Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Side 5
M.G.-félag Islands stofnað
Stjórn M.G.-félagsins. Frá vinstri: Sr. Hjalti Guðmundsson,
Eysteinsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir.
Hinn 29. maí sl. var boðað til
stofnfundarM.G.-félagsíslands
í kaffisal ÖBÍ. Hátúni 10. M.G. stendur
fyrir My asthenia Gravis-sjúkdóminn,
sem á íslenzku hefur fengið nafnið
vöðvaslensfár. Á stofnfundinum
mættu um 30 manns — sjúklingar og
aðstandendur og á fundinn bárust sjö
umsóknir þeirra um stofnaðild, sem
ekki gátu sótt fundinn.
Félagið er sjúklingafélag svo og
allra þeirra sem áhuga hafa á félags-
aðild.
Það var forgöngukona undirbún-
ingshópsins Ólöf S. Ey steinsdóttir sem
setti fundinn og lýsti tilgangi félags-
stofnunarinnar og þeim markmiðum
sem aðstandendur hennar vilja ná með
félaginu.
Til að glöggva þessi markmið skulu
þau kynnt hér:
Markmið félagsins eru þessi:
a) að afla upplýsinga um hverjir eru
M.G.-sjúklingar á Islandi, hagi
þeirra og þarfir.
b) að auka kynni og samstöðu M.G.-
sjúklinga.
c) að afla upplýsinga um M.G.-
sjúkdóminn, eðli hans og
meðferðarmöguleika.
d) að stuðla að auknum rannsóknum á
M.G.-sjúkdómnum.
e) að beita sér fyrir bættri meðferð og
aðstöðu M.G.-sjúklinga.
f) að miðla upplýsingum um M.G.-
sjúkdóminn til M.G.-sjúklinga,
aðstandenda, heilbrigðisstétta,
stjórnvalda og almennings.
g) að vera í forsvari fyrir M.G.-
sjúklinga gagnvart stjórnvöldum
og almenningi, svo og hliðstæðum
félögum hér á landi og erlendis.
h) að kynna M.G.-sjúklingum hvar
aðstæður eru til ferðalaga, starfa,
þjálfunar, skemmtana og dvalar
fyrir hreyfihamlaða.
i) að vinna á annan hátt að bættri líðan
og aðstöðu M.G.-sjúklinga.
Ólöf tilnefndi Helga Seljan sem
fundarstjóra og séra Hjalta Guð-
mundsson fundarritara.
Dr. Sigurður Thorlacius læknir
flutti því næst glöggt og greinar-
gott erindi um sjúkdóminn, eðli hans
og einkenni, greiningu og meðferð.
Hann kom víða við, kvað sjúkdóm-
inn sjaldgæfan — 10 tilfelli á hver
100.000 væri algeng viðmiðun.
Hérlendis væru innan við 20 greindir
með sjúkdóminn sem hann vissi um.
Einkenni væru mjög sveiflukennd,
en gætu orðið mjög alvarleg fyrir
sjúklinginn, sem t.d. allt að því missti
mál þegar verst gegndi.
Á eftir erindi dr. Sigurðar voru
líflegar umræður og hann svaraði
fyrirspyrjendum fljótt og vel. Stofnun
félagsins var því næst samþykkt sam-
hljóða og lög þess sömuleiðis.
Tillaga kom fram um að félagið
sækti um aðild að Öryrkjabandalagi
Islands og var hún einnig samþykkt
samhljóða.
Stjórn hins nýja félags skipa: Ólöf
S. Eysteinsdóttir formaður, Guðrún
Þorgeirsdóttir gjaldkeri og séra Hjalti
Guðmundsson ritari. Til vara í stjórn
er: Steinunn Guðmundsdóttir. Endur-
skoðendur voru kjörnir: Eyjólfur
Eysteinsson og Þórey Gylfadóttir.
Formaðurþakkaði fólki hinarfrábæru
undirtektir, fagnaði stofnun hins nýja
félags og síðan var sezt að veglegum
kaffiveitingum í boði undirbúnings-
hópsins.
Stofnfélagar voru við stofnun um
38 alls en von var á fleirum fljótlega.
Á aðalfundi ÖBI. í haust verður
svo tekin fyrir aðildarumsókn félags-
ins.
H.S.
Steinunn beðin
velvirðingar
Leiðrétting ein og afsökun-
arbeiðni féll niður í síðasta tölu-
blaði. I fyrsta blaði ársins birtist
falleg afmæliskveðj a frá Steinunni
Finnbogadóttur til Ólafar Ríkarðs-
dóttur.
En þar urðu á mikil mistök m.a.
þau verst að í síðustu línu var
sjálfsbjörg rituð með stórum staf
öfugt við alla merkingu. Og kemur
hér kveðjan eins og Steinunn vildi
kveðið hafa.
Gáfna miðill
gæfu barn
geislum stráir veginn
þroskast vegur
þakkar gefur
þeim er sjálfsbjörg þrá.
Bezta afsökunarbeiðni.
Ritstjóri.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS