Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Síða 12
Jón Sigurgeirsson félagi í Geysi
GEÐVERND
FYRIR HEILBRIGÐA
Eg ætla að hefja mál mitt með
því að ávarpa einn fundar-
mann sérstaklega. Ásta Ragn-
heiður alþingismaður! Þú þarft að
huga að geðheilbrigði þínu.
Fannst einhverjum hér inni þetta
dónaleg athugasemd þar sem ég gef í
skyn að hún gæti orðið veik á geði.
Hugsið ykkur ef ég hefði sagt við
hana: Ásta Ragnheiður! Þú þarft að
huga að líkamlegu heilbrigði þínu.
Það telst vinaleg athugasemd. Óskin
er eins að öðru leyti en því að annars
vegar er tekið til líkamlegt heilbrigði
og hins vegar andlegt heilbrigði. Ef
mönnum finnst verri ósk að biðja
alþingismanninn okkar að fara vel
með andlegt heilbrigði sitt þá telja
rnenn að geðheilsa sé eitthvað annað
og verra en líkamleg heilsa. Það séu
aðeins einhverjir “geðsjúklingar”
með neikvæðum formerkjum sem
þurfa að huga að heilbrigði sálar
sinnar.
Nærri helmingur þeirra sem eru
óstarfhæfir vegna fötlunar eru það
vegna andlegra veikinda. Við verðum
öll fyrir áföllum í lífinu sem reyna á
sálina ekki síður en slys reyna á lík-
amann. Stór hluti manna þarf að leita
sér hjálpar vegna
andlegrar líðanar
sinnar. Fílhraustir
hjálparsveitarmenn á
besta aldri þurfa
áfallahjálp eftir að
hafa upplifað hörm-
ungar. Þó alþingis-
maðurinn okkar sé
sköruleg í sínum
stj órnmálaafskiptum
er hún manneskja
með líkama og sál
sem þarf að sinna til
að halda heilbrigðri.
Hraustu strákarnir í
hjálparsveitinni einn-
ig. Hvað með okkur
hin. Öll þurfum við
að huga að sálinni.
Geðheilbrigði er ekki
Jón Sigurgeirsson
einkamál geðsjúkra heldur mál allra
einstaklinga. Því beini ég orðum
mínum ekki síður til þeirra sem telj-
ast heilbrigðir en þeirra sem veikir
teljast.
Mikilvægt að tilheyra hópi
Maðurinn er náskyldur öpum og
ýmsar félagslegar þarfir hans eru þær
sömu og þeirra. Við erum eins og
aparnir hópdýr. Heilbrigðir menn til-
heyra oftast mörgum hópum; fjöl-
skyldu, vinnustað, félagsskap, kunn-
ingjahópi o.s.frv. Sá hópur sem við
eyðum að jafnaði mestum tíma í er
vinnustaðurinn. Þar sækjum við helst
viðurkenningu og virðingu sem er
okkur nauðsynleg. Við verðum stöð-
ugt að muna að það erum ekki aðeins
við sem sækjumst eftir viðurkenn-
ingu og virðingu hópsins heldur sér-
hver sem með okkur er.
Einelti
Menn geta notað þessa hóptilfinn-
ingu okkar til þess að fá okkur til þess
að gera einhverjum einum eða fleir-
um vinnufélögum okkar illt með
stöðugum neikvæðum athuga-
semdum, svo sem uppnefnum, gríni
eða því um líku. Vondir stjórnendur
geta beitt þessu í skjóli valds síns.
Þeir geta verið með neikvæðar at-
hugasemdir, sem ekki eru til fram-
dráttar þeim verkum sem unnin eru,
gert lítið úr því sem vel er gert en að
þenja út fyrir eðlileg mörk allt sem
miður fer. Gerandinn notar sér bæði
hræðsluna við að tapa virðingu
hópsins og eigin ógnir til þess að fá
menn til að niðra þann sem hann kýs
að verði fyrir einelti. Við fýlgjum
ósjálfrátt á eftir og mörg okkar geta
bæði sagt frá atvikum þar sem við
höfum verið þolendur
og einnig þar sem við
höfum verið ger-
endur. Þetta hátterni
er alvarleg árás á geð-
heilbrigði þeirra sem
fyrir því verða, svo
alvarleg að sumir ná
sér aldrei eftir slíkt.
Gerendumir þ.e. þeir
sem espa aðra til að-
gerða, eru ofbeldis-
menn sem eru það
gáfaðir að þurfa ekki
að berja með höndum
til að ná tilætluðum
árangri. Afleiðing
gerða þeirra er verri
en þeirra sem beita
hreinu líkamlegu
ofbeldi, þeir sleppa
Héðinn Unnsteinsson flytur sitt mál.
12