Gríma - 01.09.1943, Side 9

Gríma - 01.09.1943, Side 9
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 7 fiskifanga, og komu þeir ekki heim fyrr en um nóttina, en sunnudagsmorguninn, þá er prestur kom að em- bætta, var bóndi ennþá eitthvað að hagræða afla sín- um, og er mælt, að hann hafi verið að rífa upp ýsu- hausa. Þá sagði prestur við hann: „Varaðu þig á horn- grýtis ýsuhausunum þínum, Jón.“ — „Já, karl minn,“ sagði Jón, — það var orðtak hans, — „vara þú þig, þeg- ar þú ríður honurn Skjóna,“ — það var brúnskjóttur foli, fjörugur vel, sem prestur reið. —En áður en bóndi hætti við hausana, stakk hann beini í fingur sinn úr þeim, svo að hann bar æ síðan fingurinn krepptan. En snemma næsta vetur messaði prestur að Urðum sem oftar, og syrti þá að með hríðardimmu, er hann fór heimleiðis um kvöldið, og hafði þá skeflt yfir, þar sem hættur voru. Prestur hleypti þá Skjóna sínum ofan í fen eitt, eigi alllangt frá Tjörn, og gat eigi bjargað lionum, en var hætt kominn sjálfur, því að þar var hyl- dýpi undir, en hann einn saman. Voru báðir þeir Jón þar getspakir. d. Finnur, Valgerður og séra Magnús. Finnur hét maður. Hann bjó á bæ þeim, er Hjalta- staðir heita. Þeir eru í utanverðum Skíðadal að austan- verðu. — Finnur var álitinn fjölkynngismaður og illa þokkaður af mörgum, bæði fyrir kvennafar og aðra fúlmennsku. — Svo bar við haust eitt, að Finnur var við sjóróðra inni á Árskógsströnd og hélt til á bæ þeim, er Selá heitir. Þar bjó bóndi sá, er átti dóttur gjafvaxta og mannvænlega. Hún var einbirni, og unni faðirinn henni mjög. Bóndi tekur eftir því um haustið, að Finn- ur fer að leggja ástarhug á dóttur hans, og þá er á líður haustið, ágjörðist það heldur. — Bóndi átti nú tal um þetta við Finn og í fyrstu með vægum orðum, að hann

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.