Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 8
Helga Ingólfsdóttir starfsm. SPOEX
Af vettvangi SPOEX
Fræðslu- og félagsmál
Fræðslufundir hafa alla tíð verið
verið ofarlega á verkefnalista stjómar
Samtakapsoriasis- og exemsjúklinga,
SPOEX, enda raunin sú að fátt er
félagsmönnum nauðsynlegra en að
kunna sem best skil á sjúkdómi sínum
og fylgjast með nýjungum í lækninga-
meðferðum. Aukin þekking víkkar og
sjóndeildarhring
þeirra, eykur
umburðarlyndi
og styrkir þá í
baráttunni gegn
fordómum með-
al samborgara.
I vor var gert
stærra átak í
fræðslumálum
en þekkst hefur í
20 ára sögu
SPOEX, er 8
fræðslufundir
voru haldnir í
jafnmörgum
bæjum víða um
land, með á ann-
að hundrað fé-
lagsmönnum á
þriggja mánaða tímabili frá 16. janúar
til 24. apríl. Bæirnir sem sóttir voru
heim voru: Stykkishólmur, Akureyri,
Sauðárkrókur, Selfoss, Akranes,
Keflavík, Vestmannaeyjar og Isa-
fjörður. Má heita að stjórnarmenn
SPOEX hafi verið á faraldsfæti um
flestar helgar á þessum þrem
mánuðum, því stjómarformaður og
einn eða fleiri stjórnarmenn fylgja
jafnan aðalfyrirlesaranum á fundunum
og fræðaranum: húðsjúkdómalæknin-
um, og greinafrá starfi félagsins. Jafn-
framt var ný fræðslumynd um psoria-
sis sýnd á þessum fundum og stór-
felldu magni af kynningarbæklingum
um psoriasis og exem og Fréttabréfi
SPOEX dreift meðal fundarmanna og
sent heilsugæslustöðvum um land allt
og bókasöfnum. Loks var litríku kynn-
ingarplakati dreift í allt að 2000 ein-
tökum og er það nú komið upp við
sundlaugar, íþróttamannvirki og
heilsugæslustöðvar um allt Vestur-,
Norður- og Suðurland.
Eins og sjá má af upptalningunni
hér að ofan hafa Austfirðingar ekki
enn komist á blað yfir fræðslufundi
SPOEX 1993. Á því verður ráðin bót
þegar í haust og eru nú í undirbúningi
fundir sérfræðinga og stjómarmanna
með heimamönnum á þremur stöðum
þar eystra. Einnig er fyrirhuguð
kynning í skólum, og verður farið að
huga að þeim málum í haust.
Á vettvangi félagsmála hefur
ýmislegt áhugavert borið við það sem
af er árinu. Nefnum við þar fyrst
sjálfshjálparhópana sem komið hafa
saman reglulega frá því í vor í
húsakynnum SPOEX í Bolholti 6 og
rætt vandamálin sín í milli undir stjórn
Dagnýj ar Elsu Einarsdóttur, sem hefur
sérstaklega kynnt sér slíka starfsemi.
Félagsmenn hafa sýnt mikinn áhuga á
þessu starfi Dagnýjar Elsu og aðsókn
aðfundunumhefurveriðframaröllum
vonum. Fundir hafa verið vikulega
nema yfir sumarmánuðina er þeim
var fækkað þannig að þátttakendur
komu saman einu sinni í mánuði, en
með haustinu verður þeim fjölgað á
ný og starfinu haldið áfram af fullum
krafti.
Um sjálfshjálparstarfsemi sem
þessa er það að segja að hún verður æ
vinsælli meðal psoriasisfélaga víða
um heim, eins og sést t.d. á því að
þýsku samtökin halda upp á 20 ára
afmæli sitt í október í haust með
ráðstefnu undir heitinu „Sjálfshjálp
og vísindi“.
Ný og betri aðstaða við Bláa lónið
í ágúst var opnuð ný meðferðar-
aðstaða fyrir psoriasis- og exem-
sjúklinga við Bláa
lónið. Var félags-
mönnum SPOEX
boðinn ókeypis
aðgangur fyrsta
mánuð starfsem-
innar, en eins og
margir vita hafa
félagsmenn og
aðrir húðsj úklingar
sótt sér heilsubót í
lónið allt frá árinu
1978 er stjórn
SPOEX hafði fyrst
afskipti af því. Það
er Heilsufélagið
við Bláa lónið
(HBL) sem stendur
að þessum fram-
kvæmdum á svæð-
inu og sér um reksturinn. Nýja aðstað-
an er eingöngu ætluð húðsjúklingum,
innlendum og erlendum, og verður öll
starfsemi undir eftirliti húðsjúkdóma-
læknis. I lýsingu Gríms Sæmundsen,
framkvæmdastjóraHBL, áaðstöðunni
kemur m.a. fram að sjúklingar geta
stundað lækningaböð í sérstakri
Bláalónslaug og þar er einnig boðið
upp á ljósameðferð sem er svo nauð-
synleg öllum húðsjúklingum. Þá eru
þar Bláalónsnuddpottar og kísileðju-
pottar og eimgufa í hraunhelli og að
sjálfsögðu fullkomin búnings- og
baðaðstaða, hvíldarherbergi og setu-
stofa.
Þegar þetta er ritað hefur skrif stofa
SPOEX afgreitt 33 skírteini til félags-
manna sem haft höfðu samband og
óskað eftir að nýta þessa nýju meðferð-
araðstöðu fyrsta opnunarmánuðinn.
Norrænt og alþjóðlegt samstarf
Fyrir 7 árum gerðu samtök