Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 35
Oft þurfti Sigmar að vega sig upp
úr stólnum á Hverfisgötunni, og ekki
alltaf fyrir viðskiptavini. Fólk hringdi
tíðum bjöllunni til að fá skipt í
stöðumæli. Sigmar stundaði lengi
kraftlyftingar, keppti meira að segja
á Olympíuleikum fatlaðra. Nú segist
hann nýlega farinn að nota hjólastól í
utanlandsferðum.
Að sjá Sigmar ganga rösklega við
staf, sýnir ekki að þar fari mikið
fatlaður maður. Að sjálfsögðu á Sig-
mar góða glettnissögu af ímynd sjálfs
sín á almannafæri.
“Okkur vinunum í gullsmíðastétt
kom eitt sinn saman um, að bestu vín-
kaupin væru í messuvíni. Einn okkar
var sendur út af örkinni og sneri
tilbaka með messuvín úr Ríkinu. Þeg-
ar kom að mér að kaupa messuvínið,
virti afgreiðslumaðurinn mig fyrir sér
og sagði: “Messuvín er aðeins selt
prestum”! Hann sá á mér, að ég gæti
ekki verið prestur. Hinn var prestleg-
ur, ekkiég. Hvað, efséraPéturkæmi?
Eg var beðinn um að tala við séra
Pétur, áður en seinni fótur hans var
fjarlægður. Pétur er stórmerkur mað-
ur. Fyrir hans tíð hefði þótt útilokað,
að svo fatlaður maður sinnti prests-
störfum. Nú er Pétur einn af vinsæl-
ustu prestum landsins. Alltaf er verið
að ryðja fleiri hindrunum úr vegi fyrir
fatlaða, en löng leið er enn til
jafnréttis”.
Sigmar gengur inn í sitt listræna
umhverfi. Gesturinn hverfur á
braut, en hugurinn er hjá honum. Sem
einveran og síðasta höggið á vonandi
eftir að hvetja til meiri dáða í
listsköpun.
Þótt gömlu alþýðuverkfærin hverfi
í Viðeyjarstofulegt grjóthleðsluhús á
Sauðanesi til að glæða fortíðarvitund
ferðamannsins, er nokkuð víst að
vinnustofa Sigmars geymir áfram
kirkjulega dulúð. Það er ekki öllum
gefið að meitla saman “bláa mána-
steina og silfurskin”.
A kvöldferð í morgunbjarma beinir
hann sjónauka sínum að fuglunum,
sem láta vængina bera sig yfir heims-
ins höf. “Nú er gaman að skoða mar-
gæsina á Alftanesi”.
Oddný Sv. Björgvins.
Hrafn Sæmundsson
fulltrúi:
Blöð rósarinnar
Blátt eins og hafið kom Ijóðið til hans
í morgunsárinu og hann fann frelsið
snerta hverja taug.
Eitthvað hafði gerst bakvið orðin og
Ijóðið lifnaði í vitundinni á
ókunnu máli.
Álagahamurinn féll af Ijóðinu og nýjar
fjaðrir uxu í blámanum.
Frelsið sigldi þöndum seglum og bað aðeins
um svalt sjávarloftið undir vængina.
Ljóðið ólgaði ósnertanlegt á öldum
hafsins meðan gömul orð lágu
bundin á botni hugans.
Á bláum sjónum flaut rósin og
breiddi út blöðin.
Og blöð rósarinnar opnuðust og hann
horfði í djúpið á fjólubláum sal
þar sem ný orð spruttu fram og frelsið
skaut rótum í rakri moldinni.
Hrafn Sæmundsson
Hlerað í hornum
Pavarotti sá Lionsmerki í barmi þeirra
Kristins Hallssonar og Guðmundar
Jónssonar, hinna frábæru söngvara
okkar, og Kristinn segir í bók sinni
að það hafi orðið Pavarotti tilefni
þessarar sögu er hann sagði þeim
félögum í lauslegri endursögn. Vinur
hans var á ferð í fjalllendi á Ítalíu; lenti
í aftakaveðri og sá sig loks tilneyddan
að beiðast gistingar á afskekktum
bóndabæ. Þar kom til dyra ung og
falleg kona sem kvaðst ekki geta hýst
hann þar sem bóndi sinn væri ekki
heima og aðeins eitt íveruherbergi á
bænum. Gesturinn benti þá á Lions-
merkið í barmi sér og sagði að menn
sem í þessum félagsskap væru gerðu
aldrei neitt ljótt eða óheiðarlegt. Fékk
hann þá gistingu, svaf af um nóttina
og þegar hann vaknaði var konan
komin út. Hana fann hann svo úti á
hlaði að gefa hænsnum sínum morg-
unmatinn.
Gesturinn sá að í hópnum voru hanar
tveir, undraðist það mjög og spurði
konuna, hvernig í ósköpunum það
gengi að vera með tvo hana, hvort
ekki væri endalaust hanaat á ferð.
Þá brosti konan ísmeygilega og sagði:
“Nei það gengur ágætlega, sko annar
sinnir sínum skyldum eins og bezt
verður á kosið, hinn er sko þú veizt -
svona Lions”.
***
Það gerðist í sjötugsafmæli manns
eins. Mikil veizla var haldin og vel
veitt í mat og ekki síður drykk. Af-
mælisbarnið brá sér fram á snyrting-
una og þar heyrðist hann tauta fyrir
munni sér: “Skömmin þín. Nú værir
þú orðinn sjötugur líka ef þú hefðir
ekki verið dauður fyrir tuttugu árum,
Sú litla þriggja ára átti að gista hjá
frændfólki og þangað fór mamma
hennar með hana. Eftir nokkra stund
ókyrrðist sú stutta og sagði aftur og
aftur: “Mamma farðu bara.” Þásagði
móðirin: “Já ég skal sko fara, langt,
langt í burtu. Og hvað ætlar þú þá að
gera?” “Þá fer ég með þér,” sagði sú
stutta.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
35