Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Side 48
Sýnishorn afvöruúrvali kapaldeildar.
Starfsmaður Örtækni.
Sýnishorn frá samsetningardeild.
Örtækni
• • /
Tæknivinnustofa O.B.I.
Tæknivinnustofa Öryrkjabandalagsins var stofnuð í
nóvember 1976 og var þá í eigu Hússjóðs Öryrkja-
bandalagsins. í dag eru vinnustofurnar, Örtækni og
Saumastofan, í eigu Öryrkjabandalags íslands. í upphafi
var aðallega um að ræða framleiðslu rafeindatækja, svo
sem gjaldmæla o.fl. en sfðari árin hefur megin-
framleiðslan verið tölvukaplar og samsetning tölvubretta
fyrir rafeindatæki, sem unnin eru fyrir ýmis fyrirtæki. Að
öðru leyti tökum við að okkur allskyns verkefni fyrir bæði
lyrirtæki og einstaklinga þar sem m.a. er krafist fínvinnu
og nákvæmni. Helst er sóst eftir verkefnum sem ganga
jafnt og þétt um nokkurn tíma svo hægt sé að þjálfa upp
færni og nákvæmni innan vinnustaðarins.
Örtæknikaplar er sú deild sem framleiðir og flytur kapla
og jaðarbúnað fyrir tölvur. Framleiðslan er aðallega fólgin
í smíði sérkapla, sem yfirleitt fást ekki af lager, en einnig
eru fluttar inn allar algengustu gerðir tölvukapla frá
Taiwan og seldar á góðu verði bæði í heildsölu og
smásölu. Helstu viðskiptavinir eru tölvusalar um allt land.
Hjá Örtækni vinna nú 13 starfsmenn, 3 í fullu starfi en 10
í hálfu starfi. Laun að lokinni þjálfun miðast við grunn-
taxta Iðju, en oftast ílendast starfsmenn Örtækni hjá
fyrirtækinu um lengri tíma.
Til að geta veitt fleiri öryrkjum atvinnu þurfum við á
hentugum verkefnum að halda og biðjum við þig,
lesandi góður, að líta nú í kringum þig og benda öðrum
á okkur, eða hafa samband við okkur ef þú veist af hent-
ugum verkefnum. Ef þig vantar kapal eða annan tengi-
búnað fyrir tölvuna þína, borgar sig að hafa samband við
okkur áður en þú kaupir annarsstaðar. Það er mikil þörf á
starfstækifærum fyrir öryrkja.
Einar Aðalsteinsson
framkvæmdastjóri - sími 91-26832