Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 1
17. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 7. september ▯ Blað nr. 498 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður fjárlaganefndar Alþingis um tillögur til lausnar á vanda sauðfjárbænda: Óttast að skörð verði höggvin í byggðirnar – Tillögur ráðherra hvetji helst yngra fólk til að hætta búskap og erfitt geti reynst að vinna úr fram komnum hugmyndum Formaður Landssamtaka sauðfjár bænda segir tillögur ráðherra um lausn á vanda sauð- fjárbænda ekki taka heildstætt á vandanum og óttast að stærri bú og yngri bændur muni einna helst taka tilboðinu og bregða búi. Oddný Steina Valsdóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda, segir að lausnin sem landbúnaðarráðherra leggi til taki ekki á vandanum heildstætt. „Í tillögu ráðherra vantar alveg að það sé tekið á núverandi niður- sveiflu á markaði. Umframmagnið á markaði núna er um 20% vegna þess að það hefur lokast á markaði erlendis, meðal annars í Noregi, Rússlandi og Spáni.“ Óttast að yngri sauðfjárbændur bregði búi Þegar Oddný er spurð hvort hún hafi heyrt hljóðið í sauðfjárbænd- um, hvað þeir segi um tillögur og hvort þeir ætli að taka tilboði landbúnaðarráðherra, svarar hún að stutt sé síðan að tillögur ráðherra voru gefnar út. „Ég geri mér því ekki enn grein fyrir því hvernig bændur ætla að bregðast við. Í tillögunum er mikill hvati fyrir að sauðfjárbændur hætti búskap en minni hvati til að þeir fækki fé sem er á allan hátt samfélagslega betra. Þrátt fyrir að erfitt sé að ráða í stöðuna og spá í framtíðina óttast ég að það verði einna helst yngri bændur og stærri bú sem koma til með að taka tilboðinu og hætti sauðfjárbúskap.“ Erfitt að vinna úr hugmyndum ráðherra Haraldur Benediktsson, alþingis- maður og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að vandi verði að vinna úr hugmyndum ráðherra varðandi lausn á vanda sauðfjárbænda. „Fyrstu viðbrögð mín eru að mér finnst mestu máli skipta hvern- ig við ætlum að bæta afkomu sauð- fjárbænda til lengri tíma. Auðvitað stóð aldrei annað til en að bregðast við þeim forsendubresti sem sauð- fjárrækt hefur orðið fyrir.“ Hefði átt að draga sláturleyfishafa að borðinu líka „Ég sakna þess að sláturleyfishafar séu ekki á einhvern hátt dregnir að þessu borði með markvissum hætti. Búinn verði til eðlilegur grunnur fyrir þá til að starfa saman á erlend- um mörkuðum. Einnig að stuðla að áframhaldandi hagræðingu í sláturhúsageiranum ásamt rann- sókna- og þróunarstarfi sem eykur virði sauðfjárafurða. Ekkert skiptir meira máli en að takist að hækka aftur afurðaverð í haust. Ég verð að segja að mér finnst sú gríðar- lega lækkun á afurðaverði sem hefur verið kynnt ekki hafa verið útskýrð. Hefði tíminn verið nýttur hefði verið hægt að ná mikilli hag- ræðingu strax á þessu ári.“ Ekki meiri eyðibýlastefnu „Alþingismenn hafa fengið margar ályktanir sveitarstjórna úti um allt land. Þær hafa áhyggjur af þróun byggðar vegna ástandsins í sauð- fjárræktinni. Ég óttast þessa fækk- unarumræðu sem komin er í gang. Það verður mikið vandaverk að útfæra þetta tilboð sem fram kemur í tillögum ráðherra um starfslok sauð- fjárbænda. Ég hefði mun frekar vilj- að sjá tilboð um tímabundna fækkun fjár,“ segir Haraldur. Hann segist þó ekkert vilja úti- loka starfslok einhverra bænda, en á þeim grunni þurfi þó að reisa einhvern rekstur á jörðunum til framtíðar. „Í sjálfu sér skiptir samfélögin ekki öllu máli hvort menn búa með sauðfé á jörðunum eða stunda þar annan verðmætaskapandi rekstur. Ég vil ekki meiri eyðibýlastefnu. Það var ekki það sem sveitarstjórnir voru að kalla eftir með ályktunum sínum.“ /HKr. /VH – Sjá nánar á bls. 2 Framtíðin býr í fræjunum 26 Þetta fé var við Mjóavatn á Auðkúluheiði þegar blaðamaður Bændablaðsins heilsaði upp á það í sumar. Hafði það greinilega nóg að bíta og brenna og lömbin voru vel haldin. Ólíklegt er þó að pyngjur bænda sem eiga féð bólgni mikið af þeim afrakstri þegar afurðirnar verða gerðar upp í haust. Mynd / HKr. Haraldur Benediksson.Oddný Steina Valsdóttir. Hreindýraveiðarnar ganga vel 16 Mannbætandi félagslandbúnaður 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.