Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 14
Niðurlag Almennir starfsmenn eiga að vera á verði gagnvart neikvæðni og niður- lægjandi atferli gagnvart einstakl- ingum sem ekkert hafa til þess unnið. Þeir verða að gæta sín að dragast ekki inn í slíkt og sýna þor að standa á móti því. Munum að vinnustaðurinn er einn mikilvægasti hópur sem við til- heyrum og lögmál í hugmyndafræði Geysis um að sérhver þurfi að finna sig tilheyra hópi, haf’a eitthvað fram að færa og framlag hans sé metið og virt og hann finni til ábyrgðar í sam- ræmi við getu sína eru algild sannindi íyrir alla vinnustaði. Bæði er það gott fyrir almennt starfsfólk að hafa hana í huga til að forðast hegðun sem skaðar geðheilbrigði samstarfsmanna og fyrir stjórnendur til að ná árangri og gæta heilbrigðis starfsfólksins. Ég hef nú starfað meginhluta þessa árs í Klúbbnum Geysi. Hann hefur verið vinnustaður minn. Mér finnst hann gefa mér mjög mikið og hann hefúr veitt mér von um morgundag- inn. Sumir vinnustaðir sem ég hef unnið á hafa ýmist verið hlutlausir og hafa ekki verið til þess fallnir að auka sjálfstraust og getu starfsmanna eða þeir hafa beinlínis brotið menn niður. Framlag mitt í Geysi er metið og virt. Eins og ég hef sagt er það öllum mikilvægt en ekki síst þeim sem hafa haft ástæðu til þess að vanmeta fram- lag sitt vegna veikinda. Geysir er vegarspotti sem vantaði á leið manna til heilbrigðs lífs. Sumir ná að vinna sig upp og fara að stunda vinnu á al- mennum vinnumarkaði, aðrir halda áfram að vinna sjálfum sér og öðrum gagn innan Geysis. Öllum sem leggja sig ffam við vinnu innan Geysis hlýt- ur að líða betur því auk virðingarinn- ar finna þeir tilgang í lífinu. Ég vil ljúka máli mínu með innilegu þakklæti til Önnu Valdimarsdóttur iðjuþjálfa og félaga sem unnu að stofnun Geysis. Ég óska ykkur heilbrigðis á sál og líkama. Jón Sigurgeirsson. Erindi flutt á geðheilbrigðisdaginn 10. okt. sl. Jón er félagi í Klúbbnum Geysi. Ögmundur Einarsson afhendir Jóni Jónassyni styrkinn. Daufblindrafélag íslands styrkt myndarlega Það var einkar ánægjuleg stund sem við áttum saman hjá Góða hirðinum, hytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga að Hátúni 12 fimmtudaginn 28. sept. sl. Tilefnið var styrkveiting Góða hirðisins til eins aðildarfélaga okkar, Daufblindrafélags íslands. Ögmundur Einarsson framkvæmdastjóri Sorpu bauð fólk velkomið og minnti á 5 ára afmæli samstarfsins milli Sorpu og ýmissa líknarfélaga. Hann minnti á hina vaxandi umræðu um umhverfismál í samfé- laginu. Hér væri um að ræða virka aðferð til endumotkunar hluta með reynslu og sögu sem fengju nýtt hlutverk. Anægjulegt að geta sagt frá því að viðskipta- vinir Góða hirðisins væru m.a. ungt fólk að hefja búskap. Inn í þetta má ritstjóri til með að skjóta því, að meðan á hinni hátíðlegu athöfn stóð var stanslaus verslun í gangi hjá Góða hirðinum sem sýndi vel grósku i versluninni. Ögmundur minnti á styrkveitinguna í fyrra til sex aðildarfélaga ÖBÍ, þeirra sem aðsetur eiga í þjónustusetrinu að Tryggvagötu 26. Nú hefði fámennt og tekjulítið félag erfiðrar fötlunar orðið fyrir valinu. Veröld daufblindra önnur en sú sem við þekktum þar sem liðsinni við gagnkvæma tjáningu skipti öllu. Ljóst væri að þarna væri sannkallað afreksfólk á ferð. Afhenti Ögmundur síðan fulltrúa Daufblindrafélagsins, Jóni Jónassyni, ávísun upp á 500 þús. kr. Jón Jónasson flutti hið besta þakkarávarp, þetta væri þeim í félaginu sönn ánægja og heiður, þakklæti hlýtt fyrir stórkostlegt ffamlag. Jón rakti svör við spurningunni hvað daufblinda væri, en þetta snerti að sjálfsögðu sjón og heyrn allt yfir í það að hvom tveggja skorti. Hann rakti einnig stuttlega sögu félagsins, en til dreifingar lá hin góða og glögga grein Lilju Þórhallsdóttur framkvæmdastjóra um félagið í Fréttabréfi ÖBI. Hann gat þess hversu margt þyrfti að læra upp á nýtt, minnti á umferlisnámið og hvíta stafinn, blindraletrið, táknmálið, fingrastafrófið en síðast en ekki síst samskiptin á tölvunni. Hann kvað túlkavöntun tilfinnanlega, meiri liðveisla þyrfti til að koma o.s.frv. Jón þakkaði Lilju Þórhallsdóttur fyrir einstaklega gott starf í þágu félagsins. Afhenti síðan með innilegu þakklæti Ögmundi Einarssyni blómvönd frá félaginu. Jakobína Þormóðsdóttir sem er daufblind gaf ljóðabók sína í þakkarskyni og fyrir hana vel þakkað af Ögmundi. Þama var saman kominn góður hópur m.a. frá liknarfélögunum sem eiga aðild að Góða hirðinum. Fjölmiðlar gjörðu þess- um þekka atburði hin ágætustu skil og kastljósinu rækilega beint að þessari miklu fötlun þar sem fulltrúar daufblindra tjáðu sig um vanda daufblindra í ver- öld sjáandi og heyrandi. Einlægar þakkir eru forráðamönnum Góða hirðisins fluttar héðan fyrir þessar myndarlegu styrkveitingar í fyrra og núna. Daufblindrafélagi íslands er hjartan- lega óskað til hamingju með þennan dýrmæta styrk til einkar þarfrar starfsemi sinnar. H.S. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.