Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 46
RITTULKUN fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta Lagði til við ÖBÍ að það héldi slíka námstefnu hér um þennan sáttmála og var því vel tekið. Hún gerði einnig að umtalsefni myndband um aðgengi sem Myndbær er að láta gera með fulltingi Sambands íslenskra sveitar- félaga þar sem hlutur heyrnarlausra væri fyrir borð borinn. Guðríður Ólafsdóttir vakti athygli á því að samningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við félags- málaráðuneytið um aðgengismál rynni út um næstu áramót. Þessi samningur hefði hvergi nærri reynst nógu vel. Best væri að Öryrkjabandalag íslands hefði forræði þessa máls með því fjármagni er fylgt hefði fyrri samningi. Formaður ræddi um aðalfundar- tíma í haust. Vísað til framkvæmda- stjórnar. 6. Asgerður kvödd af stjórn. Formaður minnti fundarmenn á það að þetta væri síðasti stjórnar- fundur bandalagsins er Ásgerður Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri sæti. Hér hefði hún unnið með sér- stökum ágætum í 28 ár samfellt. Hún væri alveg einstök persóna í viðmóti, glaðlynd og ljúflynd en fylgin sér hið besta. Hún hefði unnið bandalaginu afburða vel. Sem lítinn þakklætisvott bað hann Elísabetu Á. Möller að færa henni mjög fallegan blómvönd frá bandalaginu. Ásgerður þakkaði fyrir sér sýndan sóma og sagði að vissulega væru það blendnar tilfinningar að hætta störfum. En það breytir engu um það að þetta er og verður alltaf minn málaflokkur, sagði Ásgerður. Vissulega hafa skipst á skin og skúrir, skinið þó miklu meira og bjartara í minningunni. Heppin hefi ég verið með frábært samstarfsfólk hvarvetna, á skrifstofu og frá félögunum, sagði Ásgerður m.a. Árnaði bandalaginu allra heilla. Henni var þakkað með dynjandi lófaklappi. Sannarlega er erfitt til þess að hugsa að hún Ásgerður verði ekki hér áfram sívakandi yfir allra velferð, vekjandi og hvetjandi í góðri aðgát sinni. Við væntum þess þó að fá hennar góðu krafta í ýmsu notið áfram m.a. við lestur þessa Fréttabréfs inn á snældur fyrir blinda og sjón- skerta. Fundi var slitið laust fyrir kl. 19. H.S. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur gefið út góðan og gagnlegan bækling um rittúlkun fyrir heyrnar- lausa og heyrnarskerta. Bæklingurinn skiptist í sex áherzluatriði og svo eru almennar upplýs- ingar. Fyrst er um rittúlkun almennt fjallað þ.e. að koma raddmáli yfir á ritað mál, hlusta, taka við upplýsingum og muna það sem sagt er. Mikið andlegt og líkamlegtálag. Þeirfara með allt sem túlkað er sem trúnaðarmál. Vinnureglur túlka eru næst og þar m.a. að allt sem sagt er skuli túlka, túlkur sé hlutlaus og má engu bæta við frá eigin brjósti. Staðsetning túlks er mikilvæg, rittúlkur þarf að vera við hlið þess sem túlkað erfyrir. Góð ráð: Tala beint til hins heyrnarlausa, tala skýrt með eðlilegum samtalshraða og raddstyrk o.s. frv. í skóla skal nem- andi rétta upp hönd áður en hann talar. Þegar þörf er á túlkun er þar næst. Pantið túlk a.m.k. viku áður en túlkun fer fram. Undirbúa túlk sem allra bezt. Túlkaþjónusta er svo í lokin. Þar er sagt að í hópi sérhæfðra starfs- manna Samskipta- miðstöðvar er að finna rittúlka, táknmálstúlka, túlka með snertitúlkun fyrir daufblinda og millitúlkun fyrir þá sem ekki tala hefðbundið táknmál. I blálokin eru svo almennar upplýsingar um hina ýmsu aðila er að koma. Að- eins hér minnt á síma Samskipta- miðstöðvar við Háteigsveg: 562 7702. Þessi bæklingur er fróðlegur vel og til þess líklegur að fólk fái betri upplýsingar um hið mikilvæga hlut- verk Samskiptamiðstöðvar og þá rittúlkanna sérstaklega. H.S. Nýr starfsmaður Öryrkj abandalagsins Frá og með 1. apríl sl. var Garðar Sverrisson varaformaður Öryrkja- bandalagsins ráðinn í hálft starf hjá bandalaginu, alveg sérstaklega til starfa að kjara- og kynningarmálum. Garðar er fæddur 1959 í Reykjavík. Hann varð stúdent 1982. BA í stjórnmála- og viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1991. Masterspróf 1 bókmenntum frá University of Arizona 1995. Blaðamaður í Reykjavík frá 19 ára aldri og á sínum tíma starfsmaður þingflokks Bandalagsjafnaðarmanna. Hefur unnið við ritstörf frá árinu 1988. Ritverk hans eru: BýrIslendingurhér - minningar Leifs Muller 1988; Ævisaga Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara 1990; Veizlustjórinn, skáldsaga 1997. Garðar er félagi í MS félagi Islands og er þar nú í stjóm. Hann er fulltrúi MS félagsins í stjórn Öryrkjabandalagsins og eins og áður segir varaformaður þess frá 1997. Garðar er velkominn boðinn og honum fylgja beztu óskir um árangur góðan og farsæld í fjöld þeirra verka sem vinna þarf. H.S. Forsíða bæklingsins. 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.