Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 21
umboðsmaður gagnrökin til greina og
sendi heilbrigðisráðherrabréf þar sem
hann fór fram á að ráðherra gerði grein
fyrir lagagrundvelli umræddrar
skerðingar og skýrði viðhorf sín til
athugasemda kæranda.
Eftir hálfs árs bið, ófullnægjandi
viðleitni ráðuneytisins til svars og
ítrekanir umboðsmanns, birtist loks
greinargerð frá ráðherra þar megin-
rökin voru þessi: “Ráðuneytið telur að
fyrirliggjandi gögn vegna setningar
laga nr. 117/1993 bendi til þess að
ekki hafi verið ætlun löggjafans að
fella á brott heimild til setningar reglu-
gerðar á grundvelli 17. gr. laganna.”
Hér er m.ö.o. tekið undir það að í
gildandi lögum sé hvergi að finna
heimild til umræddrar skerðingar á
tekjutryggingu, þótt ráðuneytið víki
sér því rniður undan því að fjalla um
það hve berlega reglugerð þess brýtur
gegn þeim réttindum sem skýrt og
greinilega er kveðið á um í 17. gr. En
í þessari lagagrein er einungis tekið
fram að hafi bótaþegi tekjur umfram
tiltekin mörk skuli skerða tekju-
tryggingu hans um ákveðna prósentu
þess sem umfram er.
Umboðsmaður gerir athugasemd
I nýjasta áliti sínu, dagsettu 13.
apríl s.l., 27 síðna áliti sem hálft ár
var í vinnslu, véfengir umboðsmaður
ekki þann skilning að í gildandi lög
skorti heimild til setningar þeirrar
reglugerðar sem hér um ræðir. I áliti
hans kemur fram að slíka heimild sé
ekki lengur að finna í almanna-
tryggingalögum. Hins vegar álítur
hann að þar sem áður hafi verið í lög-
um ákvæði sem hafi heimilað
umrædda reglugerð og afnám þess
hafi verið samþykkt þegjandi og
hljóðalaust, megi líta svo á að Alþingi
hafi ekki ætlað sér að breyta neinu. I
þessu þriðja áliti sínu sættir hann sig
m.ö.o. við þá túlkun ráðuneytisins að
einhvers konar mistök hafi ráðið því
að lögin séu eins og þau eru, því í
lögskýringargögnum sé ekkert “sem
bendir til þess að átt hafi að auka rétt
lífeyrisþega að þessu leyti,” en slík
breyting hefði kallað á sérstaka
greinargerð.
Mikilvægast í þessu áliti er auð-
vitað að með því staðfestir umboðs-
maður Alþingis að hina umdeildu
lagaheimild sé ekki lengur að finna.
Varðandi hitt, að þingmenn hafi
líklegast ekki vitað hvað þeir voru að
gera, er það að segja að ekki þarf
löglærðan mann til að átta sig á að
frammi fyrir alvöru dómstóli myndu
heilabrot af þessu tagi hrökkva
skammt, enda vita það bæði guð og
menn að reglugerðarheimildir hafa
komið og farið án þess að krafa hafi
verið gerð um sérstakar greinargerðir.
Svo er það nú einu sinni þannig að
lög eru lög og eftir þeim ber að fara
en ekki getgátum um að þingmenn
kunni að hafa verið eitthvað annað að
hugsa en fram kemur í þeirra eigin
lagatexta, hvað þá getgátum um að
þeir hafi bara ekki nokkurn skapaðan
hlut verið að hugsa.
A
Istað þess að fallast á þá skoðun
ráðuneytisins “að ekki hafi verið
ætlun löggjafans” að samþykkja þau
lög sem sett voru, er nær að ætla að
þingmönnum hafi einfaldlega þótt 17.
grein laganna nógu skýr og tæmandi
til að þarflaust væri að hafa þar inni
ákvæði sem heimilaði ráðherra að
setja sérstaka reglugerð um fram-
kvæmd hennar - reglugerð sem e.t.v.
tæki til baka þau réttindi sem í grein-
inni er kveðið svo skýrt og greinilega
á um. Enda má af samtölum við þing-
menn miklu fremur ráða að þorra
þeirra hafi verið alls ókunnungt um
hvernig ráðherrann beitti, og beitir
enn, því heimildarákvæði sem áður
var í lögunum en er þar ekki lengur
að finna. Og væri fróðlegt að láta
reyna á þessi mál með vitnaleiðslum
ef ætlunin er að láta meinta fávísi
alþingismanna vera æðri lögum
landsins.
Þrátt fyrir augljósa ákvörðun-
arfælni og vandræðagang kvartar
umboðsmaður yfir því í bréfi til
forseta Alþingis að ekki komi nógu
skýrt fram í lögunum hvaða tak-
mörkunum megi binda þau réttindi
sem þar er kveðið á um. Þá endurtekur
hann það álit sitt frá 1988 að deila
megi um hvort umrædd skerðinga-
ákvæði geti talist réttlát eða heppileg.
“Var það skoðun mín,” segir hann, “að
ástæða væri til að taka þessar reglur
til athugunar og taka á ný afstöðu til
þess, hvort þær ættu að haldast
óbreyttar. Þá taldi ég eðlilegt, að í
lögum væri afmarkað nánar en þá
væri gert, hvaða skilyrði mætti setja í
reglugerð fyrir því að rnenn nytu
umræddrar tekjutryggingar.”
Gegn stjórnarskrá og
mannréttindasáttmálum
Ekki kemur á óvart að umboðs-
maður telji það orka tvímælis að hið
umdeilda skerðingarákvæði geti talist
réttlátt, enda hefur verið á það bent
að hún brjóti ekki aðeins gegn jafn-
ræðisreglu hinna nýju stjórnsýslulaga
heldur einnig gegn nýjustu ákvæðum
sjálfrar stjórnarskrárinnar. Þá má
benda á að þetta ráðslag gerir
öryrkjum ókleift að uppfylla þá grein
hjúskaparlaga (46. gr.) sem kveður á
um sameiginlega ábyrgð hjóna á
framfærslu. í þessu sambandi er
einnig rétt að minna á að ein aðal-
ályktun prestastefnu á síðasta ári var
að beina því til Alþingis að leiðrétta
þetta ranglæti. Ranglæti sem prestar
fullyrða að stefni hjónaböndum
öryrkja í voða.
Til viðbótar er rétt að minna á að
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
21