Bændablaðið - 07.09.2017, Síða 25

Bændablaðið - 07.09.2017, Síða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Losun gróðurhúsalofttegunda eftir uppruna Losun gróðurhúsalofttegunda frá búfé stafar af fjórum megin þáttum, meltingu, búfjáráburði, fóðurframleiðslu og orkunotkun vegna búfjáreldis. Við meltingu myndast metan. Metanmyndunin er mun meiri hjá jórturdýrum en dýrum með einfaldan maga. Gæði fóðurs hefur mikil áhrif á magn metans sem myndast við meltinguna. Við meltingu á trefjaríku, grófu og tormeltu fóðri verður metanmyndunin meiri en við meltingu á auðmeltanlegu fóðri. Í búfjáráburði er að finna bæði metan og nituroxíð. Metan losar niðurbrot áburðarins af völdum andrúmsloftsins en nituroxíð við niðurbrot ammoníaks. Ólíkar aðferðir við geymslu á búfjáráburði hafa áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda af hans völdum. Búfjáráburður sem geymdur er í fljótandi formi losar meira af gróðurhúsalofttegundum en búfjáráburður í föstu formi. Mikið losnar af gróðurhúsa- lofttegundum við framleiðslu á fóðri fyrir búfé, til dæmis þegar skógar eru felldir, mýrar þurrkaðar til að búa til beitiland og land til að rækta fóðurjurtir. Auk þess sem mikil losun á sér stað þegar nituroxíð losnar út í andrúmsloftið við notkun á búfjáráburði og tilbúnum niturríkum áburði og við flutning fóðurs á milli staða. Orkunotkun vegna búfjáreldis á sér stað gegnum allt framleiðsluferlið. Framleiðsla á tilbúnum áburði, notkun á vélbúnaði við ræktun, uppskeru, vinnslu og flutningi á fóðri og öðrum aðföngum, losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda sem á að reikna með sem hluta af framleiðsluferlinu. Losun á sér einnig stað við notkun á annars konar vélbúnaði eins og viftum í gripahúsum, lýsingu, við mjaltir og margs konar annars konar tækjum og búnaði. Einnig á sér stað losun við vinnslu afurða, pökkun og flutningi þeirra í verslanir og á disk neytenda. Áætlað er að magn gróður- húsalofttegunda sem þessir þættir losa skiptist þannig að melting búfjár losi um jafngildi 3,5 milljarða af koltvísýringsígildum, eða 44% af heildarmagninu. Búfjáráburður 800 milljón tonn, eða um 10%. Fóðurframleiðsla 3,3 milljarða tonna, um 41%, og orkunotkun vegna búfjáreldis, afurðavinnslu og flutninga á aðföngum og afurðum 400 milljón tonn í koltvísýrings ígildum, eða 5% af heildarmagninu. Losun gróðurhúsalofttegunda eftir heimshlutum Magn losunar frá landbúnaði eftir heimshlutum er breytilegt og ræðst að mestu af fjölda jórturdýra og búfjár með einfaldan maga á hverju svæði. Losunin ræðst einnig af gerð fóðurs, beitarlands og orkunotkunar við ræktunina. Þrátt fyrir að mikið hafi dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í latnesku Ameríku og eyjum í Karíbahafinu er hún enn mest þar 1,9 milljarðar tonna í koltvísýrings- ígildum og aðallega vegna nautgriparæktar til kjötframleiðslu. Losunin í Austur- og Suðaustur- Asíu er 1,6 milljarðar tonna og 1,5 milljarðar tonna í Asíu sunnanverðri. Í Norður-Ameríku og Evrópu er losunin um 600 milljón tonn í hvorri álfu. Losun gróðurhúsalofttegunda í koltvísýringsígildum í Mið- Austurlöndum, Norður-Afríku og Afríku sunnan Sahara er um 400 milljón tonn á hverju svæði en í Austur-Evrópu og Rússlandi milli 100 til 200 milljón tonn í koltvísýringsígildum. Dregið úr losun vegna búfjárræktar Draga má úr losun gróðurhúsa- lofttegunda í búfjárrækt með því að draga úr framleiðslu og neyslu búfjárafurða eða með því að draga úr losun við framleiðsluna. Talið er að með því að breyta framleiðsluferli búfjárræktar megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í greininni um allt að 30%, eða um 1,8 milljarða tonna koltvísýringsígilda. Heildar og hugsanlegur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í búfjárframleiðslu með breytingum á framleiðsluferlinu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá búfé eftir heimshlutum. Síðumúla 30 - Reykjavík Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri Sími 462 3504 bíður uppá alhliða lausn fyrir hótelherbergið eða gistiheimilið. BJÖRGUNARVÖRUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Gott úrval af björgunarvörum á lager BJÖRGUNARBÁTAR BJARGHRINGIR FLUGELDAR FLOTBÚNINGAR BJÖRGUNARVESTI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.