Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 28
Þemahefti um áfengi
og vímuefni
Geðverndarfélag íslands
heldur áfram þeim ágæta
sið að senda árlega frá sér
þemahefti um ýmis umhugsunarverð
efni og nú er það þemahefti um áfengi
og frkniefni sem nýkomið er út. Eins
og önnur slík áður er þetta hið
fróðlegasta rit og aðeins fært að tæpa
hér á afar takmarkað. Eiríkur Örn
Arnarson rekur efni greinanna stutt-
lega og við hans
glöggu en knöppu
lýsingu er hér stuðst.
Hann minnir á að
neysla áfengis og
annarra vímuefna hafi
aukist verulega á
íslandi á undanförn-
um árum. Hann vill
að við sé staldrað nú
þegai' háværar raddir
eru um tilslakanir
ýmsar í þessum efn-
um.
Forvarnir- orð og
athafnir. Islensk
áfengismálastefna á
20. öld nefnist ítarleg
grein prófessors
Tómasar Helgasonar
fv.yfirlæknis. Þar
bendir Tómas á væn sannindi s.s. að
hvers kyns áfengisvandamál eru
nátengd heildarneyslu í samfélaginu
og meiri heildarneysla leiðir af sér
fleiri stórneytendur og meiri vanda-
mál. Tómas rekur svo söguna allt frá
því áfengisbanni var á komið og til
okkar tíma, fáir munu Tómasi fróðari
um allt er þessu viðkemur m.a. allri
lagasetningu um áfengismál. Hann
minnir þarna á hin fögru fyrirheit
íslenskrar heilbrigðisstefnu sem ríkis-
stjórnin fékk samþykkta 1991 og and-
hverfu hennar í undanlátssemi og til-
slökunum æ síðan af hálfu Alþingis
og framkvæmdavalds.
Tómas minnir á skort á heildstæðri
stefnu stjórnvalda í þessum efnum og
segir tvískinnunginn gagnvart áfeng-
inu makalausan, um áfengi eigi að tala
sem fíkniefni.
Áfengisneysla á öldinni hefur fjór-
faldast og að sama skapi hafa líkur á
því að fólk verði vímuefnavanda að
bráð stóraukist. Framtíðarsýn stjórnar
ÁTVR gengur þvert á stefnu stjóm-
valda í áfengisvörnum.
Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir
fer enn lengra aftur en Tómas í
grein sinni glöggri: Baráttan við
Bakkus. Fer aftur til Egils Skalla-
grímssonar og Goðmundar á Glæsi-
völlum sem vitnisburð um að finna
megi í elstu heimildum dæmi um
ölskap ekki óáþekk þessum sem hann
tilgreinir. Hann rekur svo söguna
skemmtilega með tilvitnunum ýmsum
m.a. upphaf bindindishreyfingar í
Bandaríkjunum og svo hér m.a. með
upphafi Góðtemplarareglunnar.
Bannið og saga þess kemur og vel
fram og Jóhannes vitnar til Guð-
mundar Bjömssonar síðar landlæknis
sem árið 1900 segir: “Drykkjuskapur
er sjúkdómur”. Jóhannes rekur ræki-
lega ástæður þess að kippt var stoðun-
um undan þeim jákvæðu áhrifum er
áfengisbannið hafði. Hann minnir
einnig á reynslu Bandaríkjamanna af
áfengisbanni.
Jóhannes hverfur svo til nútímans
og fer yfir ástand í áfengismálum
annarra þjóða s.s. Frakka og Rússa.
Hann varar í lokin við tilslökunar-
stefnunni og gróðahyggjunni: Því er
hætt við að aftur lokist hringurinn og
Bakkus beri sigur af hólmi, segir í
lolcin.
Oddi Erlingsson yfirsálfræðingur
á greinina: Fíknihugtakið.
Vímuefnafíkn og áfengisfíkn. Hann
bendir m.a. á að farið sé að tengja
margt áráttukennt
atferli við hugtakið
fíkn, þó gildandi
greiningarkerfi tengi
við það einungis
ofneyslu vímuefna.
Rekur svo þróun
greiningarkerfa og
líkön þau sem fram
hafa verið sett. Varar
við of frjálslegri skil-
greiningu hugtaksins
fíkn. Vímuefnið
áfengi í velferðar- og
neyslusamfélagi nú-
tímans nefnist grein
Hildigunnar Ólafs-
dóttur yfirfélags-
fræðings. Hún rekur
þar forsendur norr-
ænnar áfengismála-
stefnu m.a. áherslu á ytra eftirlit, sem
er öðrum býsna fjarlægt.
Hugmyndin að baki velferðarrík-
inu var að gæta hagsmuna þeirra hópa
sem ekki höfðu afl til að tryggja eigin
velferð, segir Hildigunnur. Besta
forvörnin:að draga úr heildarneyslu
nýtur vaxandi fylgis. Atlaga að norr-
ænni áfengismálastefnu er svo sér-
kafli í grein Hildigunnar: Minnkandi
innri stuðningur: Aðrar áherslur m.a.
tillögur stjórnar ÁTVR sem enga
afstöðu tekur til heilbrigðis- og
félagsmála, en vill fyrst og fremst laga
sig að villtustu óskum neytenda.
Svo kemur til ógnun að utan með
EES samningi og hugsanlegri ESB
aðild. Þó hefur Evrópudómstóllinn
kveðið upp úrskurð um að einkasala
áfengis standist. Hildigunnur bendir
á að með hnignun þjóðríkisins færist
valdið út á við til stærri heildar og inn
28