Gríma - 01.09.1943, Page 37

Gríma - 01.09.1943, Page 37
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 35 j. Missögn við nr. 7, bls. 15 hér að framan. Sumar sagnir segja, að á yngri árum séra Magnúsar, þá er hann var í Eyjafirði, hafi hann verið fjörmikill og nokkuð kerskinn, og að maður nokkur, sem Brandur hét og þá var í firðinum, en flutti síðar vestur að Kot- um í Norðurárdal, og Magnús hafi átt í glettum, en Brandur var þungur í skapi, heiftrækinn og talinn fjölkunnugur. Brandur þóttist verða undir í þeim við- skiptum og heitaðist við Magnús. Nokkru síðar, þá er Magnús vaknaði nótt eina og vildi taka næturgagn sitt, var haldið í það á móti honurn, og náði hann því ekki fyrr en liann hafði kveðið vísur þessar: Hversu sem eg ungur er, ekki verð eg hissa. Slepptu, fjandi, og fáðu mér, fyrst eg þarf að pissa. Þú hefur ekki að gjöra hér grand, guð því hjá mér stendur; farðu aftur og finndu hann Brand, fyrst frá honum ertu sendur. Sagt er, að Brandur hafi dáið snögglega sömu nótt- ina, eins og áður er sagt. k. Forspá séra Magnúsar. Það var eitt sinn eftir embættisgjörð að Tjörn, að nokkur börn voru að leik þar á hlaðinu, og meðal þeirra Sigríður, dóttir séra Magnúsar. Prestur gekk þar nærri, leit til þeirra og sá, að Sigríður hafði yfirlrönd- ina yfir dreng einum og lék liann hart nokkuð. Sagði þá prestur við hana: „Þú átt ekki að vera svona harð- leikin við mannsefnið þitt, Sigga mín.“ — Þetta rættist. Sigríður giftist piltinum löngu síðar. 3*

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.