Bændablaðið - 07.09.2017, Qupperneq 22

Bændablaðið - 07.09.2017, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Söluhús handverkshópsins Heimöx hefur verið fært að Gljúfrastofu í Ásbyrgi, sem er upplýsinga- miðstöð Vatnajökulþjóðgarðs í Jökulsár gljúfrum. Heimöx var stofnað þann 29. febrúar 1992 af athafnakonum í Núpasveit, við Öxarfjörð og í Kelduhverfi, sem vildu koma hand- verki sínu á framfæri og auka með því atvinnumöguleika í héraðinu. Handverkshópurinn var lengi með söluhús skammt frá versluninni í Ásbyrgi. Hópinn skipa nú 30 manns frá fjórum þjóðlöndum sem allir eru búsettir á svæðinu, eða hafa mjög sterka tengingu við svæðið. Í sumar hefur söluhús Heimaxar verið opið alla daga frá kl. 11–18. Söluhús hjá Heimöx flutt á nýjan stað - Myndir / Árdís Jónsdóttir Mikill uppgangur matjurtaræktunar í þéttbýli: Mannbætandi félagslandbúnaður Sigurður Unuson er ræktandi í Seljagarði, sameiginlegum matjurtagarði í Breiðholti. Þar stunda um 20 Breiðhyltingar saman matjurtaræktun á sínum leigureitum. Sigurður heillast af hugmyndum um samfélagslega rekna ræktunarstarfsemi og hyggst koma á fót félagsland- búnaði í borginni. „Félagslandbúnaður er leið sem samfélagið getur notað til að rækta grænmeti í sínu nágrenni. Félagið safnar saman tilteknum fjölda af meðlimum, t.d. 40–50 manns, og ræður svo einn eða fleiri starfsmenn til að annast ræktunina. Umfangið ræðst svo af því hvað fólk vill borða af grænmeti yfir árið, en því fjöl- breyttari tegundir, eins og litrík beðja og safaríkur hvítlaukur, því heilsusamlegra og skemmtilegra verður það,“ segir Sigurður. Leggur grunn að umhverfisvænna samfélagi Félagslandbúnaður er sniðinn að fólki í fullri vinnu því hann hentar fólki sem vill taka þátt í ræktun en hefur ekki áhuga eða tíma til að vera alltaf bundinn yfir því. „Þetta er líka tækifæri til að vera mjög meðvitaðir neytendur, minnka sóun við flutning og gera mengandi plastumbúðir óþarfar við framleiðslu grænmetis. En ávinningurinn er enn ríkari, enda er fólk þarna partur af hóp sem hefur skýra stefnu í umhverfismálum og það er partur af þessu að uppskera úr garðinum reglulega. Meðlimir borga ársgjald, sem fer þá í að greiða starfsmanni laun og kaupa inn þau efni sem vantar,“ segir Sigurður og bendir á sambærilegt félag á Ísafirði, Gróanda, en félagar hans telja nú um 50 manns. „Fyrir þá sem vilja vera virkari og meira í moldinni verður boðið upp á nokkur vinnunámskeið, þar sem hægt er að læra hvernig garður verður til, hvernig maður reytir eða sleppir því að reyta arfa og hvernig maður gengur frá garði að uppskeru lokinni. Þetta fólk er mikilvægt fyrir félagslandbúnaðinn því það deilir þekkingunni áfram til annarra meðlima út í samfélagið.“ Sigurður segir mikilvægt fyrir þróun okkar samfélags að rækta matinn inni í borgum, það gerir fólk að hæfari þátttakendum í vistkerfinu, skapi meðvitaðri lífsstíl sem lengir líf borgarbúa og með minni sóun lengir það líftíma jarðarinnar. Fjölbreytt uppskera Sigurður er núna meðlimur í Seljagarði í Breiðholti, en þar hafa hverfisbúar ræktað saman matvæli síðan árið 2014. Seljagarður var hugarfóstur hugsjónamanna um borgarbúskap og lögðu þau grunn að Seljagarði og Laugargarði