Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Page 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Page 46
I BRENNIDEPLI Húsnæðismál á landi hér hafa um langa hríð verið vandamál í heild sinni, þó alveg sérstaklega eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Margt veldur: Veðurfar okkar krefst vandaðra og um leið dýrra by gg- inga, við kunnum okkur lítt hóf hvað stærðarmörkhúsnæðis varðar, félags- lega húsnæðiskerfið hefur ævinlega verið of vanburða, enda vantrú margra á því mikil, séreignarstefnan hefur verið ríkjandi meðal þjóðarinnar, og margt fleira kemur til. Vandinn eykst að sjálfsögðu nú um stundir þegar hvoru tveggja gerist, yfirvinnutekjur minnka almennt og atvinnuleysi er hlutskipti alltof margra. Húsnæðismál öryrkja eru í raun ekki svo mjög frábrugðin fjöldanum í flestum tilfellum. Þó er allstór hópur öryrkja, alltof stór, sem aðeins megnar að ráða við mjög lága leigu og eigin húsnæðisöflun verður alltaf víðsfjarri. Hússjóður Öryrkjabandalagsins var í upphafi stofnaður vegna þessara sér- stöku aðstæðna, af brýnni þörf og þökk sé þeim er þar fóru í fylking fremstir. Þegar sú staðreynd er skoðuð, að í dag fara íbúðir Hússjóðs að nálgast fimmta hundraðið, þá myndu margir halda að nú hlyti allvel að vera séð fyrir flestum þeim sem á þurfa að halda, einnig með tilliti til aukins hús- næðis í eigu sveitarfélaga og þá ekki sízt hér í Reykjavík. En tölumar tala öðru máli. A bið- lista hér eru nú um 370 manns eftir húsnæði og yfirgnæfandi hluti þess fólks er afar illa statt, allt yfir í það að vera á götunni. Þrátt fyrir íbúðirnar 250 fyrir lottó, þráttfyriraðliðsinni almennings í gegnum lottóið hafi bætt við yfir 200 íbúðum er staðan þó þessi. Athygli vekur einnig að afar vax- andi er sá hópur fólks meðal umsækj- enda, sem á við geðræn vandamál að glíma, svo og áfengisvandamál, ýmist samtvinnuð eða ein sér, ýmist yfir- unnin að mestu eða ekki. En vanda- málið er risavaxið. Þetta gerist sam- hliða hinni opinberu uppbyggingu í gegnum Frámkvæmdasjóð fatlaðra og átök félagasamtaka s.s. SEM-húsið er gott dæmi um. A þessu verða opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög að taka sameigin- lega með samtökum fatlaðra og reyna að finna heildstæða lausn og þar kemur félagslega húsnæðiskerfið ásamt húsaleigubótum sérstaklega inn í úrlausnarmyndina. Það er óviðunandi sem varanlegt ástand að þrátt fyrir sífellda og öra uppbyggingu séu hér mikið á fjórða hundrað manns á biðlista eftir hús- næði. Sameiginlegt átak eitt getur þar einhverju verulegu til vegar komið. Til samvinnu þar um er vitað að forráðamenn Hússjóðs eru albúnir. * Fjöldi aðildarfélaga Öryrkjabanda- lags íslands eykst stöðugt, því allar líkur eru á því að eftir næsta aðalfund bandalagsins verði félögin orðin 21 talsins. Nýjum félögum ber að fagna en jafnframt mun rétt að huga að skiptingu félaga og hlutverki þeirra um leið í ljósi þess að innan vébanda bandalagsins eru nokkur félög hreyfihamlaðra, þrjú kennd við heyrnarfötlun, tvö við blindu og tvö við geðræn vandamál, svo dæmi séu tekin. Þróunin virðist vera í báðar áttir: Annars vegar frekari aðgreining félaga, hins vegar frekari sameining. Auðvitað kunna að vera ástæður til frekari aðgreiningar m.a. þar sem um ólík viðhorf og markmið er að ræða eða um eitthvað ólíka fötlunarorsök, svo ekki skal nein alhæfing uppi höfð. Hins vegar er dæmið um S .Í.B .S. býsna gott dæmi um farsælt samstarf félaga og sambanda, þar sem innan vébanda þess eru astma- og ofnæmissjúklingar, lungnasjúklingar, hjartasjúklingar (sem er sjálfstætt landssamband) svo og að sjálfsögðu gömlu og góðu berklavarnadeildimar, sem auðvitað voru hin trausta undirstaða og eru enn íraunaðhluta. FyrirbragðiðerS.Í.B.S. langfjölmennasta og um margt eitt öflugasta aðildarfélag bandalagsins og hefur tekist að ná afar fjölbreyttum hópi öryrkja inn í eitt samband og virkja þannig krafta allra aðila í sameiginlegri baráttu. Mörg minni félög bandalagsins vinna vissulega afar ágætt starf og sannarlega segir félagafjöldi ekki alla sögu. Mikilvægast er máske það að öll þessi félög stór sem smá, sameini kraftana innan svo öflugs bandalags sem Öryrkjabandalagið óneitanlega er. En auðvitað þurfum við sem þar störfum að gæta þess vel að sinna sem jafnast og bezt baráttu—og áhugamál- um allra og þoka heildarhagsmunum fram á við. Með öflugu átaki og liðsinni aðildarfélaganna allra verður slík barátta auðveldari og árangursríkari. *

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.