Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Síða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Síða 16
Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands Formaðurinn túlkaður á táknmáli. Aðalfundur Öryrkjabanda- lagsins var haldinn laugar- daginn 21. okt. sl. Formaður setti fund kl. 9.50 árdegis og bauð fólk velkomið til fundar. Fundar- stjórar voru kjörnir Þórir Þorvarðar- son og Málfríður Gunnarsdóttir. Fundarritarar Helgi Flróðmarsson og Kristin Jónsdóttir. Aðalfundinn sátu milli 70 og 80 manns. Eins og í fyrra hafði skýrslum og reikningum verið dreift til fulltrúa nokkru fyrir aðalfiind og þeim var svo fylgt stuttlega úr hlaði. Að öðru leyti verður ekki fjallað um þessar skýrslur hér en hvað varðar þau atriði er menn lögðu sérstaka áherslu á. Yfirlit formanns Garðar Sverrisson formaður lagði sérstaka áherslu á nokkur atriði í ítarlegri skýrslu sinni. Umsögnin um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga hefði verið send þingnefnd eftir afar vand- lega meðferð hjá bandalaginu m.a. með sérstakri, fjölsóttri ráðstefnu í september. Hann kvað vaxandi ugg innan okkar raða vegna yfirfærsl- unnar. Formaður vék að dómsmálinu vegna tengingar bóta við tekjur maka. Hann minnti á úrskurð Héraðsdóms í lok síðasta árs, þess væri nú að vænta að Hæstiréttur lyki málsmeðferð fyrir nóvemberlok. Formaður vék að íslenskri getspá og að svo virtist sem þar væri vel haldið sjó. Vék einnig í því sambandi að fjárhag bandalagsins og nauðsyn þess að það ætti myndarlegan vara- sjóð s.s. drög hefðu verið lögð að við gjörð síðustu fjárhagsáætlunar. Þá fór Garðar formaður yfir árang- ur af starfi samráðsnefndar við Tryggingastofnun ríkisins. Þar bæri helst að nefna námskeið TR fyrir ný- metna öryrkja með virkri aðkomu bandalagsins og ný örorkuskírteini með mynd sem yrðu altæk til notkun- ar. Þá sagði formaður frá velheppnaðri fundaferð þeirra félaga á Austurlandi sem verulega gagnlegir hefðu verið, ekki síst þeim félögum. í lokin greindi svo formaður frá framkvæmdastjóraskiptum hjá bandalaginu um áramót, þegar Helgi Seljan hætti og Arnþór Helgason tæki við. Lofaði hann starf Helga mjög mikið og færði honum blómvönd frá bandalaginu. Yfirlit framkvæmdastjóra Helgi Seljan hafði í skýrslu sinni farið nokkuð yfir starfsferil sinn nú við starfslok, samstarf við félögin, fréttabréf bandalagsins og þjónustu við það íjölmarga fólk sem til banda- lagsins leitar. Fór svo með kveðju- ljóð sem birt er hér í blaðinu. Yfirlit Helga Hróðmarssonar um erlend samskipti bandalagsins og samstarfsverkefni með Þroskahjálp Þátttaka bandalagsins í erlendu samstarfi, norrænu, evrópsku og al- þjóðlegu, er mikil og virk. Helgi nefndi sérstaklega að ísland færi nú með formennsku í Norræna ráðinu um málefni fatlaðra-HNR og mikla vinnu eðlilega í kringum það. Sömuleiðis árangursríka aðild ís- lands að Mobility International sem mikill fjöldi ungs fólks hefði haft af bæði gagn og gaman. Helgi minnti á ágætt nefndarálit um félagslega þátttöku fatlaðra þar sem margt merkilegt hefði fram komið til úrbóta en lítt orðið af fram- kvæmd í kjölfarið. Að lokum minnti Helgi á sýninguna Liðsinni sem hið besta hefði tekist. Lögfræðiþjónusta bandalagsins Jóhannes Albert Sævarsson gjörði grein fyrir hinum mikla málafjölda sem lögfræðiþjónustan sinnti árlega, fjölbreytileiki þeirra mjög mikill einnig. Jóhannes Albert á grein hér í blaðinu um þessi mál. Djáknaþjónusta Guðrún K. Þórsdóttir djákni rakti stuttlega skilgreiningu á djáknaþjón- ustu almennt og fór svo yfir helstu starfsþætti. Heimsóknir til fólks og viðtöl við það mjög þýðingarmikil. Kyrrðarstund í setustofu hvern mánu- dag. Gospelkvöld nokkrum sinnum á vetri, afar vel sótt. Einnig aðstoð við guðsþjónustur í Hátúni 12 og heim- sóknir til fólks þar í sjálfboðastarfi. Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra Guðrún Hannesdóttir var veik og því hljóp Sveinn Rúnar Hauksson stjórnarmaður í Hringsjá í skarðið og gjörði það skörulega. Þarna væri unnið sláandi jákvætt starf þar sem yfir 170 hefðu lokið öllum þrem önnum og hátt á þriðja hundrað einni 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.