Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 36
Nokkur sýnishom manntegunda (sem þú hittir á karlaklósettinu) 1 .Skapbráður: Hefur farið í nærbuxurnar öfugar, finnur ekki klaufina - rífur buxurnar. 2. Félagslyndur: Pissar með vinum sínum hvort sem honum er mál eða ekki. 3. Kærulaus: Allar skálir uppteknar - pissar í vaskinn. 4. Utan við sig: Hneppir frá vestinu - tekur út bindið - pissar í buxurnar. 5. Montinn: Beinir bununni móti straumnum, þvers og kruss um skálina, reynir að hitta flugu. 6. Fullur: Tekur vinstri þumalfingur í hægri hendi - pissar í buxurnar. 7. Feitur: Bakkar frá skálinni - bunar í blindni - hittir í skóinn. 8. Þolinmóður: Stendur lengi kyrr og bíður - les í bók með lausu hendinni. 9. Óþolinmóður: Stendur augnablik - gefst upp - gengur burt. 10. Kaldur karl: Slær tólinu í skálarbarmana til að hrista af því. Jón Þorleifsson verkamaður: Hugleiðing Lifað hef ég langa ævi þó lítil séu verkin mín, og eitt er víst að af þeim hvergi ævintýraljómi skín. Að gráta það sem glatað liggur getur aldrei skaða bætt, því skal ekki um það marga sem illa hefur farið rætt. En uppgjöf fylgir eyðilegging á því sem er dýrst og best, svo öllum sem á öðrum níðast ei má gefa styrk né frest. Þá fanta gera óvirka verður og veita má þeim ekki grið, því að öllu öðru fremur á að styrkja réttlætið. Framtíðina aðrir eiga, ég óska þeim að njóta vel þegar að mín ævi hefur orðið að lúta fyrir hel. Og meðan aldir áfram líða aldrei verði blóðugur heimur þar sem ríkjum ráða réttlæti og kærleikur. Jón Þorleifsson Hlerað í hornum Maður nokkur þjáður af vanlíðan, samviskubiti og skömm, vegna þess að hann hafði haldið fram hjá konunni sinni, mætti á samkomu í Hvítasunnu- söfnuðinum. Maðurinn ákvað rétt fyrir samkomuna að létta á hjarta sínu og ræða þessi vandræði sín í trúnaði við forstöðumann safnaðarins. Hann tók manninum vel og talaði vel og lengi við hann, áminnti manninn en tjáði honum jafnframt að allir værum við syndarar. Það sem hins vegar skipti máli væri að við iðruðumst synda okkar og bæðum um fyrirgefn- ingu. Manninum leið strax betur við þetta og settist framarlega á bekk í salnum í Fíladelfíu og hugðist styrkj- ast enn betur andlega með því að taka þátt í samkomunni, sem þá var rétt í þann mund að hefjast. Ofangreint samtal var forstöðumanni greinilega ofarlega í huga þegar hann hóf prédikunina. Hann byrjaði á að ræða hvílrkt böl og niðurlæging það væri fyrir mannskepnuna að drýgja hór. Skýrt væri kveðið á um það í biblíunni að slíkt væri mikil synd. Þá fór hann að leggja nánar út af þessu efni í máli sínu. Hann sagðist hafa hitt eitt guðsvolað sóknarbam núna rétt fyrir samkomuna sem hefði sagt sínar farir ekki sléttar. - Við þessi orð fór ofangreindu sóknarbarni að hætta að lítast á blikuna. - Prédikarinn sagði að sóknarbarnið hefði fallið í það mikla syndafen að leggjast með konu annars manns. Hann sagði að nafn mannsins skipti engu máli enda kæmi það engum við. Það væri bara milli Guðs og hans sem leiðtoga safnaðar- ins. Hann var mjög hraðmæltur en það sem verra var stundum afar fljót- fær. Enda sagðist hann m.a. hafa sagt við þennan vesæla mann: “Sigtryggur minn þú hefur drýgt mikla synd.” Sigtryggur sat enn undir þessari ræðu, en nú hafði hugarró yfir að hafa létt á sér við forstöðumanninn horfið fyrir mikilli skömm því allir vissu hver Sigtryggur var. *** Einu sinni beið karl eftir bílstjóra sem hafði lofað að sækja hann. Þegar honum leiddist biðin sagði hann: “Hann kemur ekki enn. Ætli hann komi fyrr en í nótt. Hann er beztur á nóttunum skrattinn sá . Það segja konurnar.” 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.