Bændablaðið - 28.01.2016, Side 1

Bændablaðið - 28.01.2016, Side 1
2. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 28. janúar ▯ Blað nr. 459 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Tólf þúsund lífrænt vottaðar hænur í nýju vottuðu eggjabúi Nesbús í Miklholtshelli í Flóahreppi: Hænurnar ganga frjálsar úti í Flóanum Eggjabúið Nesbú á Vatnsleysu- strönd fékk á mánudaginn líf- ræna vottun frá Vottunarstofunni Túni fyrir glænýtt varphænsna- bú fyrirtækisins í Miklholtshelli í Flóahreppi. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og viðurkenning sem fyrirtækið er mjög stolt af, við höfum lengi unnið að þessu og nú er vottunin komin í hús, skjalfest með undir- skrift sem fer í ramma og upp á vegg,“ segir Stefán Símonarson, framkvæmdastjóri hænsnabúsins Nesbús á Vatnsleysuströnd, sem á einnig hænsnabúið í Miklholtshelli í Flóahreppi skammt austan við Selfoss. Glænýtt lífrænt bú Í búinu, sem er splunkunýtt, eru tólf þúsund lífrænar varphænur sem gefa frá sér lífræn egg. „Við erum fyrsta alvöru búið á Íslandi sem fáum vottun sem þessa, það eru jú áttatíu hænur á Sólheimum og Skaftholti sem eru með svona vottun en ekkert svona risabú eins og okkar,“ segir Stefán. Stór áfangi fyrir landsmenn „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Nesbú og neytendur í landinu, nú geta þeir valið sér lífræn egg úti í búð, þetta er stór áfangi í okkar starfi og vil ég nota tækifærið og óska landsmönnum til hamingju með þennan merkilega áfanga, þetta er í rauninni stórviðburður á lífrænum mælikvarða,“ segir Gunnar Ágúst Gunnarsson, framkvæmdastjóri Túns. Nesbú er með um 80 þúsund varphænur. Hefur vöxtur fyrirtækis- ins verið mjög mikill síðustu ár enda starfsmennirnir orðnir um þrjátíu. „Já, reksturinn gengur mjög vel, það er mikil sala í eggjum, ekki síst með auknum ferðamannastraumi til landsins. Nú verður bara spennandi að sjá hvernig neytendur taka nýju lífrænu eggjunum okkar. Þetta er tilraun sem við erum að gera sem við vonum að sjálfsögðu að muni heppnast mjög vel,“ segir Stefán, framkvæmdastjóri Nesbús. Hver landsmaður neytir að meðaltali um tíu kíló af eggjum á ári. /MHH Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar 26 Stefán Símonarson, framkvæmdastjóri hænsnabúsins Nesbús á Vatnsleysuströnd, heldur hér á lífræna vottunarskjalinu frá Túni. Með honum eru Gunnar Ágúst Gunnarsson og Rannveig Guð- leifsdóttir, verkefnisstjóri lífrænnar ræktunar hjá Túni. Á innfelldu myndinni eru nokkrar hamingjusamar lífrænar hænur að viðra sig úti við nýja eggjabúið. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Vífill Karlsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur gert mat á áhrifum nýgerðra tollasamninga Íslands við Evrópusambandið á afkomu íslenskra bænda. Samkvæmt úttektinni mun þetta að meðaltali geta valdið allt að 16% tekjulækk- un hjá íslenskum bændum. Skrifað var undir samningsdrögin 17. september 2015. Samningurinn eykur innflutningskvóta á kjöti, unnum kjötvörum og ostum verulega frá því sem verið hefur. Kvótarnir eru að aukast um 180–400% og fer það eftir kjöttegundum. Er þessi aukn- ing reyndar meiri ef unnar kjötvörur væru reiknaðar niður á kjöttegund. Þar verður langmesta aukningin á kvóta. Var kvótinn 150 tonn en verð- ur samkvæmt tollasamningnum 750 tonn. Er það 400% aukning. Vífill Karlsson segir þó í úttekt sinni fyrir BÍ að það sé ekki hægt að reikna áhrifin á unnu kjötvörurnar þarna inn í vegna skorts á fyrirliggj- andi upplýsingum um skiptingu á milli tegunda. Hins vegar var inn- flutningur nokkuð meiri en heildar- kvótar árið 2014 og var svo einnig á nýliðnu ári. Tollfrjálsir kvótar vegna innflutnings á nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti aukast einnig veru- lega. Talið er að neikvæð áhrif þess verði einna mest í svína- og alifugla- ræktinni. Veruleg kostnaðaraukning vegna nýrrar aðbúnaðarreglugerðar Auk neikvæðra tekjuáhrifa af niður- fellingu tolla þurfa bændur nú að takast á við verulegan kostnað- arauka vegna nýrrar aðbúnaðar- reglugerðar er varðar dýravelferð. Þar er þó gefinn aðlögunartími, misjafnlega langur eftir greinum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur metið að sá kostnaður í svínaræktinni geti numið allt að 2,7 milljörðum króna. Þar til viðbótar er reiknað með framleiðslutapi vegna breytinga sem geti numið allt að 700 milljónum króna. Í eggjaframleiðslunni áætlar RML að leggja þurfi út í kostnað sem nemur allt að 1,8 milljörðum króna. Í kjúklingaræktinni gerir reglu- gerðin ráð fyrir auknu rými fyrir fuglana. Það þýðir, miðað við núverandi húsakost, að fækka verður fuglum um 25%. Á árinu 2014 voru framleidd 8.000 tonn af kjúklingakjöti á Íslandi. Innleiðing reglugerðarinnar þýðir þá að það vantar húspláss fyrir framleiðslu á 2.000 kjúklingum til að framleiðslan haldist óbreytt. Því þarf að ráðast í nýbyggingar upp á 1,3 til 2 milljarða króna bara til að halda í horfinu, eða að sætta sig við tekjutap upp á 1,2 milljarða króna á ári. RML hefur einnig metið kostn- aðarauka vegna hýsingar á hrossum og stækkunar á stíum. Þetta þýðir viðbótarkostnað fyrir hrossabændur upp á nærri 530 milljónir króna. /HKr. − sjá nánar á bls. 4 Mat á samningi Íslands og ESB um tollfrjálsa innflutningskvóta á landbúnaðarvörum sem aukast allt að 400%: Mun mögulega skerða tekjur bænda um 0,5 til 16% − tekjuskerðing verður í öllum greinum og við það bætist verulegur kostnaður vegna nýrrar aðbúnaðarreglugerðar dýra 18 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 32–33

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.