Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 9

Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 9
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 7 fiskifanga, og komu þeir ekki heim fyrr en um nóttina, en sunnudagsmorguninn, þá er prestur kom að em- bætta, var bóndi ennþá eitthvað að hagræða afla sín- um, og er mælt, að hann hafi verið að rífa upp ýsu- hausa. Þá sagði prestur við hann: „Varaðu þig á horn- grýtis ýsuhausunum þínum, Jón.“ — „Já, karl minn,“ sagði Jón, — það var orðtak hans, — „vara þú þig, þeg- ar þú ríður honurn Skjóna,“ — það var brúnskjóttur foli, fjörugur vel, sem prestur reið. —En áður en bóndi hætti við hausana, stakk hann beini í fingur sinn úr þeim, svo að hann bar æ síðan fingurinn krepptan. En snemma næsta vetur messaði prestur að Urðum sem oftar, og syrti þá að með hríðardimmu, er hann fór heimleiðis um kvöldið, og hafði þá skeflt yfir, þar sem hættur voru. Prestur hleypti þá Skjóna sínum ofan í fen eitt, eigi alllangt frá Tjörn, og gat eigi bjargað lionum, en var hætt kominn sjálfur, því að þar var hyl- dýpi undir, en hann einn saman. Voru báðir þeir Jón þar getspakir. d. Finnur, Valgerður og séra Magnús. Finnur hét maður. Hann bjó á bæ þeim, er Hjalta- staðir heita. Þeir eru í utanverðum Skíðadal að austan- verðu. — Finnur var álitinn fjölkynngismaður og illa þokkaður af mörgum, bæði fyrir kvennafar og aðra fúlmennsku. — Svo bar við haust eitt, að Finnur var við sjóróðra inni á Árskógsströnd og hélt til á bæ þeim, er Selá heitir. Þar bjó bóndi sá, er átti dóttur gjafvaxta og mannvænlega. Hún var einbirni, og unni faðirinn henni mjög. Bóndi tekur eftir því um haustið, að Finn- ur fer að leggja ástarhug á dóttur hans, og þá er á líður haustið, ágjörðist það heldur. — Bóndi átti nú tal um þetta við Finn og í fyrstu með vægum orðum, að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.