Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 6
Haukur í matarboði hjá hjartasjúklingum fyrir framan Reykjalund, en hjartasjúklingar fá ráðgjöf um mataræði og elda sjálfir hollustuverð áður en þeir útskrifast. spengd og illa brunnin, án handleggja, án fótleggja, meö brotin bök... “ Þetta hafði slík áhrif á Rusk, að hann barðist á öll- um „vígstöðvum“ banda- riska fjármálaheimsins til að vekja skilning á nauðsyn endurhæfingar, allt upp í forsetastól Bandaríkjanna. Nú er Rusk endurhæfingar- spítalinn heimsþekktur. Howard Rusk tókst að leggja grunn að alþjóðlegri endurhæfingu. Þegar ég kom þarna var þetta orðið geysimikið sjúkrahús, þar sem unnu 50-60 læknar. Rusk lagði mikið upp úr því að hafa alltaf pláss fyrir erlenda lækna í sérnámi, eins og ég naut góðs af. Námið var mjög áhuga- vert og mikið um rann- sóknir. Áhrif líkamlegra áfalla á sálarlífið voru könnuð og tilraunir gerðar um leiðir til úrbóta. Einnig var rannsakað, hvað þyrfti að búa innra með mann- inum svo að hann gæti yfir- unnið sjúkdóma og fötlun og komið sér út í lífið. Mikið var um heila- og mænuskaða og líkamlega áverka eins og missi á útlimum. Gigtarsjúkdómar og langvinnir verkir þóttu minnihátt- ar mál. Rusk lagði mjög mikið upp úr því að hafa sálartetrið í lagi. Aðalatriðið hjá honum var að láta ekki fötlunina ráða heldur einstaklinginn. í ævisögu sinni segir hann: „Þegar þú ert aö endurhæfa mann meö skerta líkamsgetu, áttu aö ein- beita þér meira aö hœjileikum hans en örorku. Mundu að nútíma þjóð- félag borgar ekki fyrir líkamlega burði. Nú vinna vélarnar alla þungavinnu. Þjóðfélagiö borgar í raun fyrir tvennt - það sem þú geymir í höndunum og höfðinu. “ „Þú gefur ekki pillur til að framkalla endurhæfingu hjá einstaklingi,“ segir Haukur. „Mér fannst mjög merkilegt eftir að ég kom á Reykjalund, hve mikil áhersla hafði verið lögð á sálarlífið í endurhæfingu berklasjúklinga. Það sýnir hve framarlega þeir voru í sínu starfi.“ Hvaö fannst þér mest framandi á námsárunum í New York? „Margt var nýstárlegt, allt frá húð- lit upp í stéttaskiptingu eftir menntun. Puerto Rico aldan var þá í fullum gangi, þegar fólk þaðan streymdi til New York, efnalitlir innflytjendur sem gátu ekki borgað fyrir sig inn á „vel þvegna spítala“. Talað um „litaða fólkið“ og þótti mjög fint ef færir læknar gengu inn á spítala fyrir Puerto Ricana og gáfu dagsverk. Svo gat maður rekist á svertingja vart mælandi á ensku inni á toppspítala, sem voru þá með atvinnutryggingu! Þessí geysilegi munur á ytri þáttum mannlífsins var mikil breyting frá Norðurlöndum. Námið tengdist New York Háskóla og mörg sjúkrahús umiu saman að þessari sérfræðimenntun. Aðstoðar- læknum var treyst fyrir miklu svo að ég gat farið á hraðferð í gegnum reynslustigann. Eg var búinn að ljúka öllum prófum, þegar bréf barst frá Oddi Ólafssyni.“ Bréf sem átti eftir að reynastþér og mörgum öðrum býsna heilladrjúgt. Þekktirðu Odd? „Nei, ég hafði þó hitt hann einu sinni. Um þetta leyti sat hann í milliþinganefnd til að ijalla um málefni öryrkja. Nú vildi hann fá mig í heim- sókn til íslands á kostnað nefndarinnar. Nefndarmenn buðu mér til viðræðna um væntanlega endurhæfingardeild á Land- spítalanum sem ætlunin var að ég tæki við. Deildin átti að vera tilbúin 1961. Síðan líður nokkur tími. Þá skrifaði Oddur mér aftur og spurði hvort ég gæti unnið með sér á Reykjalundi. Hvernig var að vimta með Oddi, sem var þá orðinit þjóðsagnapersón a ? „Mjög gott! Hann gaf mér algjörlega lausan tauminn og var alltaf tilbúinn að hlusta á mínar tillögur um þetta og hitt. „Alveg sjálfsagt,“ var yfirleitt svar hans, þótt hann hefði mjög fastar skoðanir á hlutunum. Hann var ótrúlega frjór hugmyndasmiður. Vissulega mótaði hann mig, kenndi mér heilmikið að hugsa út fyrir hjólfarið og finna betri lausnir. Hann var í miðju læknisnámi þegar hann fékk berkla, gerðist mjög virkur í SIBS og byggði þetta upp. En ekki var hann þolinmóður eða fyrir að skrifa skýrslur og greinargerðir!“ segir Haukur brosandi. „Oddur hætti á Reykjalundi árið 1970, en við höfðum heilmikið sam- band eftir það. Hann dró mig með sér inn í Öryrkjabandalagið sem leiddi til þess löngu síðar að ég var kjörinn þar til trúnaðarstarfa. Það var mjög merkilegt að vinna á þeim vettvangi með Oddi og Guðmundi Löve, en allt tengdist þetta saman og gaf manni betri yfirsýn. Ég var búinn að vinna með Oddi í átta ár, þegar mér stóðu til boða tvær yfirlæknisstöður - á Reykjalundi og á Landspítalanum. Þá, árið 1970, var deildin loks tilbúin, sem ég var upp- haflega beðinn um að taka við. Nú, ég varð að ákveða mig. Mér féll svo vel að vinna á Reykjalundi að þaðan gat ég ekki hugsað mér að fara, 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.