í Laugardal í nafni Borgarbýlis. Hugsjónin að baki garðinum var að auka tækifæri borgarbúa til að rækta sinn eigin heilnæma mat, vinna saman og kynnast nágrönnum sínum, að gefa borgarbúum aðgang að náttúru innan borgarmarkanna. Hugsjónin rennur undan rifjum vistræktar (e. permaculture). Garðurinn býður upp á einkareiti úti og inni í gróðurhúsi. Þátttakendum Seljagarðs hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú 19 manns. Garðurinn var uppfullur af ferskum matvælum þegar fregnkonu Bændablaðs bar að garði. Þar mátti finna beðjur, baunir, spínat, alls kyns kál í mismunandi litum, fjölda afbrigða af kartöflum ásamt kryddjurtum og lauk. Inni í gróðurhúsinu mátti svo finna tómata, paprikur, ber og kúrbít. Garðurinn uppsker meira en ræktendurnir þurfa og hefur Sigurður brugðið á það ráð að deila með áhugasömum uppskerunni um leið og hann kynnir ræktunarstarfið og félagslandbúnað. „Það fylgir því mikil jarðtenging í ræktun og hún hefur bætt mig sem manneskju. Ég velti oft fyrir mér hvernig hægt er að takast á við vandamál í samfélaginu. Ræktun er ein leið til þess. Í gegnum hana tengist maður umhverfi sínu og nær þannig ákveðnu jafnvægi gagnvart hraða samfélagsins, það mun lengja líf mitt og lengja líftíma jarðarinnar að skapa umhverfismeðvitara sam- félag,“ segir hann. Mannbætandi að rækta Sigurður hefur stundað rækt- un í nokkur ár. Hann lærði fyrst af móður sinni og fór svo til Írlands þar sem hann tók Vistræktarhönnunarnámskeið (PDC) sem var yfir einn vetur. „Þar öðlaðist ég meiri þekkingu á vistfræði, auk þess að fá praktíska reynslu, en ég áleit þetta vera mik- ilvæga færni að hafa. Ég kynntist líka sjálfbærum hugmyndum. Það er hægt að stefna að sjálfbærni á ýmsan hátt, maður getur gert það sem einstaklingur eða með fjöl- skyldu sinni, eða samfélaginu öllu ef maður er nógu hvetjandi.“ Kynningarfundur um félagsland- búnað verður haldinn í Árskógum 2 fimmtudaginn 7. september kl. 20. „Það er greinilega frjór jarðvegur fyrir félagslandbúnað, það er mik- ilvægt skref fyrir aukna sjálfbærni í samfélaginu og það er mikil til- hlökkun fyrir komandi ári,“ segir Sigurður Unuson. /ghp Mynd / ghp Mynd / Þórey Mjallhvít Mynd / ghp Umsjónarmaður orlofssvæðis í Miðdal GRAFÍA stéttarfélag auglýsir eftir umsjónaraðila orlofssvæðis félagsins í Miðdal, Bláskógabyggð. Í starfinu felst almenn umsjón og viðhald orlofshúsa og orlofssvæðis. Heilsársbúseta er skilyrði. Starfinu fylgir íbúðarhúsnæði og aðstaða í útihúsum. Starfið er hlutastarf að vetri en fullt starf yfir sumartímann. Umsóknir sendist á georg@grafia.is eða til GRAFÍU stéttarfélags, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík merkt „Miðdalur“ Upplýsingar veitir Georg Páll Skúlason formaður GRAFÍU stéttarfélags í síma 552 8755 eða georg@grafia.is Bylting í hreinlæti! Sími 480-0040 sala@buska.is www.i-teamglobal.com Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Auðveldari og betri þrif, sparar tíma og léttir lífið Buska Gúmmíbelti frá Linser til á lager á flestar gerðir minivéla. Gæða vara á góðu verði! Uppl. í síma 893-8424/set@velafl.is og á 694-3700/gk@velafl.is. Heimasíða www.velafl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.