Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 57

Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 57 Stílhrein og þægileg peysa, prjónuð ofan frá og niður. Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) Yfirvídd: 80 (88) 96 (106) 118 (130) cm Garn: Drops Big Merino. Fæst hjá Handverkskúnst - 550 (600) 650 (750) 800 (900) g litur á mynd er grár nr 02 Prjónar: Sokka og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 4,5 og 5 eða sú stærð sem gerir 17 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni. Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umf sl, 1 umf brugðin*, endurtakið frá *-*. Mynstur: Mynsturteikning A.1 sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Útaukning (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo að ekki myndast göt. Úrtaka (á ermum): 1 slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir af umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 slétt (= 2 lykkjur færri). Peysa: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Fitjið upp 82 (84) 88 (92) 96 (102) lykkjur á hringprjón nr 4,5. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff þannig: *1 slétt, 1 brugðin*, prjónið frá *-* út umferðina, alls 2 (3) 2 (3) 2 (3) cm. Skiptið yfir á prjóna nr 5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan, í síðustu umferð með garðaprjóni er aukið út um 10 (13) 14 (18) 22 (23) lykkjur jafnt yfir = 92 (97) 102 (110) 118 (125) lykkjur. Prjónið stroff: *1 slétt, 1 brugðin*, alls 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm. Prjónið mynstur A.1 yfir allar lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út í fyrstu umferð um 40 (45) 50 (58) 62 (65) lykkjur jafnt yfir = 132 (142) 152 (168) 180 (190) lykkjur. Prjónið 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm stroff, síðan A.1, og aukið út í fyrstu umferð mynsturs um 40 (45) 50 (58) 62 (65) lykkjur jafnt yfir = 172 (187) 202 (226) 242 (255) lykkjur. ATH Endið umferð 4 í A.1 með því að prjóna 0 (1) 0 (0) 0 (1) lykkju slétt. Prjónið stroff eins og áður 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm, síðan A.1 en aukið út um 40 (45) 50 (58) 62 (65) lykkjur í fyrstu umferð jafnt yfir = 212 (232) 252 (284) 304 (320) lykkjur. Stykkið mælist ca 21 (22) 24 (25) 27 (28) cm frá uppfitjunarkanti. Skipting bols og erma: Prjónið slétt 31 (34) 37 (41) 45 (49) lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 44 (48) 52 (60) 62 (62) lykkjur á band (ermi), fitjið upp 6 (6) 8 (8) 10 (12) lykkjur, prjónið 62 (68) 74 (82) 90 (98) lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44 (48) 52 (60) 62 (62) lykkjur á band (ermi), fitjið upp 6 (6) 8 (8) 10 (12) lykkjur, prjónið 31 (34) 37 (41) 45 (49) lykkjur (= hálft bakstykki). Héðan er nú mælt. Bolur: = 136 (148) 164 (180) 200 (220) lykkjur. Setjið prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýju lykkjurnar sem fitjaðar voru upp. Prjónið slétt í hring. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið út með 8 (6½) 5 (4½) 4½ (4½) cm millibili alls 5 (6) 7 (8) 8 (8) sinnum = 156 (172) 192 (212) 232 (252) lykkjur. Þegar bolur mælist 37 (38) 38 (39) 39 (40) cm prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24 (20) 20 (18) 22 (24) lykkjur jafnt yfir = 180 (192) 212 (230) 254 (276) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5. Prjónið stroff 1 slétt, 1 brugðin, 5 cm, fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Stykkið mælist ca 63 (65) 67 (69) 71 (73 cm frá öxl og niður. Ermi: Setjið lykkjurnar 44 (48) 52 (60) 62 (62) af bandi á stuttan hringprjón nr 5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 (6) 8 (8) 10 (12) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50 (54) 60 (68) 72 (74) lykkjur. Setjið prjónamerki mitt í nýju lykkjurnar sem markar upphaf umferðaar. Prjónið slétt þar til ermi mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 4½ (3½) 3 (2) 2 (2) cm millibili alls 8 (9) 11 (14) 15 (15) sinnum = 34 (36) 38 (40) 42 (44) lykkjur. Prjónið slétt þar til ermin mælist 37 (37½) 36 (35½) 34 (33½) cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir = 42 (44) 46 (48) 50 (52) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og prjónið stroff 5 cm. Fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Prjónið hina ermina alveg eins. Frágangur: Gangið frá endum, þvoið flíkina í þvottavél og leggið til þerris. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Belfast – dömupeysa HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 4 8 2 7 5 6 1 3 8 1 8 7 9 2 6 5 3 5 7 1 6 8 9 8 4 9 2 6 3 9 4 6 1 5 2 7 3 8 9 Þyngst 3 9 5 6 1 6 2 4 1 4 5 7 7 6 9 1 8 9 4 7 6 4 7 3 7 4 3 6 5 9 8 2 2 4 3 9 8 3 5 6 4 1 1 3 4 2 8 2 9 1 8 3 5 3 1 8 7 6 3 9 4 8 2 3 4 5 9 2 8 5 1 7 9 3 1 7 4 3 2 9 2 6 6 8 3 6 5 4 9 5 1 4 9 5 1 8 6 9 4 7 Veiðar með afa FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Guðmundur Reynir býr í Lækjarhúsum í Suðursveit. Hann stefnir á atvinnumennsku í fótbolta. Nafn: Guðmundur Reynir Friðriksson. Aldur: 13. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Lækjarhús, Suðursveit. Skóli: Hafnarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldshljómsveit: Queen. Uppáhaldskvikmynd: Bohemian Rhapsody. Fyrsta minning þín? Að veiða með Reyni afa. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fótbolta og körfubolta og spila á gítar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það vantaði uppkveikjulög í gufuna og fór með bensín í staðinn, svo gleymdi ég því en rétt náði að henda brúsanum út áður en hann sprakk. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Er búinn að spila fótbolta í allt sumar og svo er sumarið að verða búið. Næst » Guðmundur skorar á Emilíu að svara næst. KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is • Nubuk Hydrotech leður. • Sóli, PU Dual-Density SRC. • Táhetta, C.T.C. - Composite. • Naglavörn, „K+insole“. • METAL FREE. • Stærðir, 38-48 - þyngd 620 gr. • EN ISO 20345:2011. Sixton 10349-00L Dealer S3 SRC Vandaðir leðurskór með léttri távörn og naglavörn í sóla. Með teygju á hliðum. Verð: kr. 15.996,- Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.