Bændablaðið - 29.08.2019, Page 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 45
Kerrur og gjafabúnaður
Sturtukerrur 2700 - 3500kg Flatkerrur 2700- 3500kg Vélakerrur 2700 - 3500kg Fjölnota kerrur 2700kg
Nýtt útlit á 26 hö vél.
Meira úrval hjólbarða.
Meira úrval fylgihluta. Allt að 113hö Perkins mótor
Greipar-Rúlluskerar-Stæðuskerar-Afrúllarar
VALLARBRAUT.IS
Trönuhrauni 5
220
Hafnarfirði
S-8411200
&-8417300
Gripakerrur í miklu úrvali 2700 - 3500kg
NUGENT kerrurnar frá Írlandi eru einstaklega sterkar og vandaðar
- Vörubílar
- Rútur
- Vinnuvélar
Hausttilboð
Öll tæki frá Sulky nú með 20% afslætti
Vor�lboð á áburðardreifurum, pinnatæturum og sáningarvélum
Bjóðum 15% afslá� á síðustu tækjunum fá Sulky þe�a vorið.
Vor�lboð á áburðardreifurum, pinnatæturum og sáningarvélum
Bjóðum 15% afslá� á síðustu tækjunum fá Sulky þe�a vorið.
Flottur hópur við nýju skiltin, frá vinstri: Loftur Ingólfsson, Jóhanna B. Ingólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson frá
Iðu, Páll M. Skúlason, Magnús Skúlason, Sigrún Skúladóttir og Ásta Skúladóttir frá Hveratúni. Á myndina vantar
þau Hólmfríði Ingólfsdóttur og Benedikt Skúlason.
Söguskilti sett upp um sögu Iðuferju
og brúar við Iðu yfir Hvítá
Sögu Iðuferju, brúarinnar á
Hvítá hjá Iðu og Laugaráss
eru gerð skil á söguskiltum
sem nú hafa verið sett upp við
norðurenda brúarinnar. Skiltin
voru afhjúpuð þann 24. ágúst í
einstakri veðurblíðu að viðstöddu
fjölmenni.
Við athöfnina gerðu þau Elínborg
Sigurðardóttir á Iðu og Páll M.
Skúlason í Kvistholti grein fyrir tilurð
skiltanna, sem voru gerð í minningu
hjónanna Ingólfs Jóhannssonar
og Margrétar Guðmundsdóttur
á Iðu og Guðnýjar Pálsdóttur og
Skúla Magnússonar í Hveratúni í
Laugarási. Það voru afkomendur
þeirra sem áttu frumkvæði að
þessari framkvæmd og þeir styrktu
gerð þeirra með umtalsverðu
fjárframlagi. Það voru síðan börn
Iðuhjóna og Hveratúnshjóna sem
afhjúpuðu skiltin. Í lok athafnarinnar
afhentu afkomendur hjónanna
Sveitarfélaginu Bláskógabyggð
skiltin til umsjónar og varðveislu og
sveitarstjórinn, Ásta Stefánsdóttir,
veitti þeim viðtöku.
„Halló, halló, ferja“
„Millifyrirsögnin vísar til minninga
bræðranna Einars og Jósefs
Ólafssona, en faðir þeirra, Ólafur
Einarsson, var héraðslæknir í
Laugarási frá 1932–1947. Þeir voru
oft sendir á Skálholtshamar, sem er
þar sem norðurendi brúarinnar er nú,
til að kalla á ferjuna og flýta þannig
fyrir föður sínum, sem þurfti að fara
í læknisvitjun austan ár.
Þeir voru einnig ósjaldan sendir á
ferjuna með lyf sem þurfti að koma
yfir. Það sama má segja um mjóróma
hróp þeirra af Auðsholtshamri, en
þar var einnig lögferja langt fram
eftir síðustu öld,“ segir Páll, sem
vann allan texta á skiltin og valdi
myndir, ásamt Elínborgu.
Bláskógabyggð styrkti verkið
einnig, svo og Vegagerðin og fleiri
aðilar. Skiltin voru sett upp samhliða
bæjarskilti fyrir Laugarás.
„Saga beggja ferjanna,
brúarinnar og Laugaráss er
samtvinnuð og söguskiltin gera
nokkra grein fyrir henni, en ég
er að vinna vef um Laugarás og
nágrenni, www.laugaras.is, þar
sem þessari sögu eru og verða gerð
ítarlegri skil bæði í texta og með
myndefni af ýmsu tagi. Tilvísun
í vefinn er að finna á skiltunum,“
bætir Páll við. /MHH
Páll og Elínborg gerðu grein fyrir
tilurð skiltanna, sem voru gerð
í minningu hjónanna Ingólfs
Jóhannssonar og Margrétar
Guðmundsdóttur á Iðu og Guðnýjar
Pálsdóttur og Skúla Magnússonar í
Hveratúni í Laugarási.
Bænda
12. septemberHvar auglýsir þú?Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is
45,6% fólks
á landsbyggðinni
les Bændablaðið
20,4%
45,6%
á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu
29,5%
landsmanna lesa
Bændablaðið
Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND
EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI
Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.
börn og vél-
knúin ökutæki
bílar, dráttarvélar, vöruflutninga- eða
mjólkurbílar ættu aldrei að nálgast
leiksvæði barna.
Það er góð hugmynd að girða leikvelli
tryggilega af og sjá til þess að vélknúin
ökutæki þurfi ekki að snúa eða bakka
í námunda við þá.
Er þitt bú
öruggur
og góður
vinnustaður?
PO
RT
h
ön
nu
n
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is