Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 42

Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 42
40 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI [Gríma far, sem þar stóð á landi, brotið, og þilskipin, sem stað- ið hafa þar í mörg ár skorðuð á landi, þau liggja nú öll á hliðinni og sum þeirra þversum. Og tvö þilskip, sem lágu við Goos-bryggjuna, eru bæði mjög brotin, og annað þeirra kastaðist hálfgert upp á bryggjuna.“ Þegar Kristinn hafði lýst þessu umróti fyrir okkur, var sem skýla félli frá augum mínum, og eg sagði strax: „Hér er engum blöðum um að fletta, — það hefur hlaupið snjóflóð hinum megin fjarðarins, og þangað þarf að fara strax.“ Eg gekk svo strax frá mönnunum, sem sett hafði hljóða við orð mín, og flýtti mér allt hvað eg gat niður í bæinn á fund hreppstjórans. Guðmundur Hafliðason, síðar hafnarvörður á Siglu- firði, var þá settur hreppstjóri Hvanneyrarhrepps. Siglufjörður hafði þá að vísu fengið bæjarréttindi fyr- ir tæpu ári, en þau voru þá enn ekki komin til fram- kvæmda. Eg fór beint á fund Guðmundar og tjáði honum hugboð mitt. Hann hafði þá fengið fregnir af skemmdunum niðri á Eyrinni og var mér sammála um það, að þær gætu varla af öðru stafað en flóð- bylgju undan snjóflóði. Við lögðumst svo á eitt, að fá menn til þess að fara yfir fjörðinn og vita, hvað kynni að hafa orðið þar að. Það gekk greiðlega, og eftir litla stund voru 12—L5 röskir menn lagðir af stað undir forustu Guðmundar heitins Skarphéðinssonar skóla- stjóra. — Allir bæjarbúar voru strax uggandi um, að slys hefði orðið á fólki, því að menn vissu af frásögn- um gamals fólks, að snjóflóð hafði fyrir 80 árum hlaup- ið úr Staðarhólsfjalli, einmitt þar, sem nú stóð síldar- verksmiðja Evangers.1) í húsum, sem stóðu þar rétt i) Hafliði hreppstjóri Guðmundsson hafði sagt mér frá snjóflóði þessu og hafði hann þær sagnir eftir gömlu fólki hér í Siglufirði, er hann kom hingað um 1880. Mig minnir einnig fastlega, að hann að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.