Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 29
Helgi Hróðmarsson fulltrúi: Samstarf Landssamtak- anna Þroskahjálpar og Öryrkj abandalags íslands Hér verður fjallað um nokkur þeirra verkefna sem Samvinnunefnd Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkj abandalags I slands hefur unnið að eða styrkt frá hausti 1992 til hausts 1993. Sum verkefnin hafa skapað sér fastan sess í hugum fólks enda hefð komin áframkvæmd þeirra. En einnig hefur verið leitast við að róa á fleiri mið með það í huga að ná fram stefnu- málum samtakanna. HEIMSÓKNIR í SKÓLA Heimsóknir í grunnskóla Reykja- víkur og nágrannaby ggðanna til kynn- ingar á málefnum fatlaðra eru orðnar fastur liður í starfi Samvinnunefndar. í heimsóknunum eru samtök fatlaðra ky nnt, hlutverk þeirra og ýmis verkefni sem þau vinna að. Þá er rætt um blöndun og ýmis hugtök skýrð sem tengjast málefninu. Fram hefur komið hjá börnunum í 5. bekk, sem eru 10 ára, að mikil þörf er fyrir kynningu sem þessa. í ferðimar fer fatlað fólk sem segir frá reynslu sinni af skólum, vinnustöðum, notkun hjálpartækja og fleira. Fjörugar umræður hafa orðið og margar spurningar vaknað. ALþJÓÐLEG RÁÐSTEFNA Ákveðið hefur verið að halda alþjóðlega ráðstefnu um málefni fatlaðraíReykjavík 1.—3.júní 1994. Efni ráðstefnunnar verður: „Eitt samfélag fyrir alla“. Ráðstefnan er skipulögð af Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi íslands auk samtaka frá Bandaríkj- unum sem nefnast United World Partnership on Developmental Dis- abilities. í vinnuhópi vegna ráðstefnunnar sitja fyir hönd Þroskahjálpar Ásta B. Þorsteinsdóttirog Sigrún Sveinbjöms- dóttir og fyrir hönd Öryrkjabanda- Helgi Hróðmarsson. lagsins Arnþór Helgason og Haukur Þórðarson. Ásta varráðin starfsmaður ráðstefnunnar, auk þess sem hún er formaður nefndarinnar. Starfsmaður nefndarinnarer Helgi Hróðmarsson. I tengslum við ráðstefnuna verður sýning ábúnaði og hjálpartækjum fyrir fatlað fólk. Ráðstefnan er án efa viða- mesta verkefni sem samtökin hafa staðið fyrir í sameiningu og hér er um gífurlega kostnaðarsama framkvæmd að ræða. Þess vegna hefur verið leitað til fjölda styrktaraðila auk þess sem Ferðaskrifstofa Islands mun vinna, ásamt nefndinni, að undirbúningnum. Mikil vinna fer í undirbúning ráðstefn- unnar næstu mánuði. Það er því ósk- andi að hún skili tilætluðum árangri og verði grunnur til að byggj a á áfram- haldandi baráttu í málefnum fatlaðra. HEIMSÓKN REIÐÞJÁLFARA I mars komu til landsins tvær finnskar konur, Solveig Ingo og Susanne Ingman Friberg. Þær hafa unnið við reiðþjálfun fatlaðs fólks þar sem íslenski hesturinn hefur verið not- aður. Þær heimsóttu sjúkraþjálfunar- staði og kynntu aðferðir sem þær hafa notað. Þá héldu þær fyrirlestur í Háskóla Islands þar sem fjallað var um hvemig íslenski hesturinn nýtist sem sjúkraþjálfunartæki; reiðmennsku sem kennslutæki; markmið með reið- mennsku og annað sem tengist reið- mennsku. Heimsóknin varkærkomin og góður undirbúningur fyrir starf sumarsins. RFJDNÁMSKFIÐ I sumar voru í gangi reiðnámskeið að Reykjalundi, eins og undanfarin sumur, fyrir þá sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Framkvæmdastjóri námskeiðanna er Sigurveig Magnús- dóttir. Á námskeiðunum er farið í stutta reiðtúra og leiki auk þess sem undirstöðuatriði varðandi reið- mennsku og meðferð hestsins eru kennd. Þátttakendur kynnast hreyfing- um hestsins, viðbrögðum hans og hvemig bera skuli sig að við stjórnun hestsins. Farið er ítarlega í alla hluti sem snerta hestamennsku, svo sem ásetu, taumhald, gangtegundir og ein- kenni hestsins. Þá eru gerðar bæði verklegar og bóklegar æfingar. Að sögn Sigurveigar má nota reiðaðferð til þess að þjálfa skert jafnvægi, við- brögð, samhæfingu og styrk vöðva. Þannig er bæði um líkamlega og and- lega örvun að ræða. Ásta B. Péturs- dóttir, þroskaþjálfi starfar einnig með Önnu og sér um „hippotherapiu" þar sem hesturinn er sérstaklega notaður sem þjálfunartæki. Þátttaka á nám- skeiðin hefur aukist mjög undanfarin ár. Af þeim sökum var ákveðið að láta reyna á hvort þessi starfsemi gæti far- ið fram einnig yfir vetrartímann. Sótt hefur verið um styrki til nokkurra aðila vegna þessa. SÝNING Á VEGUM MENCAP Sýning á verkum þroskahefts fólks FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.