Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 31
Eldri kona kemur að sækja hring
úr viðgerð.
“Eins og nýr, endist í 43 ár”, segir
Sigmar og afhendir henni gullhring-
inn. Eigandinn brosir, telur sig ekki
verða hringsins aðnjótandi svo lengi.
Ungt par mátar trúlofunarhringa.
Trúin, lífið, fólkið. Merkisatburðir í
lífi fólks endurspeglast á borði gull-
smiðsins.
“Ef maður gæti undið ofan af lífs-
spólunni”, segir sá sem búinn er að
mæta mörgum áföllum á lífsleiðinni,
“en ef ekkert kæmi fyrir, þyrfti maður
ekki að hugsa”.
Höggið sem gjörbreytti lífinu
igmar hellir upp á sterkt kaffi,
áður en farið er að rifja upp högg-
ið sem hitti hann í blóma lífsins, fyrir
42 árum. Sest síðan með kaffibollann
og hagleikshöndin iðar. Skissa fæðist
af hjólastól...
“Eg var að vinna við radarstöð á
Heiðarfjalli á Langanesi, fyrir vernd-
ara okkar Bandaríkjamenn, haustið
1956. A laugardagskvöldi keyri ég
niður í sveit til að ná í konu eins
vinnufélaga míns. Er á leið upp fjallið
aftur, þegar ég þarf að stoppa og bæta
vatni á Willys-jeppann (’47).
Eg stend fyrir framan bílinn, og er
að stumra yfir vatnskassanum, þegar
annar Willys-jeppi kemur akandi
niður fjallið. Bíllinn hjá mér er með
fullum ljósum, en staðsettur á öfugum
vegkanti, þeim megin sem vatnsrenna
var við veginn. Vegurinn var nógu
breiður, en bílstjórinn blindast eða
ruglast (hélt að hann væri að mæta bfl)
- og lendir beint framan á mínum bfl.
Höggið var svo mikið, að minn bíll
hentist aftur um sjö metra.
Þama klemmist ég á milli járnstuð-
ara, sem féllu alveg saman - og klipptu
fæturna undan mér, eins og skæri.
Annar fóturinn hékk á taug. Hinn
brotnaði í kássu og þurfti að fjarlægja
hann tveimur dögum síðar”.
arna liggur Sigmar í mölinni í
blóði sínu. Og sýnir ekki síðri
viðbrögð en fornhetjur Islendinga-
sagna.
“Eg missti aldrei meðvitund, en
reif strax af mér beltið og batt fyrir
stúfinn. Fékk hina til að binda fyrir
brotna fótinn. Þeir keyrðu strax með
mig niður á Þórshöfn - um 20 mínútna
akstur. Sem betur fer var læknirinn
heima, því að mér var næstum blætt
út, fékk blóðgjöf frá frænda mínum”.
A þessum tíma var Björn Pálsson
flugmaður bjargvættur margra sem
lentu í slysum. Myrkur og auð jörð
þegar slysið varð, en um nóttina gerði
stórhríð svo svarta að ekki var viðlit
að fljúga. Fyrst á mánudegi var hægt
að fljúga með Sigmar á Akureyrar-
spítala. Þá var komið drep í brotna
fótinn.
“Sárin voru mjög óhrein og lengi
að gróa,” segir Sigmar. “Síðar varð
að skera fyrir ofan hnén, til að fá pláss
fyrir hnjáliði. Guðmundur Karl
skurðlæknir gekk mjög vel frá þessu,
setti hnéskelina undir svo að ekki var
eins sárt að stíga á gervifætuma.
Ég lá á sex manna stofu, merkilega
andskoti fjörugt, og kynntist geysi-
mörgum skemmtilegum mönnum
sem hafa enn samband við mig. Þeir
lágu stutt, en ég var í ellefu mánuði.”
Sigmar réttir fram teikningu af
gamaldags bólstruðum hægindastól
með trérullu að framan, einu stóru
hjóli að aftan.
“Svona var eini hjólastóllinn á
Norðurlandi árið 1956 - stóll, eins og
maður sér í gömlum breskum kvik-
myndum. Ég sat eins og “lord”, en
alltaf þurfti einhver að ýta. Eitt sinn
beygði ég mig of mikið til hliðar og
kollsteyptist. Stóllinn var býsna valt-
ur, með einu hjóli að aftan!
Að komast á fætur
Annað eins slys á einum manni
hafði víst aldrei orðið á íslandi. Þetta
var mikið í fréttum og margir héldu
að líf mitt væri búið. Einhvern tíma
hefði mér verið komið fyrir á elli-
heimili sem stórfötluðum manni með
enga framtíð. Ég átti góða kærustu,
sem var ófrísk þegar slysið varð.
Enginn hefði undrast, þótt hún hefði
sagt skilið við svo farlama mann, en
Þórdís Jóhannsdóttir stóð eins og
klettur við hlið mér. Hún flutti til
vinafólks okkar á Akureyri og heim-
sótti mig daglega. I júní ’57 fæddist
okkur fyrsta dóttirin.
Um haustið flytjum við til Reykja-
víkur og gátum flutt inn í eigin íbúð,
94 fermetra jarðhæð við Rauðalæk,
sem slysabæturnar 300 þúsund kr.
dugðu fyrir - sambærilegar bætur í dag
geta numið tugum milljóna. Hjóla-
stól pantaði ég frá reiðhjólaverk-
smiðju Fálkans sem þeir smíðuðu af
eigin hugviti. Sá leit út eins og hjóla-
stólar núna, nema að undir honum
voru reiðhjólahjól”.
Sigmar er fljótlega sendur til
Kaupmannahafnar og lagður inn á
Ortopedisk Hospital. Þar fær hann
þjálfun í þrjá og hálfan mánuð og er
sendur heim á nýjum gervifótum.
“Fyrstu gervifæturnir mínir voru
fornaldargripir miklir úr tré og leðri.
Þegar ég steig á þá fyrst, þótti mér
vonlaust að maður gæti staðið kyrr,
hvaðþágengiðáþessu! Áþeimgekk
ég í tólf ár. Nýju fæturnir frá Össuri
eru geysileg tæknibylting og á heims-
mælikvarða.
Ég kom heim í mars ’58. Það tók
mig fjórtán mánuði að komast aftur á
fætur.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31