Bændablaðið - 29.08.2019, Side 38

Bændablaðið - 29.08.2019, Side 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201938 UTAN ÚR HEIMIFURÐUVÉLAR&FARARTÆKI Ef flytja þarf stóra hluti þá verða menn líka að hugsa stórt. Það voru hönnuðir NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, líka að gera þegar flytja þurfti Saturnus V risaeldflaugarnar á skotpall sem notaðar voru til að koma mönnum í Apolloverkefninu til tunglsins 1969 og síðar. Fyrir þetta verkefni var hannaður beltavagn sem smíðaður var af Marion Power Shovel Company árið 1965 með ýmsum íhlutum frá Rockwell International. Var þetta þá stærsta landfarartæki í heimi sem drifið var af eigin vélarafli og kostaði 14 milljónir dollara. Tveir slíkir beltavagnar voru smíðaðir og voru þeir skráðir í hóp sögulegra merkilegra fyrirbæra í janúar árið 2000. Stóru beltagröfurnar, eins og Bagger 293 og dragskóflan Big Muskie ásamt gröfunni Captain, voru vissulega stærri, en fengu utanaðkomandi orku í gegnum rafstreng. Hvor vagn vegur 2.721 tonn tilbúinn til aksturs. Hann er 40 metra langur og 35 metra breiður. Hæðin er stillanleg frá 6 upp í 8 metra. Upphafleg burðargeta var 5.500 tonn. Vélbúnaðurinn er tvær 2.750 hestafla V-16 dísilvélar sem snúa fjórum 1.000 kílówatta (1.341 hestafla) rafölum sem framleiða rafmagn fyrir rafknúin drif fjögurra beltasamstæða. Tveir 750 kílówatta (1.006 hestafla) rafalar voru svo drifnir af tveim 794 kW (1.065 hestafla) dísilvélum til að búa til afl fyrir vökvatjakka, stýrisvélar, ljós og kælibúnað. Tveir 150 kW rafalar eru svo á tækinu til viðbótar. Beltin eru engin smásmíði og er hvert belti með 57 „skóm“ sem hver um sig vegur 900 kg. Með 1,6 km hámarkshraða og eyðslu upp á 29,6 tonn á hundraðið Þetta eru svo sem engar spíttkerrur, en komast þó hægt fari. Ökulengdin sem þeir þurfa að fara með eldflaugarnar er frá 5,5 til 6,8 kílómetrar. Hámarkshraðinn sem þeir ná er 1,6 km á klukkustund. Olíutankurinn til að knýja vélarnar tekur 19.000 lítra af dísilolíu og er eyðslan 296 lítrar á hvern kílómetra, eða 29,6 tonn á hundraðið. 30 manna ökumannsteymi Til að aka þessu fyrirbæri þarf 30 manna teymi verkfræðinga og tæknimanna, svo ekki dugar að fá ökuskírteini í kornflexspakka til að vera þar gjaldgengur undir stýri. Tvö stýrishús eru hvort á sínum enda pallsins og er notast við leysigeisla sem stýrt er eftir. Vagninn hefur síðan verið notaður við John F. Kennedy Space Center í Flórída í ótal verkefnum. Fyrst við flutninga á flaugum vegna Apollo verkefnisins og síðar vegna Skylab og Apollo-Soyuz verkefnisins í samstarfi við Rússa. Síðan var þetta flutningatæki notað til að flytja eldflaugar og geimskutlur NASA á skotsvæði á árunum 1981 til 2011. Þessir flutningavagnar fengu yfirhalningu 2003 og aftur á miðju ári 2012. Í seina skiptið voru settar nýjar vélar í vagnana og sett í þá nýtt bremsukerfi, vökvakerfi, nýr tölvubúnaður og flutningsgeta aukin úr 5,5 í 8,2 milljónir kílóa. /HKr. Marion Power Shovel eldflaugavagnarnir voru upphaflega smíðaðir 1965 vegna Apollo verkefnis NASA þegar ákveðið var að senda menn til tunglsins. Eldflaugavagnar sem eyða 29,6 tonnum á hundraðið Vagnarnir hafa flutt fjölmargar geimskutlur á skotpall. Hámarkshraði með eldflaugafarm á palli er 1,6 km á klukkustund. Saturn V eldflaug flutt á skotsvæði. Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára. Gerjaðir drykkir í eldlínunni Svo virðist sem sala á gerjuðum drykkjum sé í hæstu hæðum um þessar mundir en vestanhafs hefur sala á Kombucha og gerjuðum drykkjum margfaldast milli ára. Í fyrra seldist um 40 prósent meira af drykknum en árið 2017 í Bandaríkjunum. Þessi sveifla kemur örlítið niður á sölu á kókosvatni sem fór niður um tæp 10 prósent á sama tíma. Enn sem komið er lítur út fyrir að vinsældir slíkra drykkja séu mestar á vesturströnd Bandaríkjanna og trónir salan efst í borgum eins og San Diego, Seattle, Portland, San Francisco og Spokane. Söluhæstu drykkirnir innihalda engifer og ber af ýmsu tagi. Kombucha er í raun svart te sem hefur verið gerjað. Við gerjunina fyllist drykkurinn af góðgerlum, ensímum og vítamínum, sérstaklega B-vítamínum. Drykkurinn er um tvö þúsund ára gamall og hefur verið nefndur ódauðlega heilsuseyðið af Kínverjum. Kombucha er kolsýrður og er því góður í stað hefðbundinna gosdrykkja. /ehg – foodnavigator-usa.com Skógarhögg í nágrenni við helstu vatnslindir Melbourne í Ástralíu valda því að um 15 milljarðar lítra af vatni tapast árlega. Áætlað er að vatnið jafngildi vatnsþörf um 250 þúsund manns í álfunni. Niðurstaða rannsókna sem gerðar voru á vegum Ríkisháskólans í Ástralíu sýna að lítið sem ekkert vit sé í því að fella skóga í nágrenni vatnlindanna. Í niðurstöðum rannsóknanna segir að efnahagslegur ávinningur af því að fella skógana til pappírsgerðar sé enginn þegar tekið er tillit til þeirra afleiðinga sem vatnsskortur af þeirra völdum valdi. Vatnslindin sem um ræðir er norðaustan við Melbourne sem er ein af stærstu borgum Ástralíu. Lindin er sú stærsta sem íbúar borgarinnar reiða sig á þegar kemur að ferskvatni og þar er að finna um 60% af vatnsbirgðum borgarinnar. Vatnsbirgðirnar hafa farið minnkandi undanfarið, meðal annars vegna þurrka og skógarhöggs, og voru komnar niður í 56% við síðustu mælingu. Meðal þess sem litið var til í rannsókninni var hversu mikið af skóglendi á vatnasvæði vatnslindarinnar hefði tapast vegna skógarelda og vegna skógarhöggs. Niðurstaðan sýndi að búið væri að fella um 42% til að áætlanir gerðu ráð fyrir að 21% hans til viðbótar yrði felldur á næstu árum. Rannsóknir sýna að ekki sé nóg með að felling trjáa dragi úr flæði vatns í vatnslindina heldur dragi það einnig úr nývexti trjáa vegna vatnsskorts. Yfirvöld vatnsmála í Melbourne vöruðu við því fyrr á þessu ári að vatnsbirgðir borgarinnar væru með lægsta móti og að ekki yrði hægt að sjá íbúum borgarinnar fyrir vatni til langframa sé litið til þessa að íbúum Melbourne fjölgar ár frá ári. /VH Ástralía: Skógarhögg veldur vatnsskorti Vatnsbirgðirnar hafa farið minnkandi undanfarið, meðal annars vegna þurrka og skógarhöggs, og voru komnar niður í 56% við síðustu mælingu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.