Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 37
✓ A“Hrafnaþingi”, ráðstefnu um ný viðhorf í öldrunarmálum, sem haldin var í Kópavogi 7. mars sl. kom fram gagnrýni á hvernig oft er komið fram við eldri borgara, svo sem að talað er við þá eins og óvita. í erindum sem flutt voru á ráðstefn- unni kom frarn að forsjárhyggja er of oft lögð til grundvallar í starfi með eldri borgurum og velt var upp spurn- ingu um hvort það þjónaði frekar hagsmunum eldri borgara eða kerfis- ins. Hugsanlega má rekja þessa gagn- rýni til þess að oft er litið á eldri borg- ara sem einsleitan hóp. - Hóp með sömu langanir, vilja og þarfir. - Hóp sem settur hefur verið á sérstakan bás í þjóðfélagsfjósinu. Vissulega má þó færa fyrir því gild rök að því lengur sem við lifum þeim mun fjölbreyttari og sérstakari einstaklingar verðum við. Hlerað í hornum Maður var að taka gröf í kirkjugarði í logni og miklum hita, kastaði því klæðum og var á nærklæðunum ein- um ofan í gröfinni. Nú vildi svo hrap- allega til að hann komst ekki upp úr gröfinni og fór því að verða kalt, enda kvöldaði að. Hann hrópaði hástöfum á hjálp og loks slangraði þar að vel hífaður náungi sem leit með undrunar- Aráðstefnunni kom einnig fram að sjálfræði eldri borgara er eilítið brotakennt hugtak og að lögin sem áttu að tryggja það eru ekki nægi- lega afdráttarlaus. Varpað var fram þeirri spurningu að ef til vill væru sér- lög um málefni aldraðra tímaskekkja því í þeim kæmi frekar fram að vemda eldri borgara en virða. Einnig kom fram á ráðstefnunni að ellin væri oft skilgreind út frá því sem hún er ekki fremur en því sem hún er og að vera gamall væri fyrst og fremst að vera ekki ungur lengur, í stað þess að rökrétt væri að segja að ellin væri eitt skeið í lífshlaupi og þroskaskeiði mannsins eins og hin lífsskeiðin þ.e. bernskan, unglingsárin og fullorðins- árin. Því ætti líf okkar að vera ein samfella þar sem upphafið, megin- kaflinn og lokakaflinn væru í full- komnu jafnvægi. og óttasvip niður til þess í gröfinni. “Hjálpaðu mér upp úr, ég kemst ekki upp og mér er svo hræðilega kalt,” kallaði sá í gröfinni. “Það er nú engin furða að þér sé kalt. Það hefur gleymst að moka yfir þig,” sagði sá drukkni. Vinurinn spurði hundeigandann hvað hundurinn hans héti. “Það veit ég ekki. Hann neitar að segja til nafns.” Kynning Um síðustu áramót tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Styrktarfélagi vangefinna Kristján Sigurmunds- son, en hann hafði áður verið þar starfsmanna- stjóri. Krist- ján tók við af Tómasi Stur- laugssyni sem lengi hafði gegnt þessu starfi af stakri prýði. Kristján cr í'æddur 5. maí 1954, elztur sex systkina. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1976 og prófi frá Þroskaþjálfaskólanum 1983 og sótti þar síðan fram- haldsnám í stjórnun og starfs- mannahaldi. Er við rekstrar- og viðskiptanám við Endurmennt- unarstofnun H.í. og er þar langt kominn. Kristján hefur víðtæka starfsreynslu m.a. verið gæzlu- maður og þroskaþjálfi á Kópa- vogshæli, kennari, forstöðumaður sambýlis, fræðslufulltrúi Krabba- meinsfélagsins, framkvæmda- stjóri Greiningarstöðvar eitt ár, launa- og tómstundafulltrúi Styrktarfélags vangefinna og svo starfsmannastjóri þar, starfsmaður Átaks félags þroskaheftra, leiðbeinandi á námskeiðum MFA. Ýmsu öðru hefur hann gegnt s.s. víða í trúnaðarstöðum og stjórn- um. Hann hefur ritað fjölda greina og tekið mörg viðtöl, komið mjög víða við í málefnum þroskaheftra. Kristján er mikill tónlistar- iðkandi og unnandi, í kórum, lúðrasveitum og hljómsveitum m.a. í Sinfóníuhljómsveit íslands eitt starfsár. Hann er kvæntur Önnu Elísa- betu Ólafsdóttur þroskaþjálfa og lögreglumanni og eiga þau tvö börn. Kristjáni er alls góðs árnað í sínu nýja starfi. Þar fer verka- glaður þegn sem mun félaginu til farsældar verða. H.S. Frá pallborðsumræðum Sjá bls. 22. Niðurstöður af “Hrafnaþingi”, ráðstefnu um ný viðhorf í öldrunarmálum sem haldin var í Kópavogi Kristján Sigurmundsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.