Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 68

Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 68
66 SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR [Grima í gættinni og teygir efra búkinn inn á milli stafs og hurðar. Eg brá við hart og snaraðist fram úr rúminu. Konan mín vaknaði við það og spurði mig, hvað á gengi, en eg snaraðist fram í dyrnar á eftir stelpunni, sem hörfaði undan mér fram ganginn og hvarf. Var fremri hurðin enn lokuð, og var sem stelpan hyrfi fram í gegnum hana. Eg læsti svo innri hurðinni og fór aftur upp í rúmið. — Ekki sá eg sveðjuna í hendi stelpunnar í þetta sinn. Eg sagði konu minni enn sem fyrr, að þetta hefði verið kötturinn, en hún kvað sér hafa sýnzt, að einhver manneskja væri í dyrunum. Við sofnuðum svo og sváfum til morguns án þess að verða fleira vör. Næsti bær suður og yfir frá Fjósum eru Skeggstað- ir, og rennur áin í milli bæjanna. Þar bjuggu þá Sig- valdi Bjarnason og kona hans, Hólmfríður Bjarnar- dóttir. Sigvaldi var bróðursonur séra Arnljóts á Bæg- isá og síðar á Sauðanesi í Þistilfirði. — Móðir Hólm- fríðar húsfreyju var Margrét frá Stafni í Svartárdal, orðlögð gáfukona. Var Skeggstaða-heimilið talið hið mesta fyrirmyndar-heimili og rómað fyrir rausn, myndarskap og glaðværð. Vinnumaður var á Fjósum, er Stefán hét. Hann kom inn á jóladagsmorguninn og sagði heimafólki frá því, að kallað hefði verið frá Skeggstöðum yfir ána og beðið um, ef hægt væri, að einn eða tveir menn frá Fjósum kæmu þangað yfir um. Fórum við Stefán þangað. Hafði verið kallað til þess að fá hjálp til að koma þangað brúnskjóttum hesti, mesta dugnaðargrip, sem Sigvaldi bóndi átti, en hesturinn hafði fundizt mjög illa skorinn á fæti all- langt fyrir framan bæinn á aðfangadagskvöldið; var hann svo alvarlega slasaður, að mannafla þurfti til þess að koma honum heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.