Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 15
Tíðindi í textasímamálum Hinn 25. j úní sl. var boðað til fundar af Póst- og símamálastofnun til kynningar á nýjum hugbúnaði fyrir PC-tölvur, sem hentað gæti heyrnar- lausum og heyrnarskertum varðandi textasíma. Að þessum kynningarfundi var mjög myndarlega staðið og boðið hinum ýmsu aðilum er þessu tengjast m.a. frá Félagi heyrn- arlausra, Heymarhjálp, Heymar- og talmeinastöð, Samskipta- miðstöð, Foreldra- og styrktar- félagi heyrnardaufra og svo frá Öryrkjabandalagi íslands. Því var undirritaður fylgisveinn for- mannsins á fundi þessum og þótti við hæfi þar sem hann er jafn- ófróður um alla tölvutækni og for- maðurinn er gjörfróður. Fundurinn hófst með ávarpi Ólafs Tómassonar póst- og síma- málastjóra, en ávarpið í heild fer hér á eftir: A varpsorð póst- og símamálastjóra: „Ástæða þess að Póstur og sími kallar saman til þessakynningarfundar hér í dag er sú að nú er lokið á þýðingu á textasímaforritinu NOTEKS, en forrit þetta er sérstaklega hannað með þarfir heyrnarskertra og heymarlausra í huga. Með forriti þessu er hægt að nota allar IBM samhæfðar PC tölvur, sem textasíma en hingað til hafa heyrnarskertir notast við textasíma af bandarískri gerð sem þóttu mikil bylting á sínum tíma, en þykja nú úreltir. Með þessum textasímum gátu heyrnarskertir aðeins haft samskipti við þá sem höfðu sams konar síma en með nýja forritinu geta þeir haft samband við alla þá tölvueigendur sem hafa NOTEKS og tölvuna sína tengda með upphringingamótaldi. Miðað við þá almennu tölvueign sem er hér á landi ætti að vera hægt að auðvelda heyrnarskertum aðgang að ýmiss konar þjónustu sem þeim sem heyra stendur daglega til boða og þykj a sjálfsagðar t.d. upplýsingaþjónustu ýmiss konar, tölvubanka auk sam- skipta við fyrirtæki og stofnanir. Textasímaforritið auðveldar einnig að sjálfsögðu dagleg samskipti einstakl- inga innan þessahóps hvers við annan. Með NOTEKS skapast einnig möguleiki til samskipta við útlönd, en það var ekki hægt með gamla símanum. Þegar þetta forrit sem hannað var í upphafi af starfsmönnum á rannsókn- arstofnun norska símans (Televerkets Forsknings Institutt) var fyrst kynnt á fundi í NFTH sem er norræn nefnd sem er ráðgefandi og sér um upplýs- ingastreymi í málefnum sem snerta fjarskiptamál fatlaðra, vakti það strax mikla athygli og var fljótlega ákveðið að Póstur og sími hefði forgöngu um að þýða forritið yfir á íslensku og koma því í tilraunanotkun hér á landi. Nokkrir gallar komu fram í fyrstu útgáfu fomtsins og var því ákveðið að fá norskt hugbúnaðarfyrirtæki til að endurhanna það og lagfæra. Við hönnun forritsins var haft í huga að gera öll samskipti með þessum nýja búnaði sem líkust því sem um venjulega notkun á síma væri að ræða. Endanleg gerð forritsins lá loks fyrir nú í vor og var þá hafist handa við að þýða forritið upp á nýtt og aðlaga það íslenskum aðstæðum, ganga frá notk- unarleiðbeiningum o.fl. Að verki þessu hafa aðallega unnið þeir Gylfi Már Jónsson og Kristinn Jóhannesson, starfsmenn Pósts og síma. Eins og ykkur er kunnugt hefur Póstur og sími um nokkurt skeið rekið textasímaneyðarþjónustu á Ritsím- anumíReykjavíktilað auðveldasam- skipti milli þeirra sem nota gömlu textasímana og þeirra sem heyrandi eru. Með tilkomu þessa nýja forrits og almennri notkun á þessum nýju texta- símum verður þjónusta þessi auðveld- ari og væntanlega minna notuð þegar til lengri tíma er litið þar sem bein samskipti milli heymarlausra og þeirra heyrandi eru auðveldari. Póstur og sími hefur staðið straum af öllum kostnaði vegna þessa verks sem hefur orðið umfangsmeira en áætlað var í fyrstu auk þess sem notkunar- og dreifingaiTéttur á forritinu hefur verið keyptur af norska símanum. Stjóm Pósts og síma hefur ákveðið að færa Félagi heyrn- arlausra fyrsta eintakið af end- anlegri gerð NOTEKS forritsins ásamt dreifingarrétti forritsins að gjöf í þeirri von að það geti auðveldað félagsmönnum ykkar og öðrum þeim sem búa við skerta heyrn samskipti við hvem annan og þá sem heyrandi eru. Öll notkun og dreifing forrits- ins er ykkur því heimil og má skoða framlag þetta sem stuðning Pósts og síma við starfsemi ykkar.“ að var Anna Jóna Lárusdóttir for- maður Félags heyrnarlausra, sem veitti forritinu viðtöku og færði Pósti og síma einlægar þakkir fyrir. Einnig þakkaði Arnþór Helgason form ÖBÍ. velvild og stuðning Pósts og síma við málefni heyrnarlausra. Gy lfi Már Jónsson yfirtæknifræðingur sagði svo frá þróun NOTEKS-hugbún- aðarins og notkunarmöguleikum, en Kristinn Jóhannesson rekstrarstjóri kynnti hugbúnaðinn enn nánar. Ekki ætlar tölvuóviti sér þá dul að rekja frásögn þeirra, en ljóst að þeir sem þarna höfðu á þekkingu hrifust mjög af. Miklar umræður urðu um kynning- arerindin, en þó einkum hversu heyrn- arlausir gætu nú komið á skiptum textasíma frá þeim gömlu úr sér gengnu yfir í þá nýju með þessum góða hugbúnaði og fullkomna. Fram kom að nær helmingur þeirra 200 textasíma, sem heyrnarlausir hefðu á sínum tímafengið væri í lama- sessi. Mikil ánægja var með þessa kynningu svo og rausn og skilning Pósts og síma á þessum mikilvægu málefnum heymarlausra. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.