra hér grand, guð því hjá mér stendur; farðu aftur og finndu hann Brand, fyrst frá honum ertu sendur. Sagt er, að Brandur hafi dáið snögglega sömu nótt- ina, eins og áður er sagt. k. Forspá séra Magnúsar. Það var eitt sinn eftir embættisgjörð að Tjörn, að nokkur börn voru að leik þar á hlaðinu, og meðal þeirra Sigríður, dóttir séra Magnúsar. Prestur gekk þar nærri, leit til þeirra og sá, að Sigríður hafði yfirlrönd- ina yfir dreng einum og lék liann hart nokkuð. Sagði þá prestur við hana: „Þú átt ekki að vera svona harð- leikin við mannsefnið þitt, Sigga mín.“ — Þetta rættist. Sigríður giftist piltinum löngu síðar. 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.