Bændablaðið - 28.01.2016, Page 49

Bændablaðið - 28.01.2016, Page 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Lambhúshetta og vettlingar HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Stærð: 2-4 (6-8) ára. Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónar nr. 3 og 3,5 Prjónfesta: 22 lykkjur á prjóna nr. 3,5 í sléttu prjóni með munstri = 10 cm á breiddina. Garn: Navia Duo. Fæst hjá Handverkskúnst, www. garn.is. - Blá húfa: blár nr. 212, ljósblár nr. 211, grænn nr. 217. 1 dokka af hverjum lit - Bleik húfa: Bleikur nr. 215 , appelsínugulur nr. 230 , fjólublár nr. 219. 1 dokka af hverjum lit. Húfa: Fitjið upp 90 (102) lykkjur á hringprjón nr. 3 með grænu/fjólubláu, tengið í hring og prjónið 13 umf. slétt, 1 umf. brugðið og síðan 13 umf. slétt. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3,5 og prjónið samkvæmt munstri. Þegar komnir eru 4,5 cm í munstri skiptir þú húfunni í miðju að framan og er nú prjónað fram og til baka það sem eftir er. Fellið af í byrjun hverrar umferð- ar: 5,2,1,1,1,1 (5,2,2,1,1,1,1,1,1) lykkjur = 68 (72) lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram munstur þar til húfan mælist 28 (32) cm. Skiptið þá lykkjunum jafnt á 2 prjóna og lykkið saman eða prjónið saman frá röngunni og fellið af um leið. Prjónið upp með hringprjón nr. 3 og grænu/fjólubláu 80 (88) lykkjur í kringum opið á húfunni. Prjónið í hring stroff, 1 sl og 1 br 26 umf. fellið laust af. Brjótið kantinn inn og saumið niður á röngunni. Brjótið kant- inn neðst á húfunni að röngu og saumið. Vettlingar: Fitjið upp 30 (36) lykkjur með grænu/fjólubláu á sokkaprjóna nr. 3, tengið í hring og prjónið stroff 1 sl. og 1 br. 20 umf. en aukið út um 6 lykkjur í síðustu umf. = 36(42) l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3,5 og prjónið munstur. Þegar prjónaðir hafa verið 3 (4) cm. af munstri er komið að þumli. Prjónið 7 (9) lykkjur með aukaþræði í öðrum lit, flytjið lykkjurnar síðan aftur á vinstri prjón og prjónið áfram munstur þar til vettlingur (ekki mæla stroff með) mælist ca. 8 (9) cm. (endið helst með heilu munstri). Haldið áfram með bláu/bleiku og prjónið 2 og 2 l sl. saman út umf. Klippið þráðinn og dragið bandið í gegnum lykkjurnar. Þumall: takið upp lykkjurnar sem þið prjónuðuð á aukaþráðinn, á sokkaprjóna nr. 3, samtals 14 (18) lykkjur. Prjónið slétt með grænu/fjólubláu þar til þumallinn mælist 4 (5) cm. Prjónið næstu umf. 2 og 2 l sl. saman, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar. Gangið frá endum, þvoið flíkurnar skv. þvottaleið- beiningum og leggið til þerris. Hönnun: Sára Mrdalo Þýtt með leyfi frá Navia af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttir. © Handverkskúnst 2016 www.garn.is – sala@garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 4 8 2 7 5 6 1 3 8 1 8 7 9 2 6 5 3 5 7 1 6 8 9 8 4 9 2 6 3 9 4 6 1 5 2 7 3 8 9 Þyngst 4 5 8 6 1 2 3 4 3 9 6 7 7 9 5 4 1 6 3 2 9 8 2 1 7 8 2 4 5 2 3 1 8 6 9 7 3 1 9 1 3 2 5 7 8 9 6 6 8 1 7 2 7 7 4 2 8 3 8 7 4 9 6 4 6 8 5 7 4 2 4 1 5 3 8 9 7 6 8 2 1 4 9 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Spilar á gítar með Spilastokkunum Jón Björn er tólf ára nemandi í Kleppjárnsreykjaskóla. Hann spilar á gítar í hljómsveit ásamt nokkrum vinum sínum sem þeir kalla Spilastokkarnir. Jón á líka nokkrar kindur sem hann sinnir á hverjum degi. Nafn: Jón Björn Blöndal. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Jaðri í Bæjarsveit. Skóli: Kleppjárnsreykjaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Íþróttir, smíði og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ég á nokkrar kindur sem ég fer til á hverjum degi til að gefa. Kindurnar eru í uppá- haldi hjá mér. Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með brúnuðum kartöflum, rifsberjahlaupi og brúnni sósu. Uppáhaldshljómsveit: Spila- stokkarnir. Uppáhaldskvikmynd: Mér finnst gaman að horfa á íþróttaleiki t.d. körfu- bolta-, fótbolta- og handboltaleiki. Fyrsta minning þín? Þegar ég var á Tenerife. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi körfubolta, spila á gítar og spila með hljómsveitinni Spilastokkarnir með nokkrum vinum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða bóndi og körfuboltamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Klöngrast í klettunum sem heita Tökin í Aðalvík. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að vera stressaður. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í útilegu í Flókalund í góðu veðri og fór líka til Englands með fjölskyldunni. Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma 511 5090 www.einarben.is ELDVARNIR BORGA SIG Yfirvöld setja ákveðnar reglur um bruna- varnir og slökkvibúnað í byggingum. Til dæmis eru kröfur um reykskynjara og slökkvibúnað í íbúðarhúsnæði. Hvað getur þú gert sem bóndi til þess að lágmarka áhættu af sökum elds á þínu býli? ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.