Gríma - 01.09.1943, Side 42

Gríma - 01.09.1943, Side 42
40 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI [Gríma far, sem þar stóð á landi, brotið, og þilskipin, sem stað- ið hafa þar í mörg ár skorðuð á landi, þau liggja nú öll á hliðinni og sum þeirra þversum. Og tvö þilskip, sem lágu við Goos-bryggjuna, eru bæði mjög brotin, og annað þeirra kastaðist hálfgert upp á bryggjuna.“ Þegar Kristinn hafði lýst þessu umróti fyrir okkur, var sem skýla félli frá augum mínum, og eg sagði strax: „Hér er engum blöðum um að fletta, — það hefur hlaupið snjóflóð hinum megin fjarðarins, og þangað þarf að fara strax.“ Eg gekk svo strax frá mönnunum, sem sett hafði hljóða við orð mín, og flýtti mér allt hvað eg gat niður í bæinn á fund hreppstjórans. Guðmundur Hafliðason, síðar hafnarvörður á Siglu- firði, var þá settur hreppstjóri Hvanneyrarhrepps. Siglufjörður hafði þá að vísu fengið bæjarréttindi fyr- ir tæpu ári, en þau voru þá enn ekki komin til fram- kvæmda. Eg fór beint á fund Guðmundar og tjáði honum hugboð mitt. Hann hafði þá fengið fregnir af skemmdunum niðri á Eyrinni og var mér sammála um það, að þær gætu varla af öðru stafað en flóð- bylgju undan snjóflóði. Við lögðumst svo á eitt, að fá menn til þess að fara yfir fjörðinn og vita, hvað kynni að hafa orðið þar að. Það gekk greiðlega, og eftir litla stund voru 12—L5 röskir menn lagðir af stað undir forustu Guðmundar heitins Skarphéðinssonar skóla- stjóra. — Allir bæjarbúar voru strax uggandi um, að slys hefði orðið á fólki, því að menn vissu af frásögn- um gamals fólks, að snjóflóð hafði fyrir 80 árum hlaup- ið úr Staðarhólsfjalli, einmitt þar, sem nú stóð síldar- verksmiðja Evangers.1) í húsum, sem stóðu þar rétt i) Hafliði hreppstjóri Guðmundsson hafði sagt mér frá snjóflóði þessu og hafði hann þær sagnir eftir gömlu fólki hér í Siglufirði, er hann kom hingað um 1880. Mig minnir einnig fastlega, að hann að-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.