Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 4
missi af þeim fallegu stöðum sem er þó hægt að gera aðgengilega. ✓ Eg er nú að láta af störfum hjá Öryrkjabandalagi íslands eftir nærri þriggja áratuga starf. Það eru blendnar tilfinningar í hugskotinu þegar ég hugsa til þess að nú gerast ýmsir hlutir sem ég verð ekki þátt- takandi í lengur. Hinsvegar dettur mér ekki í hug að segja að mig varði ekki um hlutina lengur. Málaflokkur fatl- aðra verður minn málaflokkur hér eftir sem hingað til og ég mun ekki slíta sambandinu við Öryrkjabandalagið. Þú þurrkar ekki út áratuga starf gleði og vonbrigða - skins og skúra. Þú þurrkar ekki út vináttu og samstarf margra ára. Nei lífið heldur áfram, að vísu á svolítið öðrum en vonandi góð- um nótum. Og við höldum vonandi áfram að ganga til góðs götuna fram eftir veg. Höldum vökunni og látum ekki deigan síga þó á móti blási stundum. Vegna þess að á eftir vetrinum kemur alltaf vor. Asgerður Ingimarsdóttir. Framkvæmda- stjóraskipti Hinn 1. júní sl. urðu mikil þáttaskil hjá Öryrkjabandalagi íslands. Ásgerður Ingimarsdóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóri eftir 28 ára starf hjá bandalaginu, unnið af einstakri elju, einlægni og samvizkusemi. Ásgerði er ekkert mannlegt óviðkomandi og ein- stök er alúð hennar gagnvart hverju því sem á þarf að taka og úr að leysa. Öryrkjabandalagið er ekki samt eftir að hún hefur kvatt sitt þýðingarmikla hlutverk. Henni fylgja hlýjustu óskir um gleðiríka giftutíð með hugheilli þökk fyrir frábært starf. En eins og Ásgerður segir: Málefni fatlaðra eru og verða alltaf minn málaflokkur, og máske megum við þess áfram í ein- hverju njóta. Helgi Seljan sem gegnt hefur starfi félagsmálafulltrúa og ritstjóra um hálft ellefta ár hefur tekið við af Ásgerði. Framkvæmdastjórn bandalagsins stóð einróma að ráðningu hans og hún síðar staðfest af stjómarfundi. Vonandi tekst honum að uppfylla þær væntingar sem til hans eru gerðar. Helga Þorleifsdóttir deildarstjóri: Tvö Ijóð VORIÐ í fjallshlíðinni á gráum steini sat vorið og beið síns tíma efst á tindum hrikalegra fjallanna þrjóskaðist veturinn við að kveðja dalinn. Lækirnir í fjallshlíðunum losnuðu hægt og hægt undan viðjum vetrarins lækirnir dönsuðu léttilega niður mjúkar hlíðar fjallanna droparnir urðu fleiri og fleiri sem vildu vera með í þessum frelsisdansi lækjarins. ísinn varð að tærum dropum sem tindruðu í kaldri morgunskímunni og þegar fyrstu sólargeislarnir birtust hurfu droparnir í trylltan gleðidans lækjarins. Hægt og hægt reis sól á bláum himninum og brosti heitu geislandi brosi og faðmaði vorið sem beið á gráum steini. Vorið steig sín fyrstu skref í geislum sólarinnar og undan gráa steininum birtist lítill gulur kollur kollurinn teygði anga sína í átt til sólar hægt og hægt opnaðist lítið undur vorsins eitt af öðru breiddu blöðin úr sér og Holtasóleyin heilsaði nýjum degi. 2. feb/98. DRAUMURINN í Ijúfum svefninum kom draumurinn æðandi eins og hafgyðjan sem klýfur ölduna með gljáandi bláleitum sporðinum. í hafi gyðjunnar voru hvítar perlur á botninum og með lagni var hægt að tína perlurnar úr bleikum skeljunum sem opnuðust í draumnum. Hver perla var sem eitt ógleymanlegt andartak þar sem sælan var fullkomin. Áfram klauf hafgyðjan ölduna eins og skipið með seglin þanin í átt að sjónarröndinni í átt að draumnum sem var óendanlegur en í svefnrofunum birtist dagurinn eins og óboðinn gestur með perlurnar í mjúkum lófanum. 9. mars 1998. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.