Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 17
önn eða meira. Biðlistinn væri samt of langur. Minnti á myndlist og leik- ræna tjáningu sem upp hefðu verið teknar hjá Hringsjá, þar sem fjölda fólks er komið vel af stað til svo ffamhaldsnáms eða vinnu. Heila- gengið - sjálfshjálparhópur starfar undir handarjaðri Hringsjár og því fagnað. Hússjóður Öryrkjabandalagsins Formaður stjórnar, Helgi Hjörvar gjörði grein fyrir hinum umfangs- mikla rekstri hinna mörg hundruð íbúða Hússjóðsins. Vakti athygli á að eignir Hússjóðs væru komnar til ára sinna, þyrftu því mikið viðhald og endurbætur. Útkoman nokkru lakari en á síðasta ári enda hefði hlutdeildin í lottótekjum minnkað. Hússjóður stendur hins vegar Qárhagslega mjög sterkt. Helstu verkefni ársins eru ný- byggingin að Sléttuvegi og viðhald í Hátúninu. Biðlistinn stöðugt lengst eða um 400 í dag á biðlistanum. Helgi fór svo yfir breytingar til hins verra í húsnæðismálum m.a. varðandi vaxtakjör sem nú yrðu markaðsvextir frá og með næstu áramótum. Húsa- leigubætur yrðu að hækka og þær yrðu að verða skattfrjálsar. Tæpti á átaki Hússjóðs í samstarfi við félags- málaráðuneyti um sérhæfð heimili og sambýli, en ekkert fast í hendi enn. Vinnustaðir Öryrkjabandalagsins Þorsteinn Jóhannsson fram- kvæmdastjóri flutti skýrslu og kvað afkomuna hafa verið góða á síðasta ári og horfur nú væru góðar. Þjón- ustusamningur er í gildi við félags- málaráðuneytið með ákveðnu fram- lagi svo og legði Öryrkjabandalagið til styrk einnig. Rekstur saumastofu væri þó erfiður sem fyrr. Þorsteinn nefndi svo nýja ráðningarsamninga við fatlaða starfsmenn, byggða á starfsmati. Minnti svo á það í lokin að afrakstur ríkisins af vinnu- stöðunum væri umtalsvert meiri en framlagið. Tölvumiðstöð fatlaðra Sigrún Jóhannsdóttir forstöðu- maður minnti fyrst á hverjir stæðu að Tölvumiðstöð fatlaðra, en Öryrkja- bandalagið eitt veitti henni styrk til starfseminnar. Á liðnu starfsári nutu 183 einstaklingar og 43 skólar og aðrar stofnanir þjónustu Tölvumið- stöðvar. Fræðslufundir og námskeið væru vaxandi þáttur m.a. námskeið á landsbyggðinni. Nauðsyn væri á frek- ara starfi, bæta yrði við stöðugildi. íslensk getspá Þórir Þorvarðarson stjórnarmaður ÖBÍ hjá íslenskri getspá fór yfir bráðabirgðauppgjör starfsárið júlí '99 - júníloka í ár. Lítilsháttar aukning orðið í sölu. Tekjur: 709 rnillj. af laugardagslottói, 320 af víkingalottói og 65 af jóker. Arður til Öryrkja- bandalagsins 129 millj. kr. Áskrift nú á netinu gefið góðan árangur og þar væri um nýjan markhóp að ræða. Tæpti einnig á væntanlegum nýjungum en ársfundur Islenskrar getspár er í nóvember ár hvert. Reikningar Öryrkjabandalagsins, Hússjóðs, Hringsjár og Vinnustaða Endurskoðandinn, Eyjólfur Guð- mundsson kynnti helstu tölur og skal aðeins á örfáum þeirra tæpt hér. Fyrst að Öryrkjabandalaginu. íslensk getspá gaf tekjur að upp- hæð 121.640 millj.kr. þar af fóru 63.861 millj. til Hússjóðs. Laun og launatengd gjöld voru rúmar 15 millj. kr. og annar rekstrarkostnaður rúmar 12.6, fréttabréfið tók til sín rúmar 7 millj. kr. Styrkir til aðildarfélaga námu rúmum 13 millj. kr, styrkir til annarra tæpum þrem milljónum og Vinnu- staðir fengu 3.3 millj. kr. Húsaleigutekjur Hússjóðs voru rúmar 143 millj. kr. en gjöld vegna fasteigna rúmar 172 millj. kr. Eignir Hússjóðs eru rétt innan við 3 mill- jarða. Rekstrartekjur Vinnustaða voru íúmar 33.8 millj. kr. en rekstrar- gjöld 45 millj. kr. Framlag ríkissjóðs 9.9 millj. kr. og frá ÖBÍ 3.3 millj. kr. Rekstrartekjur Hringsjár ásamt styrkjum eru tæpar 22 millj. kr. en rekstrargjöld samtals rúmar 23.7 millj. kr. í rekstrartekjum vegur samningur félagsmálaráðuneytis þyngst eða 18.6 millj. og þá samn- ingur viðTR upp á rúma 1.8 millj. kr. Þessar tölur og miklu fleiri voru í útsendri skýrslu þannig að öll okkar félög hafa glöggt og gott yfirlit yfir alla þessa reikninga. Að loknum öllum þessum skýrsl- um og tölum hófust almennar umræður. Formaður, Garðar Sverris- son, upplýsti að í ljósi gagnrýni á seint fram komna reikninga á aðal- fundi - þ.e. árið 1999 nú, þá hefði verið ákveðið að aðalstjórn tæki reikninga þessa árs til afgreiðslu í mars eða maí nk. Eiríkur Þorláksson fagnaði þessu, en vildi koma því að, að rétt væri að fjárhagsáætlun hvers árs fylgdi með reikningum til viðmiðunar svo sjá mætti hvað tekist hefði og hvað ekki. Ræddi og skiptingu lottótekna milli bandalags og Hússjóðs. Helgi Hjörvar kvað meira fé fara nú í hagsmunabaráttu bandalagsins sem þýddi minna íjármagn til Hús- sjóðs. Taldi að leigutekjur ættu að standa undir rekstri og lottófé færi þá til nýbygginga. Friðrik Alexanders- son sagði ljóst að Ijárhæðir þjónustu- santnings við Vinnustaði ÖBI og Hringsjá væru of lágar. Hann minnti FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.