Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 23
safnaði öllum þeim gögnum sem
fengust afhent. Reyndist það mjög
gagnlegt. Einnig fann ég margan
fróðleik á bókasöfnum sem stoð var
í.
Eftir að landlæknisembættið hafði
lokið sínum þætti hafði ég samband
við Helga Seljan og Karvel Pálmason
og fékk að ráðfæra mig við þá.
Á þeim tíma vorum við hjónin
mjög vonsvikin, fannst að niðurstaða
landlæknisembættisins og Læknaráðs
íslands væri slík að við gætum engan
veginn við unað.
Karvel gaf mér þá ráð sem dugað
hefur mjög vel. — Að láta allt fara
fram skriflega og gæta þess að fá
skrifleg svör.
Fundum við á þeim tímamótum,
að vissulega eru til menn sem reynast
öðrum vel í raunum.
Málið var lagt fyrir Áma Guðjónsson hrl. til skoðunar.
Árni Guðjónsson benti á lögfræðistofu Ragnars
Aðalsteinssonar hrl., sem skoðaði málið frá 3. okt. 1990 til
11. júní 1991. Þá hringdi Ragnar Aðalsteinsson hrl. til
undirritaðrar og sagði „að sér sýndist málið erfitt en visst
horn í málinu sé þáttur ákveðins læknis og hann vilji ekki
taka málið að sér vegna persónutengsla sinna við þann
lækni“.
Nú hafði mál V. V. verið í stöðugri skoðun og umfjöllun
frá árinu 1989 — tvö ár liðin og málið hafði ekkert þokast.
Sú raunaganga sem V.V. og við fjölskyldan höfðum mátt
ganga stöðugt frá árinu 1973 hafði ekkert lagast en að þurfa
að berjast við landlæknisembættið og læknana fyrir
mannréttindum í þessu máli til viðbótar öllu
veikindastríðinu, áhyggjunum og vonleysinu finnst okkur
hjónunum ómannúðleg meðferð.
Hvenær stendur einstaklingur berskjaldaðri við að
berjast fyrir rétti sínum en einmitt þegar heilsan brestur?
Við veltum fyrir okkur, hvort ekki hefði verið
nauðsynlegt í máli eins og V. V. að leita umsagnar hlutlausra,
sérfróðra aðila utan landsteinanna, þar sem vitað er að
landið okkar er lítið, hópur sérfræðinga í læknastétt
fámennur og virðist standa þétt saman ef alvarleg mál
koma upp?
Þegar við fengum niðurstöðu Ragnars Aðalsteinssonar
hrl. varð það okkur mikið reiðarslag. En þegar neyðin er
stærst er hjálpin oftast næst.
Góðir vinir reyndust okkur ómetanlegar hjálparhellur.
Við fórum með málið til umboðsmanns Alþingis, Gauks
Jörundssonar,ogtilheilbrigðisráðherraþáverandi,Sighvats
Björgvinssonar.
Málið var sent til ráðherranefndar um ágreiningsmál
samkvæmt 3. gr. laga nr 97/1990.
Ragnar Hal ldór Hall formaður nefndarinnar benti okkur
á að leita lögfræðiaðstoðar.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. hefur verið okkar
lögfræðingur frá desember 1991. Hann hefur reynst okkur
mikill vinur og aðstoð hans var okkur sérstaklega dýrmæt.
Málalok urðu þau að Ragnar Halldór Hall og ríkislög-
maður Gunnlaugur Claessen hrl. gengu til samn-
inga um bótagreiðslu til V. V. á grundvelli heimildar í 6. gr.
fjárlaga fyrir árið 1993.
Gengið var formlega frá málinu 21. júní 1993. Við
vorum sátt við niðurstöðu málsins og fannst hún sanngjörn.
Heilsan verður aldrei keypt fyrir fjármuni.
Þessi fjögur seinustu ár hafa vissulega reynt mikið á
V.V. og okkur í fjölskyldu hans. Björtu hliðarnar voru:
Við vorum lánsöm að hafa góðan heimilislækni sem
hefur reynst okkur einstaklega vel. Á raunagöngu okkar
höfum við kynnst mörgu drengskaparfólki sem stendur
vörð um að réttindi hins almenna borgara séu ekki fyrir
borð borin.
Það sem rekið hefur okkur áfram í gegnum þetta mál er
sú vissa, að ef við létum kyrrt liggja yrði sagan ekki krufin
og þá gæti slík harmsaga aftur gerst.
V egna al varlegra veikinda V. V. hef ég lengst af séð um
að halda utan um málið fyrir hans hönd.
Sorgin á sér margar hliðar. Fyrst eftir að
sjúkdómsvaldurinn greindist var ég alveg yfirþyrmd af
reiði og sorg. Mér fannst ég vart geta hugsað skýrt fyrir
reiði. Eftir reiðistigið komst ég að ákveðinni niðurstöðu.
Að horfa frarn á veginn og leggja áherslu á, að af harmsögu
okkar megi gott af leiða fyrir þá sjúklinga sem eftir koma.
Erna F. Baldvinsdóttir.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS