Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 30
Stjórn og varastjórn Sjálfsbjargar fyrir hálfum fjórða áratug, Sigurður Guðmundsson formaður fyrir miðri mynd. BAUÐ ORLOGUNUM BIRGINN s s I heimsókn hjá Sigmari O. Maríussyni gullsmið Slysið kom eins og högg inn í tilveru 21 árs manns. Gjör- breytti lífi hans. Skyndilega þurfti hann að horfa fótalaus fram á veginn. Fyrir 42 árum síðan var lítið um hjálp- artæki - elli- heimilisvist var úrræði þjóð- félagsins fyrir stórfatlað fólk. Sigmar var einn af þeim fyrstu sem stóð upp- réttur á tveimur gervifótum - og gekk út í lífið. “Að halda áfram að lifa lífinu og láta eins og ekkert sé! Það er það sem gildir,” segir Sigmar. Gestinum opnast notalegt um- hverfi í gullsmíðastofu Sig- mars, þótt umgjörðin sé bflskúr við einbýlishús hans að Suðurbraut 9 í Kópavogi. Stórir gluggar vísa út í garð, um- luktan trjágróðri. Styttan af hugsuð- inum, gráskellóttum af veðrabrigðum, er áberandi á borðinu í garðinum. “Þarna tekst meira eftir honum en inni í bókahillu. Vinir mínir sem gáfu mér hann, eiga samt erfitt með að skilja, af hverju ég læt hann sitja úti í garði undir áföllum náttúrunnar”. Lauf er óðum að kvikna á trjágrein, þar sem auðnutittlingar héldu sig í vetur. “Þetta eru örlitlir hnoðrar með gult nef og rauðar fjaðrir á hausnum”, segir Sigmar, “ég hélt þá aðeins vera á norðausturhorninu, en þeir sækja mig heim líka hér”. Sérkennilegur helgiblær ríkir á vinnustofu Sigmars. Eitthvað sem maður skynjar fljótt, en getur ekki skilgreint. Á veggjum hanga gömul verkfæri: gæruhnífur, heynálar, blóð- bíldur, álajárn, sögufræg exi - alþýðu- verkfæri sem hætt er að nota, en vekja upp tilfinningu fyrir löngu liðnum tíma. Glerskápar á gólfi geyma listaverk gullsmiðsins, silfurmyndir greyptar á slípaða steina, handunna krossa og módelhringa með íslenskum ópal- steinum. Síðan er það maðurinn sjálfur. Sem safnar þessu í kringum sig. Sem skapar þessi fögru listaverk, tengir saman silfur og stein. Per- sónuleiki hans fyllir út í herbergið. Hann gengur á móti gestinum og heilsar með þéttu handtaki. Mynd- arlegur maður með glettni og trega í augunum, erfitt að sjá að hann sé stórfatlaður. “Ég er ágætur á sléttu gólfi”, segir hann. Yngsta dóttir Sigmars, Áslaug er stödd hjá pabba sínum með afa- barn. “Hún var að fermast í vor, og þetta er Hákon Þorri, skírður svo kraftmiklu nafni að kveða mætti niður meðþvídraug. Áður fyrr þurftu menn að sveifla krossum í kringum sig til að stugga burt illum öndum.” Sigmar bregður á loft silfurkrossi sem hann er að móta. “Þessi á að fara í kapellu. Ég smíða töluvert af kross- um, bæði á altari og konuhálsa.” Á vinnuborði Sigmars bíður slípað blágrýti úr Esjunni eftir að silfruð ímynd affjalli og bæ sé greyptísteininn. Skiss- an er tilbúin. Nafn þess sem listaverkið fær í stórafmælisgjöf, tengist fjalli og bæ. “Ég er alltaf að skissa eitthvað upp. Fæ innblástur úr stuðlaberginu, og fjöllin heima eru alltaf inni í mér... Nei, eggin frá Langanesi eru ekki komin”, svarar Sigmar viðskiptavini. Heimabyggðin Þórshöfn, og fæð- ingarbærinn, Hvammur í Þistilfirði, eru greinilega ekki langt undan. “Núna er mesta strokið í mér. Mig langar alltaf norður, en mest á vorin.” Sigmar segist tala daglega í símann norður. “Þar á ég mjög margt skyld- fólk og vini á hverjum bæ”. Oddný Sv. Björgvins 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.