Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 6
BÓKÁ ÍSLENSKU UM PARKINS ONVEIKI s t er komin á vegum Park- insonsamtakann bókin Parkinsonveiki. Um er að ræða 98 síðna fræðslurit þar sem fjallað er um hinar ýmsu hliðar parkinsonveikinnar á afar skýran og aðgengilegan hátt. I upphafi bók- arinnar er stutt- lega rakin saga sjúkdómsins, sem enskur læknir, James Parkinson (1755-1824), varð Garðar fyrstur til að lýsa Sverrisson á kerfisbundinn “““■ hátt í frægu riti árið 1817. Kemur fram í bókinni að í þúsund ára gömlum indverskum handritum sé getið um einkenni sem líkist Parkinsonveikinni og að í gögnum Leonardo Da Vinci sé að finna lýsingar á manni sem kynni að hafa verið haldinn veikinni. Að loknu sögulegu yfirliti er gerð grein fyrir gerð og starfsemi heilans, efnabreytingum sem í honum verða við parkinsonveiki, uppgötvun sem tengdist eiturlyfjaneyslu og kenningu um niðurbrot súrefnis, sem nú þykir sennilegust þeirra tilgátna sem settar hafa verið fram um uppruna og þróun veikinnar. En kenning þessi tengist þeirri umræðu sem á síðustu árum hefur verið um svonefndar stakeindir (free radikals), oxun og andoxun. Talið er að 400 Islendingar séu með parkinsonveikina, en um orsakir er ekki vitað. í bókinni er þó fjallað um hugsanlegar orsakir hennar, og er það einkar athyglisverður kafli. Fjallað er um erfðir, efnafræðileg áhrif umhverfis og möguleg áhrif heila- bólgu, höfuðáverka og blóðtappa. Nokkrum orðum er varið í lyfjatengd parkinsoneinkenni og gerð grein fyrir helstu afbrigðum veikinnar. Kaflinn um sjúkdómseinkennin er ekki síður athyglisverður. Þar er lýst byrjunareinkennum sjúk- dómsins og gerð grein fyrir þeim aðferðum sem beitt er við sjúkdóms- greiningu, en vegna vægra byrjunar- einkennageturhúnreynsterfið. Fram kemur meðal annars að sjúkdómurinn byrjar oft í öðrum helmingi líkamans og að sá helmingur er venjulega verri alla ævi. En til að unnt sé að greina sjúkdóminn þurfa að minnsta kosti tvö af þremur algengustu einkennum hans að vera til staðar: hægar hreyfingar, skjálfti og vöðvastirðleiki. Þá segir í þessum kafla að villandi sé að kalla sjúkdóminn skjálftaveiki eins og stundum sé gert, því urn þriðjungur sjúklinga fái aldrei áberandi skjálfta. Af öðrum einkennum og vanda- málurn er fjallað um talörðugleika, kyngingu, munnvatnsrennsli, melt- ingu, þvaglát, svitaköst, sjón, lágan blóðþrýsting, sársauka og truflað tilfinningaskyn. I umfjöllun um andlega afturför er sagt frá því að þótt James Parkinson eigi heiðurinn af því að hafa verið fyrstur til að lýsa sjúk- dómnum allnákvæmlega hafi hann ekki veitt athygli andlegri afturför sjúklinganna, en á lokastigum veik- innar hafa flestir sjúklinganna látið mjög á sjá og er minnisleysið þar eitt helsta einkennið. Á hinn bóginn er það svo að hjá flestum sjúklingum hefst andlega afturförin tiltölulega seint. Um andlega hnignun er sagt að hún sé víðtækt hugtak sem geti leitt til margra sálrænna breytinga. Auk minnisins hafi hún einnig áhrif á sálarlífið og tilfinningar sjúklingsins verði oft sveiflukenndar. Hann geti farið að gráta þegar hann heyri rómantíska tónlist, bamabörnin komi í heimsókn o.s.frv. langtímaminnið geti einnig valdið erfiðleikum, en málnotkun og sértæk hugsun breytist sjaldan. Þegar allt komi til alls sé hið síðarnefnda alls ekki jafnmikið vandamál fyrir parkinsonsjúkling og hægu hreyfingarnar, stirðleikinn, skjálftinn og gangtruflanirnar. Að lokinni umfjöllun um þunglyndi og svefn er sjálfum sjúkdómsferlinum síðan lýst. Rúmum fjórðungi bókarinnar er varið í ítarlega umfjöllun um læknis- fræðilega meðhöndlun. Þarereinkum fjallað um lyf, breytingar á þeim og magni þeirra, langtímavandamál tengt levódópameðferð og hvernig draga megi úr sveiflum og ósjálfráðum hreyfingum. Að því búnu er kafli um skurðaðgerðir við parkinsonveiki, en eins og nýlega hefur komið fram í Forsíða bókarinnar. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.