Bændablaðið - 28.01.2016, Side 18

Bændablaðið - 28.01.2016, Side 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Alls voru 1.360 hross flutt frá Íslandi á árinu 2015. Reynast þau nokkuð fleiri en þau hross er fóru utan árlega á síðustu fimm árum. Hlutfall hrossa með fyrstu verð- laun í kynbótadómi hefur einnig hækkað. Hrossin 1.360 fóru víða um heim og voru send til 18 landa, samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók Íslenska hestsins. Líkt og fyrri ár fóru lang- flest hrossin til Þýskalands, 529 tals- ins, 219 hross fóru til Svíþjóðar og 165 til Danmerkur. Þá fóru 94 hross til Sviss, sem virðist vera stækkandi markaður, og 75 til Austurríkis sem er minni fjöldi en undanfarin ár. Noregsmarkaður hefur dregist jafnt og þétt saman en 59 hross fóru þangað árið 2015 sem er töluvert lægra en á árunum 2005–2010 þegar yfir 100 hross fóru þangað á ári. Hins vegar virð- ast markaðir fyrir íslensk hross vera að glæðast í Finnlandi eftir nokkra lægð, 50 hross fóru þangað árið 2015 sem er mesti fjöldi sem sést hefur síðan 2009. Af minni mörkuðum sem glædd- ust á árinu má nefna að tíu hross fóru til Grænlands, tíu til Bretlands, 22 til Frakklands og 16 til Belgíu. Alls yfirgáfu 233 stóðhestar landið, 661 hryssa og 466 geldingar. Gæðahross í nýjum heimkynnum Af þeim hrossum sem yfirgáfu Ísland höfðu 111 hross hlotið fyrstu verð- launa kynbótadóm. Þetta reynist vera 8,2% af útfluttum hrossum ársins og er hækkunin töluverð miðað við fyrri ár. Frá árunum 2005 til 2010 var hlutfallið undir 5%. Á árunum eftir það fór hlutfallið að hækka jafnt og þétt frá 5,5% árið 2011 í 6,5% árið 2014. Hæst dæmda útflutta hross ársins er Glóðafeykir frá Halakoti sem hlaut 8,75 í aðaleinkunn. Hann fór til Frakklands. Af öðrum hátt dæmdum stóðhestum má nefna Blæ frá Miðsitju (ae. 8,64) sem fór til Danmerkur, Andvara frá Auðsholtshjáleigu (ae. 8,61) sem fór til Þýskalands, Þröst frá Hvammi (ae. 8,59) sem fór til Bandaríkjanna og Sleipnisbikarhafann frá Landsmóti 2014, Vilmund frá Feti (ae. 8,56), en hann fór til Þýskalands. Hæst dæmda útflutta hryssa ársins er Garún frá Árbæ en hún hlaut 8,62 í aðaleinkunn þegar hún sigraði flokk 6 vetra hryssa á Heimsleikum íslenska hestsins í Danmörku. Ný heimkynni hennar eru í Noregi. HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Hlutfall útfluttra 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki: Fleiri hross fara út 2015 2005–2015 Þýskaland 529 4562 Svíþjóð 219 2956 Danmörk 165 2675 Sviss 94 935 Austurríki 75 735 Noregur 59 982 Finnland 50 832 Holland 44 355 USA 39 493 Frakkland 22 143 10 stærstu kaupendur íslenskra hrossa erlendis Fjöldi útfluttra hrossa Hlutfall hrossa með 1. verðlaun 2005 1501 4,2% 2006 1360 4,0% 2007 1496 3,7% 2008 1776 3,8% 2009 1587 4,4% 2010 1158 4,4% 2011 1136 5,5% 2012 1333 6,3% 2013 1236 6,4% 2014 1269 6,5% 2015 1360 8,2% Nafn Uppruni Aðaleinkunn Útflutningsland Glóðafeykir Halakoti 8.75 FR Blær Miðsitju 8.64 DK Andvari Auðsholtshjáleigu 8.61 DE Þröstur Hvammi 8.59 US Garún Árbæ 8.58 NO Vilmundur Feti 8.56 DE Kappi Kommu 8.51 DK Bylur Breiðholti, Gbr. 8.50 NO Klettur Hvammi 8.49 DE Glitnir Eikarbrekku 8.48 SE Tinni Kjarri 8.45 DE Ás Ármóti 8.45 NL Þráður Þúfu í Landeyjum 8.44 NO Borgar Strandarhjáleigu 8.44 DE Lektor Ytra-Dalsgerði 8.42 AT Ríkey Flekkudal 8.40 DK Kapall Kommu 8.40 DK Stjörnustæll Dalvík 8.40 NO Geisli Svanavatni 8.40 DK Roði Garði 8.39 SE 20 hæst dæmdu útflutningshross ársins 2015 Sex hlutu styrk úr Stofnverndarsjóði Fagráð í hrossarækt afgreiddi fyrir jól umsóknir í Stofnverndarsjóð árið 2015. Átta umsóknir bár- ust í sjóðinn en til úthlutunar voru 13.300.000 krónur. Sex verkefni hlutu styrk. Hæstan styrk hlaut þýðing á prentun á Knapamerkjabókum, 6.800.000 krónur. Þróun á kynbóta- mati íslenska hestsins hlaut 2.000.000 kr., Snjalltæknivæðing WorldFengs.com fékk einnig 2.000.000 kr. Erfðarannsóknir á drómasýki í íslenska hestinun fékk 1.500.000 kr. og rannsóknir á áhrifum holdarstigs íslenskra hesta á efnaskipti, þrek, jafnvægi í hreyfingum og endurheimt hlaut 1.500.000 kr. Þá var könnun á mati á eiginleikanum vilji og geðslag í kynbótadómi í íslenskri hrossa- rækt styrkt um 150.000 kr. Tilgangur Stofnverndarsjóðs íslenska hestsins er að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/ eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans, samkvæmt reglu- gerð. Glóðafeykir frá Halakoti er hæst dæmda hross ársins. Hann fór sem fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramótið í Danmörku en ný heimkynni hans eru í Frakk- landi. Hér fagna Glóðafeykir og Einar Öder Magnússon Landsmótssigri í Blær frá Miðsitju hlaut sinn hæsta dóm í sumar, 8,64, en fór síðan til Danmerkur þar sem stefnt er með hann á keppni. Mynd / Jón Björnsson hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.