Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 18
Fundargestir hlusta af athygli úr sal á aðalfundi ÖBÍ. á hversu Styrktarfélag vangefinna greiddi á hveiju ári stórar fjárhæðir til þjónustustarfsemi sinnar sem ríkið ætti auðvitað alfarið að standa undir. Haukur Þórðarson vakti á því athygli að ríkið veitti engin happdrættisleyfi nú lengur en til 2007 og að þessu þyrftu menn að gæta, en lögin um íslenska getspá rynnu út 2005. Á Norður- löndum væri ríkið með slíkt og deildi svo út styrkjum við mikla óánægju. Reikningar allir fjórir voru svo samþykktir samhljóða. Lagabreytingar voru næst á dag- skrá. Helgi Seljan flutti framsögu stutta fyrir þrem tillögum laga- nefndar. Kjör kjörnefndar á aðal- fúndi lögfest, brottfall ákvæðis um 6 ára hámarkstíma í framkvæmdastjórn og brottfall ákvæðis um úrsögn félags úr bandalaginu. Nokkrar umræður urðu, einkum um lið tvö þar sem Haukur Þórðarson og Guðjón Ingvi Stefánsson andmæltu brottfallinu, töldu hámarksákvæði um setu í framkvæmdastjórn af hinu góða. Sveinn Rúnar Hauksson, Gísli Helgason, Helgi Hjörvar, Sigurður V Viggósson og Emil Thóroddsen mæltu hins vegar með afnáminu. Lagabreytingar samþykktar, liður tvö með þorra atkvæða gegn þremur, hinir liðirnir einróma. Kosningar: Þórir Þorvarðarson formaður kjörnefndar kynnti tillögur þeirra sem þar sátu. Engar aðrar til- lögur komu fram og í framkvæmda- stjórn voru kjörin: Varaformaður Emil Thóroddsen til tveggja ára, gjaldkeri Elísabet Á. Möller til eins árs, Gísli Helgason ritari til tveggja ára og Valgerður Ósk Auðunsdóttir meðstjórnandi til tveggja ára. Garðar Sverrisson er svo áfram formaður næsta ár. Til vara voru kjörin: Friðrik Alex- andersson, Dagfríður Halldórsdóttir og Arnór Pétursson. Skoðunarmenn reikninga: Vigfús Gunnarsson og Tómas Sturlaugsson. Að loknum kosningum var gefið matarhlé. í lok matmálstímans glöddu geð okkar með tónum tærum Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason á flautu og lútu. Var þessu nýmæli fjarska vel fagnað. Fundarstörf hófust með yfirlitum frá þrem nefndum: atvinnumála- nefnd sem Þorsteinn Jóhannsson kynnti, búsetunefnd sem Helgi Seljan kynnti og kjaramálanefnd sem þeir Gísli Helgason og Garðar Sverrisson kynntu en þeir lögðu fram vönduð drög að aðalályktun fundarins. Að þessu loknu var skipt í fimm starfs- hópa sem störfuðu í rúma klukku- stund og skiluðu svo áliti. Lesið var upp skeyti til fundarins þar sem fram kom að aðalfundur MS félagsins hefði samþykkt að ganga í Öryrkja- bandalagið að nýju og var því fagnað með lófataki. Talsmenn starfshópa skiluðu svo af sér. a) Búsetunefnd. Helgi Seljan með framsögu. Nefndin mótmælti harðlega skerð- ingu Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Lagði til verulega hækkun húsaleigu- bóta svo og skattfrelsi þeirra. Benti á mikla vöntun einstaklingsíbúða. Nefndin lagði til að gjörð yrði áætlun til lengri tíma varðandi fyrirsjáanlega húsnæðisþörf barna og unglinga. Skoraði á stjórnvöld að bæta kjör fólks við umönnunarstörf umtalsvert. Vakin sérstök athygli á húsnæðis- vanda aldraðra öryrkja. Nauðsyn væri á samhæfingu í búsetumálum þar sem allir viðkomandi kæmu saman að verkum. b) Atvinnumálanefnd. Sigurður Björnsson með framsögu. Nefndin benti á að vanda yrði setn- ingu marka milli félagsþjónustu og vinnumiðlana ef frv. þ.a.l. næði fram. Skoraði á Alþingi og stjórnvöld að hækka verulega frítekjumörk vegna vinnutekna svo vinnuletjandi sem þau nú væru. Nefndin varaði við mismunun í tengslum við starfsmat á vernduðum vinnustöðum, þar þyrfti að svara ýmsum siðferðilegum spurn- um. Þá varaði nefndin við einelti vegna fötlunar á vinnustað, gegn því yrði að snúast. c) Félagsmálanefnd. Sigurður V. Viggósson með framsögu. Skoraði á bandalagið að efla skóla- kynningu á málefnum fatlaðra, fagn- aði frumkvæði bandalagsins í sumar- húsamálum (samningur við BSRB) og beindi því til stjórnar Hússjóðs að kannað yrði um byggingu og rekstur sumarbústaðar. Þá ályktaði nefndin um styrkingu og eflingu á starfi djákna, en jafnframt yrði leitað til kirkjunnar um þátttöku og kostun. d) Menntamálanefnd. Málfríður Gunnarsdóttir með framsögu. Nefndin benti m.a. á túlkavöntun hjá heyrnarlausum og rittúlkavöntun hjá heyrnarskertum, brýn þörf úr að bæta. Kvóti vegna sérkennslu alltof lágur. Aðlögun að einstaklingnum ekki sem skyldi. Fullorðinsfræðsla rædd og lýst ánægju með aðkomu ÖBI að henni. Unnið skyldi að menntamálum almennt út frá al- mennum mannréttindasjónarmiðum. e) Kjaramálanefnd. Garðar Sverrisson hafði framsögu og kynnti ályktun starfshópsins út frá áður framkomnum drögum kjaramála- nefndar. Þessi ályktun samþykkt samhljóða og er birt hér í blaðinu. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.