Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 49
Vigfús Gunnarsson endurskoðandi: Merk tímamót í ferlimálum Ný skipulags- og byggingarlög tóku gildi 1. janúar 1988 og samkvæmt 4. grein er Skipulags- stofnun falið eftirfarandi hlutverk: h. að fylgjast með og veita upplýsingar um ferlimál fatlaðra. Hreyfihaml- aðir fagna þess- um tímamót- um, því að enn- þá leita þeir liðsinnis um bætt aðgengi fyrir alla, þótt margt hafi áunnist á liðnum áratugum. I rauninni eru það þó ofur einfaldar reglur sem hafa þarf í huga við skipulagningu bygginga og um- hverfis sem aðgengilegt er fyrir alla: * Aðkoma utanhúss sé lögð föstu slitlagi og inngangur beint af götu. * Séu tröppur að inngangi komi skábraut fyrir hjólastóla. * Tröppur og stigar séu með hand- riði. * Utidyr séu minnst 90 cm breiðar, aðrar dyr rninnst 80 cm breiðar. * Þröskuldar séu ekki hindrun fyrir hjólastóla, þ.e. ekki hærri en 2 cm. * Lyftur og salerni rúmi hjólastóla. * Að sneitt sé úr gangstéttarbrún- um, svo að þær séu ekki hindrun fyrir hjólastóla. Hreyfihamlaðir hafa unun af því að njóta útivistar eins og aðrir og er tilkoma göngustíga vítt og breitt um landið mikið fagnaðar- efni fyrir þá, þótt stundum verði þeir fyrir vonbrigðum vegna óvæntra hindrana sem oft má laga án mikils kostnaðar. Gamla höfnin í Reykjavík hefur að geyma eitt skemmtilegasta útivistarsvæði Reykjavíkurborgar, þ.e. sjávarmegin við Eyjaslóð. Þar er búið að malbika bílastæði og göngustíga og koma fyrir bekkjum fyrir fólk til að sitja á þegar það er að virða fyrir sér fuglalífið og umferðina um ytri höfnina. * Því miður hefur gleymst að sneiða úr gangstéttarbrúnum, svo að hreyfihamlaðir í hjólastólum komast ekki af bílastæðunum inn á göngustígana. Ég óska Skipulagsstjóra ríkisins og starfsfólki Skipulagsstofnunar velfarnaðar í starfi og veit að ferli- málum fatlaðra verður vel sinnt á þeirra vegum í framtíðinni. Vigfús Gunnarsson. Vigfús Gunnarsson Þjálfar blindrahunda Yíða er hægt að rekast á efni sem á einhvern hátt tengist örorku og öryrkjum. í Sámi blaði Hundaræktarfélags íslands rakst ritstjóri á greinarkorn umAuði Björnsdótturblindrahunda- þjálfara sem til þess hefur lært í Nor- egi. Þar segir Auður frá því að víða erlendis borgi tryggingarnar blindra- hunda eins og hver önnur hjálpar- tæki, en fullþjálfaður blindrahundur kostar um eina og hálfa millj. króna. Auður býr á Isafirði en segist byrja að þjálfa hunda fyrir Blindrafélagið um leið og hún geti, en hana vantar húsnæði. Til Auðar hafa þegar nokkrir blindir leitað um að fá þjálfaðan hund. Hún segir ýmsum bannlögum og reglum þurfa að breyta hér á landi til að eðlileg notkun blindrahunda sé möguleg. Hún er viðbúin árekstrum og ein- hverjir muni amast verulega við á meðan á þjálfun stendur. Hins vegar segir hún skoðanir vera að breytast og vonar hið besta. H.S. Mannréttindaskrifstofa Islands Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu íslands var haldinn ó.maí sl. Þar var formlega gengið frá og samþykkt aðild Öryrkjabandalags íslands að Mannréttindaskrifstofu Islands og þrír fulltrúar Öryrkjabandalagsins mættir á staðinn: Garðar Sverrisson, Haukur Þórðarson og Helgi Seljan. Þar með er Öryrkjabandalagið tíunda aðildarfélagið, en hin eru: Islandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálparstofnun kirkjunnar, Jafnréttisráð, Kvenréttindafélag íslands, Rauði kross Islands, UNIFEM og Þroskahjálp, svo auðséð er að við erum þarna í góðum félagsskap. Framkvæmdanefnd liðins árs skipuðu: Margrét Heinreksdóttir formaður og þau Kristín Jónasdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Á aðalfundinum var lögð fram skýrsla stjórnar um starf liðins árs sem sýndi gróskumikið starf. Þar kom m.a. fram að nú eru húsnæðismál komin í horf þar sem framtíðaraðsetur mun verða á Laugavegi 7. I skýrslunni segir að í raun hafi starfsárið einkennzt af: húsnæðisskorti, fjárskorti og framkvæmdastjóraskorti, en allt væri nú á betri og bjartari veg. Mannréttindaskrifstofan átti aðild að eða hafði forystu um málþing eða ráðstefnur af ýmsu tagi s.s. um málefni fatlaðra, um mannréttindi og trúarbrögð, um mannréttindi og listir og um stjómarskrár. Auk þess málstofur af ýmsu tagi. Allmikið er um erlend samskipti og í heild er starfsemin blómleg þrátt fyrir fyrrgreindan skort. Reikningar lágu fyrir og voru samþykktir svo og fjárhagsáætlun. Sömuleiðis urðu nokkrar lagabreytingar og er þriggja manna framkvæmdanefnd nú kosin á aðalfundi. Hana skipa nú: Ragnar Aðalsteinsson form., varaform. er Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og gjaldkeri Kristín Jónasdóttir. Fyrirkomulagstjórnarerþannig að hvert aðildarfélag tilnefnir einn stjórnarmann og annan til vara. Næsta starfsár er aðalfulltrúi ÖBÍ Haukur Þórðarson og til vara Helgi Seljan. Við fögnum því einlæglega að eiga nú þarna virka aðild og vonumst til að geta bæði að liði orðið og sömuleiðis haft af því gagn og gagnkvæma gleði. Til þess var þangað sótt. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.